Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 31
UMFJÖLLUN O G GREINAR „Full áslæða til að veltafyrir sér Iwort það séu ekki í einhverjum tilfellum samfélagslegar ástæður fremur en einstaklingsbundið sjúklegt ástand sem vcldur erfiðleikunum," segir Ingólfur Einarsson barnalæknir á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. hverfurófinu. Taugafrumurnar þroskast mjög hratt á fyrstu árum barnsins, þær tengjast og mynda gríðarlega flókin net taugamóta á fyrstu fimm árum ein- staklingsins. Vísindamenn hafa verið að finna frávik víða í heilaberkinum hjá einhverfum einstaklingum, sem hefur áhrif á marga þætti, svo sem málþroska, hreyfiþroska og féiagsfærni, ennfremur sérkennilega og áráttukennda hegðun. Mestu breytingar hafa sést í vinstra heilahveli á svæðum sem sinna máltöku og málskilningi. Þá hefur verið sýnt fram á mjög greinilega skerta starfsemi svokall- aðra spegiifruma, „mirror neurons", sem eru staðsettar í framheilanum. Þær gegna lykilhlutverki í því hvernig börn læra af öðrum með því að fylgjast með og herma síðan eftir. Þessi skerðing á getu til að herma hegðun eða athafnir eftir öðrum er eitt af grunnatriðum í skilgreiningu á einhverfu. Þetta hefur lengi verið þekkt en hin líffræðilega ástæða var ekki þekkt fyrr en spegilfrumurnar voru uppgötvaðar fyrir 8-10 árum. Uppgötvun spegilfruma er einnig talin renna frekari stoðum undir eldri sálfræðikenningu, „Theory of Mind" sem snýst um það að með auknum þroska áttar einstaklingurinn sig á því að aðrir hugsa öðruvísi en hann og hann getur sett sig í spor annarra og haft skilning á tilfinn- ingum og hegðun þeirra. Einstaklingar á einhverfurófinu eiga mjög erfitt með þetta og sumir geta þetta alls ekki og það veldur þeim skiljanlega miklum erfiðleikum í ölium samskiptum við aðra." Ingólfur bætir því við að í tengslum við þessar uppgötvanir á hlutverki spegil- frumanna hafi sprottið upp vangaveltur um tengsl siðblindu við einhverfu. „Sumir vilja meina að þeir sem eru siðblindir hafi jafnvel verið á einhverfurófinu í æsku. Þetta skarast að minnsta kosti að því leyti að siðblindir og einhverfir geta ekki sett sig í spor annarra, þó siðblindingjarnir hafi yfirleitt mjög góða samskiptahæfi- leika og kunni að spila á tilfinningar og LÆKNAblaðiö 2013/99 303

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.