Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 22
UMFJÖLLUN O G GREINAR Hvað ætlar nýja ríkisstjórnin að gera? ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson Fyrir tíu árum var kosið til Alþingis og þá var varla minnst á heilbrigðismál. Eftir þær kosningar játaði einn flokks- formaðurinn að frambjóðendur allra flokka hefðu verið því afskaplega fegnir því þeir treystu sér einfaldlega ekki til að ræða þau mál af einhverju viti. Hvort vitið var meira í frambjóðendum fyrir nýafstaðnar kosningar skal ósagt látið en þó komust heilbrigðismál á dagskrá, sennilega vegna þess hve mikið fjárveit- ingar til þeirra hafa verið skornar niður. Og nú er komin ný ríkisstjórn með nýjan loforðalista í formi stjórnarsáttmála. Fréttir af heilbrigðismálum hafa verið óvenjumiklar undanfarna mánuði og sjaldnast jákvæðar. Niðurskurður á þjón- ustu og vaxandi óánægja heilbrigðisstarfs- fólks með kaup og kjör hafa verið leiðar- stefið í þeirri umræðu allri. Landspítalinn hefur verið að drabbast niður og biluð og úrelt tæki hrannast þar upp. Heilsu- gæslan hefur heldur ekki farið varhluta af niðurskurðinum og víða standa þúsundir manna uppi án heimilislæknis. Fyrir þessu eru að sjálfsögðu ýmsar ástæður, svo sem sú augljósasta að hér varð efnahagslegt hrun. I auglýsingu sem Læknafélag íslands, Læknafélag Reykjavíkur og Læknaráð Landspítalans birtu rétt fyrir kosningar segir að nú vanti „15-20 milljarða króna á ári til reksturs heilbrigðiskerfisins miðað við fjárveitingar ársins 2009. Framlög til heilbrigðismála hafa lækkað um 14% síðustu fjögur ár." Og nú er komin ný ríkisstjórn með ný áform. Hver skyldu þau vera og hversu vel ríma þau við áhyggjur heilbrigðisstarfs- manna af kerfinu sem þeir starfa í? Víst er um að væntingar til nýrra stjórnvalda eru miklar um úrbætur en eins víst að seint verði menn sammála um hvar á að byrja, hvað er brýnast. 294 LÆKNAblaðið 2013/99 Kristján Þór Júlíusson er stýrimaður og kennari að mennt. Hann hefur verið bæjarstjóri á Dalvík, ísafirði og Akurei/ri og setið á þingi frá 2007. Bætt lýðheilsa og viðhald Landspítala Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er rétt liðlega 11 blaðsíður að lengd og þar er víða rætt um að kanna, endurskoða og gera úttekt á hinu og þessu. Fátt er fast í hendi, en viljinn merkjanlegur. í inngangi plaggsins segir til dæmis: „Bætt lýðheilsa og for- varnarstarf verður meðal forgangsverk- efna ríkisstjórnarinnar". Aftar í plagginu er kafli um velferðarmál og þar eru heil- brigðismálin reifuð nánar. Sá kafli er svo- hljóðandi: „Islenskt heilbrigðiskerfi verður að vera samkeppnisfært við nágrannalönd um tækjakost, aðbúnað sjúklinga og aðstæður starfsmanna. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að landsmenn njóti aðgengis að heil- brigðisþjónustu óháð búsetu. Unnið verður að því að auka almenn lífsgæði landsmanna með því að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu. Þannig má einnig draga úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar. Jafnframt verður lögð áhersla á slysavarnir og fræðslu sem þeim tengist. Mikilvægt er að efla heilsugæsluna og tryggja stöðu hennar sem fyrsta viðkomu- staðar sjúklinga. Kanna þarf til hlítar kosti þess að beita forskrift í auknum mæli sem aðferð til að úthluta fjármagni og leita allra leiða til að auka framleiðni um leið og hugað er að samfélagslegum þáttum. Haldið verður áfram að þróa og tengja saman rafræn sjúkragögn á landsvísu með hagsmuni, öryggi og gæði þjónustu við sjúklinga að leiðarljósi. Ný lög um greiðsluþátttöku vegna lyfjakostnaðar þarf að taka til athugunar og virkja til fulls lög um sjúkratryggingar nr. 112/2008. Húsakostur Landspítala er óviðunandi. Leggja þarf áherslu á viðhald og endur- bætur á núverandi húsa- og tækjakosti stofnunarinnar þar til varanleg lausn fæst." Hér er sleppt kafla um félagsþjónustu og almannatryggingar, en lokaorðin eru: „Brýnt er að unnið verði að langtíma- stefnumótun heilbrigðiskerfisins svo tryggja megi betur hagkvæmni og stöðug- leika innan kerfisins með eðlilegu samráði við fagfélög heilbrigðisstarfsfólks og aðra hagsmunaaðila. Þjónustustýring verður innleidd í áföngum." Skiptar skoöanir Svo mörg voru þau orð og koma kannski ekki mikið á óvart. Það sem helst hefur verið til umræðu eftir að stefnuyfirlýs- ingin var birt er hvað málsgreinin um hús- Ji

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.