Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 13
RANNSÓKN
Tafla II: Samanburdur á hjartalínuritum ímismunandi aldurshópum. Þýðinu er skipt i fjóra jafnstóra hópa eftiraldri.
Hjartarit Vngstu 25% (A) 16-21 árs Næstyngstu 25% (B) 21-25 ára Næstelstu 25% (C) 25-29 ára Elstu 25% (D) 29-45 ára Marktækur munur (p<0,05)
Fjöldi 40 40 40 39
Fjöldi með óeðlilegt hjartalínurit 22 28 19 15 B á móti C B á móti D
Stærsta R- eða S-útslag (mm) 28,4±6,3 28,2±5,9 25,4±6,8 25,8±5,0 A á móti D
Tafla III: Niðurstöður hjartaómana ífjórum mismunandi aldurshópum.
Yngstu 25% (A) 16-21 árs Næst yngstu 25% (B) 21-25 ára Næst elstu 25% (C) 25-29 ára Elstu 25% (D) 29-45 ára Marktækur munur (p<0,05)
Fjöldi 40 40 40 39
Greinilega óeðlileg ómskoðun 5 5 7 6
Þvermál vinstri slegils í hlébili (mm) 52,6±3,1 53,8±3,7 54,4±3,5 54,1 ±4,7 B á móti C
Þykkt bakveggs vinstri slegils í hlébili (mm) 11,3±1,4 11,0±1,2 11,1 ±1,5 12,0±1,3 A á móti D B á móti D
Þykkt sleglaskila í hlébili (mm) 11,7±1,2 11,7±1,5 11,5±1,4 12,3± 1,3
Þyngd vinstri slegils (g) 241,9±47,1 237,2±38,0 248,7±44,1 264,6±69,7 A á móti D B á móti D
Þvermál vinstri gáttar 33,4±3,9 33,6±4,3 35,1 ±3,5 36,4±3,6 A á móti D B á móti D
liggjandi áhættuþáttum skyndidauða, svo sem merkjum um of-
þykktarsjúkdöm í hjartavöðva eða aðra hjartasjúkdóma. Evrópsku
hjartalæknasamtökin (ESC) hafa mælt með töku hjartalínurits
við skimun íþróttamanna. Bent hefur verið á að hjartalínurit sé
ónákvæm rannsókn sem hafi lítið sértæki, sem leiði til þess að
tíðni falskt jákvæðra línurita er almennt há.8 Aðrir hafa talið nauð-
synlegt að gera hjartaómskoðun við skimun íþróttamanna. Slíkt
gerir þó skimunina flóknari í framkvæmd og dýrari.10 Síðustu árin
hefur Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) gert þá kröfu að
allir leikmenn sem taka þátt í Evrópukeppni á vegum sambands-
ins þurfi bæði að gangast undir hjartalínurit og hjartaómskoðun.
Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að rannsaka hvort
samband sé á milli aldurs og óeðlilegs hjartalínurits eða óeðlilegr-
ar hjartaómskoðunar annars vegar, og hins vegar hvort samband
sé milli óeðlilegs hjartalínurits og óeðlilegrar hjartaómskoðunar.
Athyglisvert er að skoða þetta meðal knattspyrnumanna í fremstu
röð þar sem skyndidauðatilvik hafa verið hvað mest áberandi.
Rannsókn þessi er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.
Tafla IV: Niðurstöður hjartaómmæimga hjá einstaklingum sem höfðu óeðlilegt
hjartalinurit (A) og eðlilegt hjartalínurit (B).
A: Óeðlilegt B: Eðlilegt P-gildi
hjartalínurit hjartalínurit (A á móti B)
Fjöldi 84 75
Greinilega óeðlileg hjartaómun 13 10 0,73
Þvermál vinstri slegils í hlébili (mm) 53,1 ±3,9 53,9±3,7 0,16
Þvermál vinstri slegils í slagbili (mm) 34,3±3,2 35,1 ±3,1 0,13
Þvermál ósæðar (mm) 30,9±2,9 31,4±3,0 0,29
Þvermál vinstri gáttar (mm) 34,3±4,0 35,0±4,0 0,23
Þykkt sleglaskila í hlébili (mm) 11,8±1,4 11,7±1,4 0,72
Þykkt bakveggs vinstri slegils ( 11,4±1,5 11,3±1,3 0,70
hlébili (mm)
EF (%) 63±7 63 ±7 0,90
Hjartalínurit
Fyrri rannsóknir hafa sýnt að stór hluti íþróttamanna er með
óeðlilegt hjartalínurit.11'13 Skilmerki við mat á hjartalínuritum
íþróttamanna eru endurskoðuð reglulega. Nokkur munur er á
leiðbeiningum Evrópsku hjartalæknasamtakanna hvað þetta
varðar frá 2005 annars vegar og 2010 hins vegar. í rannsókn okkar
voru 53% knattspyrnumanna með óeðlilegt hjartalínurit, sé tekið
mið af skilmerkjunum frá 2010. Þetta er hærra en í rannsókn sem
notaði sömu skilmerki14 og öðrum eldri rannsóknum sem notuðu
eldri skilmerki.711-12 Þetta hlutfall er hærra en Pelliccia og félagar5
sýndu fram á (14%) en þeir notuðu staðla frá 2005 fyrir hjartalínu-
ritin, ólíkt því sem fyrri rannsóknir höfðu gert. Meginbreytingin
í stöðlunum frá 2010 er að stærð QRS-útslaga er ekki flokkuð sem
frávik. Hafa rannsóknir byggðar á þeim sýnt lægra hlutfall óeðli-
legra hjartalínurita.14
Ástæðan fyrir hærra hlutfalli óeðlilegra hjartalínurita í okkar
rannsókn en í rannsókn Pelliccia og félaga (2000) og rannsókn
Weiner og samstarfsmanna frá 2010 getur verið að sá hópur sem
rannsókn okkar tekur til samanstendur bara af körlum. Karlar
eru líklegri til að hafa óeðlileg hjartalínurit5 og því mætti ætla að
hlutfallið yrði hærra í þessari rannsókn því hinar rannsóknirnar
náðu einnig til kvenna. Einnig náði rannsóknin til íþróttagreina
sem sennilega eru ekki jafn krefjandi líkamlega og knattspyrnan
er. Þá samanstendur hópurinn sem við rannsökuðum af íþrótta-
mönnum í fremstu röð, en tíðni óeðlilegra hjartaiínurita er gjarn-
an há í slíkum hópum.5
Marktækur munur var á aldri þeirra sem greindust með óeðli-
legt hjartalínurit miðað við þá sem greindust með eðlilegt hjarta-
línurit, ef tekið er mið af 2005-skilmerkjunum, en munurinn er
ekki tölfræðilega marktækur ef 2010-skilmerkin voru notuð. Einn-
ig kom fram að R- eða S-útslag var hærra hjá yngri leikmönnum
borið saman við eldri leikmenn. Þetta hefur ekki verið sýnt fram
á í öðrum rannsóknum svo vitað sé. Þessar niðurstöður benda til
þess að hjartarit sé líklegra til að vera falskt óeðlilegt hjá yngri
leikmönnum en þeim sem eru eldri.
LÆKNAblaöið 2013/99 285