Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 36
UMFJÖLLUN O G GREINAR hef tryggt fjármagn bæði frá innlendum og erlendum aðilum til rannsókna næstu þrjú árin svo ég get alls ekki kvartað. Fyrir þessa fjármuni get ég byggt upp rann- sóknateymi með þátttöku doktorsnema, lífeindafræðings, tölfræðings og annarra vísindamanna. Einnig hef ég hafið sam- vinnu við aðra vísindamenn hérlendis." Mergæxli er sjaldgæf tegund krabbameins Rannsóknir Sigurðar Yngva hafa einkum beinst að mergæxli, multiple myelotria, sem hann segir fremur sjaldgæfa tegund krabbameins. „Nýgengið er um 6 af hverjum 100 þúsund íbúum, svo hér á íslandi greinast um 20 tilfelli á ári. Algengustu fylgikvillar eru beinverkir, blóðleysi, hækkun á kalki og nýrna- skemmdir. Þar til fyrir um 20 árum voru lífslíkur sjúklinga eftir greiningu 2-3 ár. Ég leyfi mér hinsvegar að fullyrða að á síðustu 15 árum hafa hvergi orðið jafn miklar framfarir í meðhöndlun og tilkomu nýrra lyfja eins og beinmergskrabbameins. Þó sjúkdómurinn sé ennþá ólæknandi þá hafa horfur sjúklinga stórbatnað og líf- tími þeirra lengst til muna. Þetta stafar að mestu leyti af þremur nýjum lyfjum með nýja verkunarmáta sem nú eru notuð og fleiri ný lyf eru alveg við það að detta inn á markaðinn sem lofa mjög góðu." Rannsóknir Sigurðar Yngva eru far- aldsfræðilegar og byggja á notkun stórra heilbrigðisgagnagrunna frá Svíþjóð og Bandaríkjunum þar sem horfur sjúklinga með mergæxli eru metnar, hvernig þær hafa breyst og forspárgildin einnig. „Tengsl klínískrar vinnu við rannsókn- irnar eru mjög mikilvæg. í klíníkinni sér maður til að mynda fylgikvilla sjúkdóma sem ekki hafa verið mikið rannsakaðir. Þannig hef ég reynt að nota faraldsfræðina til að meta áhugaverð fyrirbæri og áhrif þeirra á horfur og þannig birta niður- stöður til dæmis um hvernig mergæxlis- sjúklingum reiðir af. Svo hef ég reynt að halda áfram með áhugaverðar niðurstöður úr faraldsfræðirannsóknunum og sökkva mér dýpra inn í verkunarhætti, til dæmis áhrif erfða og annarra þátta." Annað sem Sigurður Yngvi og sam- starfsfólk hans hefur beint sjónum sínum að er að rannsaka forstig mergæxlis en það er mun algengara en sjúkdómurinn sjálfur. „Ef við tökum aldurshópinn yfir 50 ára þá eru um 3% með forstigið en aðeins örfáir fá síðan sjúkdóminn. Ein þeirra rannsókna sem við erum að gera núna er að greina forstig mergæxla úr blóðsýnum úr stóru öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Fyrstu niðurstöður benda til þess að þetta hlutfall forstigseinkenna sé hið sama hjá íslend- ingum og annars staðar og vegna þess hve ítarlega er búið að rannsaka þessa einstak- linga sem hluta af stóru rannsókninnni, gefst einstakt tækifæri til að meta ýmsa áhættuþætti, fylgikvilla og horfur hjá þessum einstaklingum borið saman við einstaklinga án forstigsins. Þannig nota ég forstigið sem módel til að skilja betur mergæxli og þætti tengda því." Mikiivægt að nýta sérstöðu okkar Annar þáttur rannsókna Sigurðar Yngva beinist að ættlægni blóðsjúkdóma og hefur hann hafið samstarf við Islenska erfðagreiningu. „Til þess að auka skilning okkar á sjúkdómnum er mjög mikilvægt að kortleggja arfgengi hans. Líkurnar á því að afkomandi í fyrsta lið fái sjúkdóm- inn ef hann hefur greinst í öðru foreldri eru tvöfalt meiri en ella. Það er þó mikil- vægt að leggja áherslu á að þar sem sjúk- dómurinn er svo sjaldgæfur eru líkurnar enn mjög litlar þó þær tvöfaldist. Þetta er áhugavert út frá vísindalegu sjónarmiði en ekki áhyggjuefni fyrir einstaklinga eða ættingja þeirra." Sigurður Yngvi segir ótrúlega mikil- vægt starf unnið á vegum Hjartaverndar og íslenskrar erfðagreiningar. „Rann- sóknir þeirra eru ómetanlegar og líklega er hvergi annars staðar til sambærilegur banki heilsufarsupplýsinga og erfðafræði- þekkingar. Hjá báðum þessum fyrirtækj- um er verið að nýta sérstöðu íslands til vísindarannsókna á frábærlega jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Það er ýmislegt sem við getum ekki gert eins vel og aðrar þjóðir vegna smæðarinnar og fámennisins en þetta á sér líka ótvíræða kosti bæði hvað varðar faraldsfræðilegar rannsóknir og erfðafræðirannsóknir. Þarna er um breiðara samstarf að ræða á sviði blóðsjúk- dóma og gríðarlega spennandi að sökkva sér í rannsóknir á erfðum þeirra." Sigurður Yngvi segir að hann vonist til að byggja upp rannsóknahóp á næstu þremur árum sem muni festast í sessi sem öflugt teymi á þessu sviði. „Forsendurnar eru allar til staðar og það er nú einu sinni þannig að við hverjar nýjar niðurstöður kvikna fleiri áhugaverðar spurningar sem spennandi er að leita svara við." Er ráðstefna framundan? Alhliða skipulagning ráðstefna og funda Engjateigur 5 1105 Reykjavík | 585-3900 | congress@congress.is | www.congress.is REYKJAVIK 308 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.