Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 21
Ú R PENNA STJÓRNARMANNA LÍ
Lífsgæöi og læknislist
Salome Ásta
Arnardóttir
er heimilislæknir á
heilsugæslustöðinni í
Lágmúla í Reykjavík
Salome'Shglagmuli.is
Nú hef ég heyrt í hrossagauk á þessu vori,
hann er minn vorboði. Hrossagaukurinn
býr til hljóðin sín með vængjunum og
honum fylgja álög. í fyrsta sinn sem ég
heyri í honum á hverju vori hugsa ég til
ömmu minnar og tek eftir úr hvaða átt
hljóðið kemur. I suðri sælugaukur, vestri
viskugaukur, í austri auðnugaukur. Ef
við heyrum hann fyrst í norðri er hann
námsgaukur, uppi auðsgaukur og niðri
nágaukur. Áttir hrossagauksins eru sex
og saman eru þær innhaldslýsing lífsfyll-
ingarinnar. Skömmu áður en ég heyrði
vorhnegg hrossagauksins heimsótti ég
Hannesarholt við Grundarstíg. Þar heyrði
ég Pál Skúlason tala um hamingjuna
sem hann hugsar á svipuðum nótum og
hrossagaukurinn. Hann segir helstu þætti
hamingjunnar vera vellíðan, farsæld, gæfu
og gleði. Vellíðanin og sælan í því að fá
það sem maður þráir, viskan sem leiðir
af sér farsæld í lífi og skyldustörfum og
auðnan í gæfunni sem manni er gefin og
svo bætir hann við gleði yfir sköpun og
framkvæmd.1 Grunnur hamingjunnar
segir hann að sé þjónusta við aðra, það að
gefa af sér til samfélagsins, vera til gagns.
Þrá eftir tilgangi verður helst mætt með
því að gefa. Maður skyldi halda sam-
kvæmt þessu að starf í heilbrigðisþjónustu
væri uppskrift að hamingju. En hamingjan
smitast víst ekki eins og fuglaflensan frá
hrossagauk til manna. Það er hamingja að
fá að vinna við það sem þú elskar og fyrir
þá sem þér þykir vænt um eins og Iona
Heath formaður bresku heimilislækna-
samtakana sagði í ræðu í Edinborg 2012.2
Væntumþykjan, ásamt forvitninni, gerir
okkur áhugasöm um náungann, sem er
einmitt það sem skjólstæðingarnir óska
sér. Heilbrigðisstarfsfólk stendur aldrei
frammi fyrir verkefnum sínum eins og þau
séu vélræn úrlausnarefni eða gátur sem
þarf að leysa, í verkefnum okkar allra er
fólgin samvera með mannlegri þjáningu
sem lætur engan heilvita starfsmann
ósnortinn. Ákvarðanir yfirvaldsins hafa
þó talsverð áhrif á þessa væntumþykju og
geta bæði styrkt hana og veikt.
Undanfarna mánuði hefur talsvert
borið á óánægju heilbrigðisstarfsfólks.
Jafnvel svo að fjölmiðlar hafa miðlað
áhyggjum af afdrifum heilbrigðis á íslandi
vegna óánægju og fólksflótta úr landi.
Umræðan snýst um laun, í samanburði
við önnur lönd, um aðstöðu og vinnuálag,
um langt gengnar hagræðingar sem flutt
hafa verkefnin á of fáar hendur, um illa
viðhaldið húsnæði og tækjakost, um
slæman aðbúnað sjúklinga, um valdaleysi
starfsfólks sem í velvilja sínum vill gera
vel og ganga sátt frá sínum vinnudegi en
hefur ekki völd eða peninga sem þyrfti.
Starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar er mjög
meðvitað um grunnímyndir heilbrigðis-
þjónustunnar, sem er umhyggja, fræðsla
og það að allir eiga rétt á þjónustu. Við
sinnum öllum sem á þurfa að halda, bæði
breyskum og félausum, því þannig viljum
við að samfélagið sé.
Valdhafar þurfa að stíga varlega til jarð-
ar því valdboð skapar mótstöðu hjá mann-
eskjum og starfsmenn sjá ekki ástæðu til
að hlýða valdi eða sýna því tryggð þegar
þeir upplifa ekki virðingu né að þeim sé
sýnt traust sem sjálfstæðu fagfólki. Það er
alveg sama hvað vinna að velferð annarra
er mikil lífsgæði, kröpp kjör draga úr
hamingjunni. Ef sparnaðurinn og pen-
ingaleysið er þvílíkt að það er ástæða til að
óttast um heilsufar íslendinga þá er hætta
á að það komi niður á öllum þáttum sam-
félagsins, ekki bara lífsgæðum starfsfólks
heilsunnar. Heilbrigðiskerfið er flagg-
skip velferðarkerfisins, og til sanns vegar
má færa að það sé einn af hornsteinum
lýðræðisins. Heilsufagið snýst ekki bara
um heilbrigði og lífslíkur, það snýst um
að byggja samfélag þar sem manneskjur
skynja að valdhöfum finnist að velferð
þegnanna skipti þá máli. Á ekki ríkið
fyrst og fremst að bera hag þegnanna fyrir
brjósti? Er til alvöru lýðræði án velferðar?
Eftir þungan vetur kemur vor og
hrossagaukur á ný sem við vonum að verði
ekki nágaukur að þessu sinni. Við þurfum
að kenna valdhöfum að bera virðingu fyrir
heilbrigðisfaginu. Halda því til streitu að
við tökum ábyrgð, ekki bara faglega heldur
líka á rekstri og samvinnu. Verum stolt
af að vera starfsmenn umhyggjunnar og
í samvinnu við allt starfsfólk í þessu kær-
leikans kerfi sem heilbrigðiskerfið er.
Heimildir:
1. Páll Skúlason (1989). Pælingar II, Háskólaútgáfan, Reykja-
vík 1989.
2. Heath I (2012). Love's Labours Lost Michael Shea
Memorial Lecture, Edinburgh, September 2012. http://
www.internationalfuturesforum.com/u/cms/Iona_
Heath_Lecture2012.pdf - maí 2013
Stjórn LÍ
Þorbjörn Jónsson, formaður
Orri Þór Ormarsson, varaformaður
Magnús Baldvinsson, gjaldkeri
Salome Á. Arnardóttir, ritari
Björn Gunnarsson
Guðrún Jóhanna Georgsdóttir
Magdalena Ásgeirsdóttir
Þórarinn Ingólfsson
Þórey Steinarsdóttir
I pistlunum Úrpenna sljórnarmanna U birta þeir sinar eigin
skoðanir en ekki félagsins.
LÆKNAblaðið 2013/99 293