Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 27
UMFJÖLLUN O G GREINAR Herbergin eru rúm- góð og vel búin. það segir sína sögu um hverja trú íslenska læknastéttin hefur á gildi meðferðarinnar hér að um helmingur starfandi lækna á Is- landi vísar sjúklingum sínum til okkar. Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga ís- lands felst í því að greiða fyrir meðferð en dvalargestir borga sjálfir fyrir gistinguna. Það verð er síðan misjafnt eftir því hvernig herbergi er um að ræða og hleypur frá 33 þúsundum á viku til 62 þúsunda. í mörgum tilfellum greiða sjúkrasjóðir stéttarfélaga hluta af þeim kostnaði. Auk þessa fjölda eru alltaf einhverjir sem koma alfarið á eigin vegum til styttri heilsudvalar eða til að sækja námskeið. Þessi hópur fer stækkandi og eftirspurn erlendis frá er einnig vaxandi. Starfsmenn eru yfir 100, helmingur þeirra er heilbrigðismenntaður og við leggjum mikla áherslu á faglega meðferð á öllum sviðum. Hér starfa, auk lækna og hjúkrunarfræðinga, sálfræðingar, sjúkraþjálfarar, sjúkranuddarar, íþrótta- kennarar, næringarfræðingur, nálastungu- fræðingur og sjúkraliðar." Viðmót starfsfólks gagnvart dvalar- gestum er hluti af þeirri heildrænu nálgun að meðferð sem Haraldur lýsir. „Frá því að dvalargestur kemur hingað inn er öll áhersla lögð á að hann upplifi jákvætt og Haraldur Erlendsson forstjóri og yfirlæknir Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags íslands Haraldur Erlendsson útskrifaðist frá læknadeild Háskóla íslands árið 1985. Hann vann við afleysingar á heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði á árunum 1977-85, fyrst sem vaktmaður, síðan gekk hann í störf hjúkrunarfræðinga og þá sem læknir. Hann starfaði í fimm ár á Borgar- spítalanum, meðal annars við endurhæf- ingu og taugalækningar á Grensásdeild, auk þess sem hann starfaði á lyfjadeild spítalans. Haraldur nam taugalækningar við Lundúnaháskóla árin 1991-1992. Eftir að hann kom heim starfaði Flaraldur í fimm ár við heimilislækningar víða á lands- byggðinni. Hann var héraðslæknir á Þingeyri þegar snjóflóðin féllu á Flateyri árið 1995. í kjölfarið fór hann að kynna sér sálfræðilegar meðferðir við áföllum og leiddi það til náms í geðlækningum í Bretlandi. Haraldur lauk meistaranámi í geð- lækningum við Lundúnaháskóla árið 2001 og hefur starfað sem sérfræðingur í geðlækningum í Bretlandi síðan þá, meðal annars á réttargeðdeildum síðustu árin. Hann varð fullgildur meðlimur Konunglega breska geðlæknafélagsins árið 2000 og hefur verið virkur í starfi hóps innan félagsins sem hefur áhuga á andlegum og trúarlegum þáttum í heilsu sjúklinga. Haraldur hefur sérhæft sig frekar í ýmsum meðferðum við áföllum og skyldum vandamálum, til að mynda ýmsum aðferðum í dáleiðslu. Auk þess lærði hann nálastungulækningar. Hann var yfirlæknir einkasjúkrahúss í York- skíri á árunum 2006-2009. Haraldur er giftur Svanhildi Sigurðardóttur mynd- höggvara. Þau eiga saman þrjú upp- komin börn. LÆKNAblaðið 2013/99 299

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.