Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 28
UMFJÖLLUN O G GREINAR / mnisundlauginni er kennd vatnsleikfimi og hreyfiþjálfun. I /, vingjarnlegt viðmót. Þetta á við um allt starfsfólk stofnunarinnar og okkur hefur tekist að skapa mjög jákvætt og hvetjandi andrúmsloft." Undir þetta taka þeir dvalargestir sem blaðamaður hitti á rölti sínu um stofnunina. Sögðu þeir viðmót starfsfólks einstaklega þægilegt og dagskráin sniðin að þörfum hvers og eins með eftirfylgni og alúð. Eflaust eru margir í sömu sporum og blaðamaður að hafa fremur takmarkaða hugmynd um starfsemi Heilsustofnunar, sem sumpart er mótuð af gömlum og al- gjörlega úreltum hugmyndum og þá ekki síst hvað varðar mataræði. Sannleikurinn er sá að í mötuneyti Heilsustofnunarinnar er að finna nánast allt sem góðan matseðil prýðir fyrir utan kjötvörur. Grænmeti, baunir, ávextir, fiskur, kornmeti, mjólkur- vörur og egg eru uppistaðan í matseðl- inum. Salt er mjög takmarkað og hvítur sykur og hvítt hveiti eru á bannlista. Hráfæðiskostur er í undirbúningi en eftir- spurn hefur aukist eftir þeim möguleika í mataræði. Þeir segja undantekningu ef kvartað er yfir matnum en það segi sína sögu að stór hópur fastagesta kaupi sér mat í matsal Heilsustofnunar þó þeir dvelji þar ekki. „Þetta er alls konar fólk sem veit að hér er ódýr og góður matur í boði." „Við erum vissulega að berjast svolítið við þessar gömlu hugmyndir fólks um starfsemina en það sem skiptir verulegu máli er að íslenskir læknar eru flestir vel með á nótunum um hve fagleg starfsemin er sem hér fer fram. Eflaust má samt gera betur í kynningu og ímyndarsköpun stofnunarinnar," segir Ingi Þór. Haraldur segir að læknisfræðileg stefna stofnunarinnar mótist að talsverðu leyti af bakgrunni yfirlæknisins hverju sinni og sjálfur segist hann aðhyllast heildræna nálgun bæði til líkama og sálar. „Ég vildi mjög gjarnan að fólk gæti leitað hingað til þess að rækta anda sinn, leita að merkingu, endurskoða gildismat og verðmætamat í lífinu, velta fyrir sér til- vistarspurningum og hugleiða á jákvæðan hátt fyrirbæri eins og öldrun og dauða en þetta á fyrir öllum að liggja. Þetta skiptir verulegu máli og hingað kemur oft fólk sem stendur á krossgötum í lífi sínu eftir líkamleg eða andleg áföll. Við þurfum að geta mætt því með gagnlegri meðferð." Sérhæfð þjónusta fyrir læknastéttina Á Heilsustofnuninni eru fimm meðferðar- línur í boði að sögn Haraldar. „Öldrunar- lína sinnir öldruðum eins og áður var nefnt og árangur af henni er ótvíræður. Færnilína byggir á sjúkraþjálfun að miklu leyti og miðast við sjúklinga sem koma í endurhæfingu eftir aðgerðir af ýmsu tagi. Heilsueflingarlína miðast við þarfir einstaklinga sem eru að ná kröftum eftir krabbameinsmeðferð, síþreytu, vöðva- bólgur og þarf að auka hreyfingu mjög rólega. Verkjalína leggur áherslu á með- ferð við verkjum og byggir á líkamlegri meðhöndlun og andlegri þjálfun með gjör- hygli. Stuðningslína er ætluð þeim sem glíma við kvíða og þunglyndi, langvinna streitu og kulnun, eða eru að jafna sig eftir áföll í lífi sínu. Samspil hreyfingar og gjörhygli hefur einnig skilað mjög góðum árangri og það er veruleg eftirspurn eftir þessari meðferðarlínu. Vissulega skarast þörf einstaklinganna á milli meðferðarlína og við leggjum okkur fram um að sníða meðferðina að þörfum hvers og eins." Eina nýjung nefnir Haraldur í þjónustu stofnunarinnar sem er ætlað að koma til móts við lækna sérstaklega. „Ég sótti þing í Dublin á írlandi í apríl sem fjallaði um heilsuþjónustu fyrir lækna. Þetta er mjög mikilvægt verkefni sem læknastéttin er að gera sér æ betur grein fyrir. Læknar eru viðkvæm stétt og þeir forðast að sækja sér hjálp, sem hljómar eins og þversögn en er engu að síður satt. Við höfum mikinn áhuga á að bjóða sérhæfða þjónustu fyrir lækna sem þjást af streitu og/eða kulnun eða hafa orðið fyrir einhvers konar áföll- um í starfi eða einkalífi. Lykilatriði í þessu er að skráning upplýsinga og aðgangur annarra lækna að þeim sé mjög takmörk- aður og lokaður öðrum starfsmönnum. Við höfum séð þann möguleika að tengja þetta við námsleyfisréttindi lækna þar sem þeir geta komið hingað í námsleyfi, kynnt sér þjónustuna en um leið nýtt sér hana að svo miklu leyti sem þeir telja sig þurfa og kæra sig um. Við höfum fjórar vel búnar íbúðir þar sem læknar geta verið útaf fyrir sig og stjórnað því algerlega sjálfir hversu mikið þeir blanda geði við aðra dvalargesti. Þetta myndi gagnast okk- ur sem leið til að kynna starfsemina fyrir læknastéttinni en um leið nýtast þeim sjálfum. Við erum núna að skoða þetta og móta áður en við kynnum þetta formlega fyrir samtökum lækna." 300 LÆKNAblaðið 2013/99 i

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.