Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 40
UMFJÖLLUN O G GREINAR Aðbúnaði víða ábótavant og meðferð vanvirðandi ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Á ráðstefnu Háskólans í Reykjavík og Rauða krossins um flóttamenn og pynd- ingar sagði Pétur Hauksson geðlæknir frá reynslu sinni af starfi í nefnd á veg- um Evrópuráðsins sem hefur það hlut- verk að fylgjast með hvort ómannúðleg meðferð og/eða pyndingar eigi sér stað í aðildarlöndum. Pétur átti sæti í nefndinni fyrir Islands hönd í tólf ár en einn nefndarmaður á sæti í nefndinni frá hverju hinna 47 aðildarríkja sem hafa lögfest Sáttmála um varnir gegn pyndingum eða ómannlegri eða vanvirð- andi meðferð eða refsingu, eins og hann heitir fullu nafni. Það er því réttara að tala um stofnun á vegum Evrópuráðsins fremur en nefnd, en nefndin hefur aðsetur í Strass- borg og hefur á að skipa fjölmennu starfs- liði. Á hverju ári fara sendinefndir á vegum nefndarinnar í skoðunarferðir til nokkurra aðildarlanda, kynna sér aðbúnað á lög- reglustöðvum, geðsjúkrahúsum, vistheim- ilum, fangelsum, unglingaheimilum og flóttamannabúðum, ræða við fólk sem þar dvelur og skilar síðan skýrslu til stjórnvalda um ástand og hvort reglur um mannúðlega meðferð og aðbúnað séu brotnar. Pyndingar, ómannúðleg og vanvirðandi meðferð „Tilgangurinn er að komast að því hvort ómannúðleg meðferð eða pyndingar eiga sér stað og nefndin hefur leyfi til að ræða við fólk sem svipt hefur verið frelsi sínu án viðveru eða afskipta starfsmanna viðkom- andi stofnunar. Skýrslur nefndarinnar til viðkomandi stjórnvalda eru trúnaðarmál þar til stjórnvöld ákveða að birta þessar upplýsingar. Öll ríkin hafa birt a.m.k. eina skýrslu og sum leggja metnað sinn í að birta skýrslurnar sem allra fyrst, en þó eru nokkur sem þráast við og og vilja ekki að sannleikurinn komi í ljós, birta helst ekki skýrslur nefndarinnar og fara ekki að ráð- leggingum um bættan aðbúnað og betri meðferð." Pétur segir að ómannúðleg meðferð og pyndingar í Evrópulöndum séu sjaldnast af þeim miðaldakennda toga sem fólk sér gjarnan fyrir sér. „Oftar er um að ræða slæma og ómannúðlega meðferð á fólki sem svipt er frelsi sínu af ýmsum ástæð- um. Þriðja grein mannréttindasáttmála Evrópu bannar ekki einungis pyndingar heldur alla ómannúðlega og vanvirðandi meðferð á fólki. Hlutverk nefndarinnar er að gæta þess að aðildarlöndin fari eftir þessari grein sáttmálans. Frá þessari grein sáttmálans eru engar undanþágur eða undantekningar. Bannið er því algjört en því miður verður að segjast að sendi- nefndir nefndarinnar hafa nánast alls staðar fundið eitthvað sem stangast á við þessa grein, hvað varðar slæman aðbúnað og vanvirðandi meðferð á fólki. Ég nefni sem dæmi að á Norðurlöndunum tíðkast enn að fjötra geðsjúkt fólk niður í rúmum sínum dögum saman, jafnvel svo vikum eða mánuðum skiptir. Þetta er klárt brot á þriðju greininni og nefndin hefur ítrekað gert mjög alvarlegar athugasemdir við þessa valdbeitingu gagnvart sjúklingum á geðdeildum. I Danmörku er nýlega búið að samþykkja nýja geðheilbrigðislöggjöf sem hefur það meginmarkmið að draga úr nauðung á geðdeildum, en þrátt fyrir það eru skýrar upplýsingar um að þetta viðgangist enn í verulegum mæli og hefur ekkert dregið úr því. Þetta á reyndar ekki við um ísland þar sem slíkt er bannað og hefur ekki tíðkast en hluti skýringarinnar er fólginn í því að hér eru geðsjúkir ekki sviptir sjálfræði sínu jafn ótæpilega og á hinum Norður- löndunum. Nauðungarinnlögn fylgir gjarnan frekari nauðung. Reyndar eru sjálfviljugir sjúklingar einnig fjötraðir, og eru því í raun nauðugir viljugir. " Getum horft til baka án þess að hneykslast Annað dæmi frá fyrirmyndarríkinu Nor- egi er að sögn Péturs aðbúnaður gæslu- varðhaldsfanga. „Þeir eru vistaðir dögum saman í klefum á lögreglustöðvum sem gerðir eru fyrir 12 tíma hámarksvistun og það er klárt brot á reglum um aðbúnað og mannúðlega meðferð. " Sendinefnd hefur nýlega gert úttekt á ástandi þessara mála á íslandi og skilað skýrslu sinni til íslenskra stjórnvalda. „Ég tók ekki þátt í þeirri vinnu þar sem sú regla gildir að nefndarmenn taka ekki þátt í rannsókn á ástandi í sínu heima- landi. íslensk stjórnvöld hafa ekki opin- berað skýrsluna ennþá en ég geri ráð fyrir að í henni séu athugasemdir um sitthvað sem betur megi fara þó ástandið hér sé allgott miðað við ýmis önnur Evrópulönd. Ástandið er þó sýnu verst eftir þvi sem austar í álfuna dregur og þar eru yfirvöld líka tregust til úrbóta." Hingað til íslands hefur sendinefnd komið þrisvar sinnum á undanförnum tveimur áratugum og segir Pétur að langur tími milli heimsókna sé til marks um að ástandið sé almennt talið tiltölu- lega gott hérlendis. Sum lönd eru undir árlegu eftirliti en Pétur nefnir að í fyrstu heimsókn nefndarinnar hingað árið 1993 hafi aðbúnaður fanga og meðferð þeirra í Síðumúlafangelsinu og Hegningarhúsinu verið harðlega gagnrýnd. „Hið fyrrnefnda var rifið í kjölfarið og nefndinni var lofað nýju fangelsi sem átti að taka í notkun 1998. Það er pínlegt að nefndin þurfi nú aftur að ítreka mikilvægi þess að standa við loforðið." Pétur segir nýlega umræðu um meðferð og aðbúnað sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vera þarfa áminningu til íslenskra yfirvalda um að stöðugt þurfi að fylgjast með hvernig í pottinn sé búið. „Hugsanlega eru atriði í nýjustu skýrslu 312 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.