Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 39
UMFJOLLUN O G GREINAR ætluð er til meðhöndlunar á þrálátum sárum og heitir hún MariGen Wound. Kerecis gerði nýlega fyrsta sölusamning sinn erlendis og er MariGen Wound varan nú seld á Bret- landi og í Mið-Austurlöndum. Þrálát sár eru vaxandi vandamál á heimsvísu. Mjög stór hópur fólks er með þrálát sár og eru t.d. meira en 34 millj- ónir krónískra sára meðhöndluð á hverju ári. Tíðni þrálátra sára á íslandi er svipuð og annars staðar í heiminum en um 0,6% fullorðinna einstaklinga yfir 70 ára hafa þrálát fótasár. Algengustu sárin eru bláæðasár og svo sykursýkis- og slag- æðasár (Guðbjörg Pálsdóttir, 2010). Þessar gerðir sára er mjög erfitt að meðhöndla og getur meðferðartíminn verið nokkur ár sem endar oft með að nema þarf gangliminn brott. MariGen Wound var fyrst notað á Sáramiðstöð Land- spítala-Háskólasjúkrahúss og í gegnum prófanir hefur verið sýnt fram á góða virkni vörunnar. Fótasár sem höfðu verið til staðar og ekki svarað hefðbundinni meðferð í yfir fjórar vikur eða lengur gréru til að mynda eða bötnuðu til muna þegar þau voru meðhöndluð með MariGen Wound. Vegna eðlis þrálátra sára koma oft upp sýkingar og því eru sýklalyfjameðferðir tíðar. Á meðan á notkun MariGen Wound stóð dró úr sýklalyfjanotkun, sem er mjög jákvætt þar sem sýklalyfjaónæmi er að aukast í heiminum. Yfir 100 sjúklingar hafa nú verið meðhöndlaðir með Mari- Gen Wound og hafa ekki komið upp neinar hliðarverkanir. Kremin Kerecis hefur ekki einungis fengist við þróun á stoðefnum unnum úr roði heldur einnig þróað línu af meðhöndlunar- kremum sem innihalda meðal annars Omega3 fjölómett- aðar fitusýrur og markaðssett eru undir nafninu MariCell. Meginvirkni MariCell kremanna snýr að styrkingu á efnum sem eru á milli frumanna í hyrnislagi húðarinnar (efsta lagið). MariCell Footguard kremið er fyrir ofurþurra fætur, oft með sprunginni húð. Kremið inniheldur sýru sem mýkir sigg og efstu lög húðarinnar þannig að Omega3 fitusýrurnar eiga greiða leið inn í húðina til að styrkja og næra milli- frumuefni hyrnislagsins. MariCell Psoria kremið er fyrir húð með einkenni psorí- asis eða annarskonar hreistursmyndun. Kremið inniheldur sýru sem losar hreistrið af og eykur gegndræpni húðarinnar þannig að Omega3 fitusýrurnar eiga greiða leið inn í hana. Omega3 fitusýrurnar afspenna húðina og draga úr kláða ásamt því að auka vatnsbindigetu húðarinnar. MariCell Xma er fyrir þunna og bólgna húð með einkenni exems. í þunnri og bólginni húð hefur náttúrulegt millifrumuefni húðarinnar gefið eftir þannig að húðin er gegndræp og móttækileg fyrir Omega3 fitusýrunum sem hjálpa til við að minnka gegndræpnina og endurskapa rakabindigetu húðarinnar. MariCell Smooth er fyrir húð með rakstursbólur og húð- nabba (keratosis pilaris). Kremið inniheldur sýru og örlítið magn af Omega3 sem mýkir efsta lag húðarinnar þannig að hár vaxa auðveldar í gegnum hana og raksturstbólur myndast síður. Á Calculation Tool FRAX® WHO Fracture Risk Assessment Too! Pln«« answor ttw quMtxvw tMtmv to caicutata the tan yMr pratMbity of tr»ctur» wth BMO. Questionnaire: J. waght(tg) <• twghttan) ONN OIM V*«»» ©NO OT« @M0 Qt« @NO OY« ©No Qfm ©No Qym X un*tfð«r ©Nd 0»« ©(0/0^) SK Whiflht Conversion Haight Convercion 00000054 MauM>>«»acu«n>t •uðira iu Arajcn Risk factors For tho cSmcol r»k factor* a yes or no resporae m asked far. V tha fietö m faft btank. then a *no* response m aaaumed Sea afeo notee on nek Ahættureiknir fyrir líkur á beinbrotum FRAX er heiti á áhættureikni fyrir beinbrot sem Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin hefur þróað. Hann hefur verið notaður um nokkurt skeið víða um lönd og reynslan af honum er það góð að nú hefur verið ráðist í að laga hann að ís- lenskum aðstæðum. Er hægt að nálgast hann á vefnum fólki að kostnaðarlausu. í þessum áhættureikni er hægt að reikna út líkur á því að viðkomandi verði fyrir bein- broti á næstu tíu árum, annars vegar mjaðmarbroti (broti á lærleggshálsi, lærhnútubroti) eða á hinn bóginn einhverju af fjórum helstu beinþynningar- brotunum: á framhandlegg, upphandlegg, samfallsbroti á hrygg eða mjaðmarbroti. FRAX-reiknivélin byggist á mörgum stórum framsæjum hóprannsóknum á beinbrotum og öðrum áhættuþáttum sem sumir hverjir tengjast beinþynningu en einnig óháð henni. Við íslenskun hennar voru nýgengistölur fyrir við- komandi beinbrot unnar upp úr beinbrotaskráningu meðal kvenna og karla eldri en 40 ára sem tóku þátt í hóprannsókn Hjartverndar. I frétt frá Hjartavernd segir að FRAX-reiknivélin reikni lík- ur á beinbroti á næstu tíu árum sem prósentu. Þar er hins vegar vitnað til höfunda líkansins sem leggja á það mikla áherslu að niðurstöðurnar ráði því ekki hver verður settur á meðferð og hver ekki. Það verði áfram háð ráðleggingum lækna og vilja einstaklingsins. Þeir benda einnig á að í mörgum löndum hafi verið samdar leiðbeiningar um meðferð við beinbrotum sem byggjast á áliti sérfræðinga en styðjast víða einnig við heilsuhagfræðileg viðmið. Slíkt hefur ekki verið gert fyrir ísland ennþá. Mikil notkun FRAX-reiknivélarinnar bendir þó til að útreiknuð heildar- áhætta á alvarlegu beinbroti gagnist vel við klínískt mat. FRAX-reiknivélina er að finna á vefslóðinni http:// www.shef.ac.uk/FRAX/index. aspx þar sem áframhaldið er: Áhættureiknir > Evrópa > ís- land. LÆKNAblaöið 2013/99 311

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.