Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 41
UMFJÖLLUN O G GREINAR íslensk stjórnvöld hétu því að byggja nýttfangelsi árið 1998. „Það er pínlegt að nefndin þurfi nú aftur að ítreka mikilvægi þess að standa við loforðið," segir Pétur Hauksson geðlæknir. nefndarinnar til íslenskra stjórnvalda þess eðlis að eftir 10-20 ár verður hneykslast á því hvernig þetta var látið viðgangast. Fáir hneyksluðust á meðferð sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu meðan á því stóð á 8. áratug síðustu aldar. Af því má draga nokkurn lærdóm." Þrátt fyrir athugasemdir nefndarinnar til stjórnvalda á Norðurlöndunum og í Vestur-Evrópu hefur meginþungi starfs- ins beinst að löndum þar sem vitað er að pyndingar hafa viðgengist athugasemda- laust um árabil. „Það hefur náðst mjög mikill árangur í landi eins og Tyrklandi þar sem pyndingar og mjög slæm með- ferð í fangelsum þótti ekki tiltökumál fyrir nokkrum árum. Á geðspítölum voru raflækningar veittar þar án svæfinga eða vöðvaslakandi lyfja þar til fyrir fáum árum. Þetta hefur gerbreyst og yfirvöld hafa bókstaflega snúið við blaðinu og tekið athugasemdir nefndarinnar mjög alvar- lega. Rússland er aftur á móti dæmi um land þar sem yfirvöld hafa lítið gert með athugasemdir nefndarinnar og virðast telja sig yfir þær hafin, á sama tíma og vitað er að í fangelsum þar í landi er með- ferð fanga mjög ómannúðleg. Aðbúnaði geðsjúkra í Rússlandi og öðrum Austur- Evrópuríkjum er einnig mjög ábótavant víða og stenst engan veginn kröfur um mannúðlega meðferð." Móttökur magna upp fyrra áfall Þegar talið berst að meðferð flóttamanna f ríkjum Evrópu segir Pétur dæmið snúast að nokkru leyti við. „Þar er oft um að ræða einstaklinga sem beittir hafa verið ofsóknum, pyndingum og öðru harðræði í heimalandi sínu og flúið til annars lands. Þeir eru fangelsaðir, og ef móttökurnar eru slæmar er það vel þekkt að þeir upp- lifa það sem meira áfall en ofsóknirnar heima fyrir. Til að átta sig á þessu þarf að skilja hvað felst í áfallaröskun þar sem svona síðbúið áfall getur kallað fram og magnað áhrifin af fyrra áfalli. Það þarf því að taka á móti flóttamönnum með vel undirbúnum og sértækum hætti. Oft eru þessir einstaklingar kallaðir ólöglegir inn- flytjendur og meðhöndlaðir sem lögbrjótar en hvorttveggja er í rauninni rangt þar sem þeir eru yfirleitt hvorki ólöglegir né innflytjendur." Pétur segir að almennt þurfi að gæta vel að því hvernig rætt er við hælisleitend- ur. „Hælisleitendur verða stundum marg- saga um einstök atriði í flótta sínum en þetta er iðulega notað gegn þeim, og þeir sagðir ótrúverðugir. Þetta er hinsvegar mjög vel þekkt einkenni áfallaröskunar, þar sem minningar eru brotakenndar og einstaklingurinn á erfitt með að muna at- burðarás og segja skipulega frá. Til að átta sig á sannleiksgildi frásagnarinnar þarf því bæði fagmennsku og skilning áður en viðkomandi er hafnað á grundvelli ótrúverðugleika." LÆKNAblaðið 2013/99 313

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.