Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 42
UMFJÖLLUN O G GREINAR Horft til austur afhábungu Eyjafjallajökuls á sumardaginn fyrsta. Hámundurfyrir miðju (1666 m) og Guðnasteinn til hægri. Fundarmenn að loknum aðalfundijrá vinstri. Tómas Guðbjartsson, Ólafur Már Björnsson og Magnús Gottfreðsson. Myndin er tekin í vesturátt af Hámundi og það sést grilla ígíginn frá síðasta gosi og í Goðastein. Á fjallaskíðum á Texti: Tómas Guðbjartsson Myndir: Ólafur Már Björnsson Ahugi á útivist fer áfram vaxandi meðal landsmanna. Fátt hleður betur batteríin eftir langan vetur en góður dagur á fjöll- um. Félag íslenskra FjallaLækna (FÍFL) er nú að komast í sumarskap eftir kaldan en fallegan vetur. Um miðjan maí var farin ógleymanleg ferð frá Kvískerjum á Sveins- tind í Öræfajökli (2044 m) í fótspor Sveins Eyjafjallajökli Pálssonar læknis og náttúrufræðings. Greint verður nánar frá þeirri ferð síðar í tengslum við 100 ára afmæli útgáfu Læknablaðsins á næsta ári. Veður hefur gert FÍFLum lífið leitt s.l. haust og aftur í vor. Fyrir vikið hefur ítrekað þurft að fresta ferðum, m.a. vorferðinni, og ekkert varð af göngu á Hrútfell á Kili síðastliðið haust vegna slæms veðurs þrjár helgar í röð. Hrútfell er þó enn á sínum stað og verður lagt að velli næst haust. Verður sú ferð auglýst nánar síðar. Annars eru sumir félagsmenn komnir á fjallaskíði og hafa ýmsir jöklar sunnanlands verið lagðir að velli í vetur og vor. Eins og fram kemur á heimasíðu félagsins www.fifl.is var aðalfundur haldinn á hæsta tindi Eyja- fjallajökuls, Hámundi (1666 m), á sumar- daginn fyrsta. Fámennt var á fundinum og gengu aðalfundarstörf því óvenjuvel. Eftir stjórnarkjör var skíðað að Seljavöllum í púðursnjó með stórbrotið útsýni til sjávar. Azithromycin Actavis - 500 mg filmuhúðaðar töflur Azithromycin Actavis 500 mg filmuhúðaðar töflur.Virkt innihaldsefni: Hvertafla inniheldur 500 mg af azitrómýcini (sem tvíhýdrat). Ábendingar: Azitrómýcín er ætlað gegn eftirtöldum bakteríusýkingum af völdum örvera sem eru næmarfyrirazitrómýcíni: Bráð skútabólga af völdum baktería (greind með viðeigandi hætti), bráð miðeyrabólga (greind með viðeigandi hætti), kokbólga, eitlubólga, bráð versnun langvinnrar berkjubólgu (greind með viðeigandi hætti), væg til miðlungi alvarleg lungnabólga sem smitast utan sjúkrahúss, sýkingar í húð og mjúkvefjum sem eru vægar til miðlungi alvarlegar, t.d. hárslíðursbólga, húðbeðsbólga, heimakoma, bólga í þvagrás og leghálsi af völdum Chlamydia trachomatis, án fylgikvilla. Hafa skal í huga opinberar leiðbeiningar um viðeigandi notkun sýklalyfja. Skammtar og lyfjagjöf: Azithromycin Actavis skal gefa í einum skammti á dag. Hér á eftir er gefin upp meðferðarlengd fyrir mismunandi sýkingar. Töflurnar má taka með eða án fæðu. Töflurnar skal taka með 'h glasi af vatni. Börn oa unalinaar með líkamsþvnad vfir 45 ka. fullorðnir og aldraðir: Heildarskammturinn er 1.500 mg, gefinn sem 500 mg einu sinni á dag í 3 daga. Að öðrum kosti má gefa sama heildarskammtinn (1.500 mg) á 5 dögum, 500 mg fyrsta daginn og 250 mg á dögum 2 til 5. Ef um er að ræða bólgu í þvagrás og leghálsi af völdum Chlamydia trachomatis, án fylgikvilla, er skammturinn 1.000 mg í stökum skammti til inntöku. Börn oa unalinaar með líkamsþvnad undir45 ka: Azithromycin Actavis töflur henta ekki sjúklingum sem eru með líkamsþyngd undir 45 kg. Önnur lyfjaform eru fáanleg fyrir þennan hóp sjúklinga. Aldraðir siúklinaar: Nota má sömu skammta handa öldruðum sjúklingum og handa fullorðnum. Siúklinaar með skerta nvrnastarfsemi: Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með væga til miðlungi alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi (gauklasíunarhraði 10 -80 ml/min.). Siúklinaar með skerta lifrarstarfsemi: Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með væga til miðlungi alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi. Frábendingar: Ofnæmi fyrir azitrómýcíni, erýtrómýcíni, öðrum sýklalyfjum af flokki makrólíða eða ketólíða eða einhverju hjálparefnanna. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast r sérlyfjaskrá - www.serlyQaskra.is. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (maí 2013): 500 mg, 2 stk.: 2.466 kr„ 3 stk.: 3.127 kr. Afgreiðsluflokkur: R. Greiðsluþátttaka: 0. Markaðsleyflshafi: Actavis Group PTC. Frekari upplýsingar: www.actavis.is, s: 550 3300. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika lyfsins: 30. ágúst 2012. Maí2013. A/V Actavis 314 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.