Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 18
RANNSÓKN ferð og ástand sjúklings eftir meðferð, ásamt heyrnarmælingum fyrir og eftir meðferð. Úrvinnsla á niðurstöðum og tölfræðileg úrvinnsla var gerð í Microsoft Excel og SPSS. Beitt var lýsandi tölfræði. Nýgengi var fundið með upplýsingum um meðaltalsmannfjölda á hverju 10 ára tímabili frá Hagstofu Islands. Áður en rannsóknin hófst fengust öll tilskilin leyfi frá Vísinda- siðanefnd og Persónuvernd. Niðurstöður Faraldsfræði 103 einstaklingar með staðfesta greiningu heyrnartaugaslíðurs- æxla fundust. í tilfelli 13 einstaklinga lá ekki nákvæmlega fyrir innan hvaða tímabils þeir hefðu greinst og var tekið tillit til þess við útreikninga nýgengis milli þessara 10 ára tímabila. Nýgengi heyrnartaugaslíðursæxla yfir þetta 30 ára tímabil var 1,24/100.000/ ári og ef rannsóknartímabilinu er skipt í þrjú tímabil (1979-1988, 1989-1998 og 1999-2009) sést greinileg aukning í nýgengi (tafla I, mynd 1). Gerð var Poisson regression fyrir nýgengi milli þess- ara þriggja tímabila og reyndist aukning nýgengis milli tímabila marktæk (p<0,001). Tölvusneiðmynda- og segulómtækjum hefur á þessu tímabili farið fjölgandi, úr tveimur í 14 (mynd 1). Meðal- aldur við greiningu var 52 ár (staðalfrávik 17 ár) og aldursdreifing á bilinu 15-84 ára. Meðalaldur við greiningu fyrstu 10 árin voru 56 ár, næstu 10 ár var meðalaldurinn 53 og síðasta tímabilið 52 ár og hefur því farið lítillega lækkandi en munurinn reyndist ekki marktækur (p=0,69). Áttatíu og níu einstaklingar voru með skráð einkenni við greiningu. Níu æxli (10%) fundust fyrir tilviljun vegna myndrannsóknar á höfði með aðra ábendingu. Þessum til- viljunarkenndu æxlum fjölgaði einnig eftir tímabilum (mynd 2). Stærð heyrnartaugaslíðursæxla við greiningu var gefin upp í 81 tilviki og flokkuð í fjóra stærðarflokka: Smá (1-10 mm, n=25), meðalstór (11-25 mm, n=31), stór (26-40 mm, n=23) og risastór æxli (>40 mm, n=2).3 Tafla II sýnir að æxli við greiningu eru minni þar sem fleiri meðalstór æxli finnast en færri stór og risastór. í þeim 80 tilfellum þar sem einkenni sjúklinga við greiningu koma fram í sjúkraskrám kvörtuðu flestir yfir heyrnarskerðingu (69%), jafn- vægisleysi og/eða svima (47%) og suði í eyrum (43%). Á tímabilinu hafa 47 einstaklingar farið í skurðaðgerð, 16 í gammahnífsgeislun og 30 var fylgt eftir með myndgreiningu. Útilokaðir voru tveir sem fyrirhugað var að meðhöndla með gammahnífsgeislun og höfðu áður verið í eftirliti. Ekki fundust upplýsingar um meðferð hjá 8 einstaklingum. Ástand sjúklinga eftir aðgerð var fundið með afturvirkum hætti. í 39 af 47 tilfellum lágu fyrir upplýsingar um heyrn eftir aðgerð og af þeim höfðu 69% (n=27) misst heyrn eftir aðgerð og 44% (n=17) hlutu óafturkræfa andlitslömun. Undanskildir eru þeir sem höfðu andlitslömun eða heyrnarmissi fyrir aðgerð. Nýgengi heyrnartaugaslíðursæxla 1979-2009 1979-1988 1989-1998 1999-2009 Timabil 16 6 ÍT ■■■ N> gcngi 2 FjöldiMRI/CTé 0 isbndi Mynd 1: Gráu súlumar sýna nýgengi liei/rnartaugaslíðursæxla/lOO.OOO/ári á íslandi ásamt staðalskekkju nýgengis á þremur lOára tímabilum. Svarta línan sýnirfjölda tölvu- sneiðmynda- og segulómtækja á íslandi fyrir samsvarandi tímabil. Til að fylgjast með breytingu á stærð æxla hjá einstaklingum í eftirliti þurftu tvær eða fleiri myndgreiningarrannsóknir, seg- ulómun eða tölvusneiðmynd, að liggja fyrir. Þessar upplýsingar lágu fyrir hjá 23 einstaklingum, þar með talinn einn með tvíhliða heyrnartaugaslíðursæxli. Ýmist eru gefnar upp ein, tvær eða þrjár stærðir á æxlinu en til að koma í veg fyrir skekkju er hæsta talan aðeins tekin með og athuguð stækkun eða minnkun á henni milli fyrstu og síðustu myndgreiningarrannsóknar. Marktæk stækkun eða minnkun telst vera 2 mm breyting eða meira miðað við aðrar rannsóknir." Meðaleftirfylgni í dögum var reiknuð út frá dagsetn- ingu fyrstu og síðustu myndgreiningarrannsóknar. Þannig fékkst að meðallengd eftirlits var 1286 dagar eða 3,5 ár. Eftirlit leiddi í ljós að 17% æxla stækkuðu, 21% minnkuðu en 61% voru óbreytt að stærð. Umræður Nýgengi heyrnartaugaslíðursæxla á íslandi frá 1979-2009 er 1,24/100.000/ári og er því svipuð og annars staðar.5-67 Nýleg rann- sókn sýnir að nýgengi á Norðurlöndunum (Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi) frá 1987-2007 var frá 0,6 til 1,2/100.000/ári.9 Hækkandi nýgengistölur sjást einnig yfir þetta 30 ára tímabil eins og aðrar rannsóknir hafa gefið til kynna.6-7-8 Óljóst er hvort um vanmat á nýgengi sé að ræða. Einstaklingar í eftirliti gætu verið utan við okkar gagnaleit en þó hafa flestir með þetta vandamál sótt þjónustu á LSH, HTÍ og meðferð erlendis í gegnum SÍ. Staðfest vefjagreining á æxlinu er í fæstum tilfellum til staðar þar sem flestar skurðaðgerðir voru framkvæmdar erlendis. Þetta á einkum við um þá sjúklinga sem gangast undir eftirlit og reynir þá á kunnáttu röntgenlækna að mismunagreina heyrnar- taugaslíðursæxli frá öðrum fyrirferðum á svipuðu svæði. Að auki fæst ekki vefjagreining hjá þeim sjúklingum sem gengust undir Tafla I: Nýgengi heyrnartaugaslíðursæxla/lOO.OOO/árifrá 1979-2009 ásamt staðalskekkju nýgengis. Borin eru saman tímabilin 1979-1988,1989-1998 og 1999-2009. Tímabil Fjöldi Meðalmannfjöldi 0-100 ára Nýgengi (Cl) Staðalskekkja nýgengis 1979-1988 12 237.571 0.505 (0,287-0,889) 0,146 1989-1998 22 263.741 0,834(0,549-1,267) 0,178 1999-2009 56 296.637 1,716(1,321-2,230) 0,229 290 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.