Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 19
RANNSÓKN Æxli fundin fyrir tih iljun, dreifing eftirtímabilum Tímabil Mynd 2: Stöplaritið sýnir dreifingu tilviljunarkennds fundar á æxlinu innan þessara þriggja tímabila. gammahnífsgeislun. Því er greining þessa sjúkdóms oftar klínísk en vefjafræðileg og getur það haft áhrif á nýgengi. Tafla II sýnir að fundist hafa hlutfallslega færri stór og risastór æxli við greiningu en áður. Samanburður við rannsókn frá Dan- mörku sýnir að hér eru greind ívið færri smá æxli, töluvert fleiri stór og meðalstór en mun minna af risastórum æxlum.810Tíðni til- viljunarkenndrar greiningar er 10% sem er svipað og sýnt hefur verið fram á annars staðar. Til að mynda sýndi álíka stór rannsókn á 120 einstaklingum að 12% æxla hafi fundist fyrir tilviljun.12 Við greiningu var heyrnarskerðing aðalkvörtun hjá 69% einstaklinga. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir þar sem heyrnarskerðing er aðalumkvörtunarefni sjúklinga í allt að 60-75% tilvika og við nánari uppvinnslu hefur verið sýnt fram á heyrnardeyfu í allt að 90-95% sjúklinga. 13'14'15 Hlutfall heyrnarmissis eftir skurðaðgerð er 69% í þessari rann- sókn. Þessi tala gæti verið hærri þar sem ekki er vitað í 8 tilfellum hvernig aðgerð var framkvæmd en aðgerðartækni er afgerandi hvað varðar varðveislu heyrnar eftir aðgerð. Aðrar rannsóknir hafa sýnt hærra hlutfall heyrnarskerðingar, ein þeirra sýndi heyrn- armissi á aðgerðareyra í 85,6% tilfella.16 Óafturkræf andlitslömun á sér stað í 44% tilfella en aðrar rannsóknir hafa sýnt hlutfall frá 20% til 46%!7'18 Er þá miðað við stig III (House-Brackmann skalinn19) eða lægra en í þessari rannsókn var um augljósa andlitslömun að ræða (> stig II). I þessari rannsókn lá ekki fyrir hlutfall þessara fylgikvilla eftir gammahnífsgeislun en nýlegar rannsóknir hafa sýnt varðveislu heyrnar í 50-89% tilfella (Gardner-Robertson I-III) og virkni andlitstaugar í 96-99% tilfella (House-Brackmann I-II)!3 Yfir lengri tíma virðist þetta hlutfall hins vegar lækka en rannsókn á 216 einstaklingum sýndi 71% varðveislu heyrnar innan þriggja ára en eftir 10 ár var hlutfallið 44%!' Tafla II: Taflan sýnir breytingu á stærð æxla innan tímabilanna þriggja. Tímabil 1979-1988 1989-1998 1999-2009 n(%) n (%) n (%) Smá (1-10 mm) 3 (37,5) 5 (26,3) 17(31,5) Meðalstór (11-25 mm) 1 (12,5) 5 (26,3) 25 (46,3) Stór (26-40 mm) 3 (37,5) 8 (42,1) 12 (22,2) Risastór (>40 mm) 1 (12,5) 1 (5,3) 0(0) Hlutfall stækkandi æxla við eftirlit er svipað og í öðrum rann- sóknum með álíka lengd eftirfylgni. Þess má geta að í okkar rann- sókn skorti upplýsingar í niðurstöðum myndgreiningarrannsókna um það hvort æxlin voru takmörkuð við eða vaxin út fyrir innri hlustargang. Rannsókn frá Danmörku þar sem meðaleftirfylgni var 3,6 ár, sýndi stækkun 28,9% æxla sem voru vaxin út fyrir innri hlustargang og 17% æxla sem voru takmörkuð við innri hlustar- gang.20 Önnur rannsókn þar sem sjúklingum var fylgt eftir í 2,6 ár sýnir vöxt í 21% tilfella.21 Hærra hlutfall kemur fram í fjölgreining- arrannsókn þar sem 43% æxla uxu á 3,2 árum að meðaltali.22 Ekki er vitað hversu margir af þeim sem fóru í aðgerð eða gammahnífs- geislun voru í upphafi í eftirliti, svo að hlutfall stækkaðra æxla gæti verið hærra. í 22% tilfella varð marktæk minnkun á æxlinu en orsök þess má að hluta rekja til blæðinga í æxlinu á fyrri mynd- greiningum sem síðan hafa dregist saman. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að eftirlit leiðir í ljós að um 10% æxla minnki.2a2U2 Ályktun Nýgengi heyrnartaugaslíðursæxla á íslandi er svipað og á Norð- urlöndunum. Tilfellum fer fjölgandi og fleiri æxli greinast fyrir tilviljun. Þetta má að mörgu leyti skýra með aukinni notkun á tölvusneiðmynda- og segulómtækni. Ef æxli eru smá er eftir- lit raunhæfur kostur þar sem lágt hlutfall æxla stækkar innan nokkurra ára. Stærri æxli voru meðhöndluð með aðgerð en yfir helmingur aðgerðarsjúklinga missir heyrn eftir aðgerð. Því hefur gammahnífsgeislun reynst raunhæft úrræði við meðhöndlun þessara stærri æxla þar sem tíðni fylgikvilla er mun lægri. Þakkarorð Þakkir fyrir þennan hluta rannsóknarinnar fá Halldór Baldurs- son hjá Sjúkratryggingum Islands fyrir að taka saman lista yfir þá einstaklinga sem farið hafa í meðferð erlendis, Ingvar Hákon Ólafsson, Sigurður Stefánsson og Ingibjörg Hjálmarsdóttir fyrir öflun upplýsinga um þýðið og Krisján Óli Jónsson fyrir tölfræðiúr- vinnslu. LÆKNAblaðið 2013/99 291

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.