Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 33
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða YFIRLÆKNIR LYFLÆKNISSVIÐS Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða sérfræðing í lyflækningum í stöðu yfirlæknis. Leitað er eftir lækni með fjölþætta reynslu í almennum lyflækningum og bráðalækningum. Um er að ræða 100% stöðu frá 1.8.2013, eða eftir nánara samkomulagi. Starfið felur í sér bakvaktir. Laun samkvæmt kjarasamningi og stofnanasamningi. Nánari upplýsingar veitir Helgi Kr. Sigmundsson framkvæmdastjóri lækninga, í s: 4504500 netf: helgi@hvest.is eða Þröstur Óskarsson, forstjóri í síma 4504500, netf: throstur@hvest.is Vinsamlegast sendið umsóknir til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, bt. Þrastar Óskarssonar, Torfnesi, 400 ísafirði. Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu eða í afgreiðslu á Torfnesi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Staða læknis hjá VIRK- Starfsendurhæfingarsjóði VIRK - Starfsendurhæfingarsjóður óskar eftir að ráða lækni í um 20% starf. Um er að ræða fjölbreytt verkefni á sviði starfsendurhæfingar þar sem markmiðið er að koma einstaklingi í launað starf á vinnumarkaði. Læknir VIRK vinnur í náinni samvinnu við sviðsstjóra Starfsendurhæfingarsviðs VIRK. Meðal verkefna læknis VIRK eru: • Ráðgjöf fyrir ráðgjafa og sérfræðinga VIRK • Uppbygging á þjónustu og markvissu samstarfi við heilsugæslu og aðrar velferðarstofnanir • Þátttaka í ýmsum þróunarverkefnum og rannsóknum Hér gefst einstakt tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu, þróun og þjónustu í stofnun sem er í hraðri uppbyggingu. Menntunar- og hæfniskröfur: • Sérfræðiviðurkenning í læknisfræði • Reynsla á sviði endurhæfingar og/eða starfsendurhæfingar Að VIRK - Starfsendurhæfingarsjóði standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði. Hlutverk sjóðsins er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku með aukinni virkni, eflingu starfsendurhæfingar og öðrum úrræðum. Nánari upplýsingar um VIRK - Starfsendurhæfingarsjóð er að finna á heimasíðu sjóðsins www.virk.is Upplýsingar um starfið veitir Ása Dóra Konráðsdóttir sviðsstjóri Starfsendurhæfingarsviðs VIRK í síma 5355700 eða í tölvupósti asadora@virk.is. Umsóknir berist fyrir 1. ágúst nk. á tölvupóstfangið asadora@virk.is LÆKNAblaðið 2013/99 305

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.