Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 46
Pistlar frá formönnum sérgreinafélaga og undirdeilda Læknafélags íslands og Reykjavíkur Brjósthols- og hjarta- skurðlækningar á íslandi Fyrstu brjóstholsaðgerðir á íslandi voru gerðar vegna berkla og fólust í blásn- ingum og svonefndum plomberingum þar sem lofti eða paraffinolíu var komið fyrir utan fleiðruhols til að fella saman undirliggjandi lunga svo berklaholur (cavernur) gætu frekar gróið. Svonefndar höggningar Guðmundar Karls Péturssonar á Akureyrarspítala í kringum 1955, en þá voru fjarlægð rif svo undirliggjandi lunga mundi falla saman, voru einnig gerðar í sama tilgangi. Mikil breyting varð hins vegar á lungnaaðgerðum er Hjalti Þórarinsson hóf störf á Landspítalanum um 1957, en hann var fyrsti eiginlegi lungnaskurðlæknirinn á íslandi. Þá var hægt að gera aðgerðir beint á lungum vegna berkla, æxlisvaxtar og annarra sjúkdóma. Enda var þá komin til svæfingatækni sem bauð upp á slíkt. Hann gerði einnig fyrstu aðgerðina vegna Ductus Botalli 1962 og markaði því upp- haf hjartaskurðlækninga án hjarta- og lungnavélar á íslandi. Síðan voru nokkrar slíkar aðgerðir gerðar, einkum er Grétar Ólafsson hóf störf á Landspítalanum 1970. Guðmundur Bjarnason gerði einnig allmargar Ductus og lungnaaðgerðir á börnum á þessum tíma. Lungnaaðgerðum fjölgaði verulega, einkum eftir að Hörður Alfreðsson og Kristinn Jóhannsson bætt- ust í hópinn. Þá gerði Jón G. Hallgrímsson lungnaaðgerðir á Landspítala en Gunnar Gunnlaugsson á Borgarspítala. Fyrsta opna hjartaaðgerðin með hjarta- og lungnavél var gerð af John Gibbon í Philadelphia 1953 og var þá um að ræða lokun á atrial septal defect, en síðan fór slíkum aðgerðum fjölgandi. Um svipað leyti gerði Craaford sína fyrstu opnu hjartaaðgerð í Stokkhólmi. René G. Favaloro gerði síðan fyrstu eiginlegu kransæðahjáveituaðgerðina með bláæða- græðlingum í Chicago 1968. Hérlendis hafði í allmörg ár farið fram vaxandi umræða um þörfina á slíkum aðgerðum á íslandi, en hjartasjúklingar höfðu á þeim tíma verið sendir úr landi til aðgerða, einkum til Englands eða Banda- ríkjanna. Var mjög umdeilt, einkum á pólitískum vettvangi, hvort slíkt væri raunhæft í jafn litlu þjóðfélagi en varð síðan úr að láta það gerast. Opnar hjartaaðgerðir með hjarta- og lungnavél hófust þann 14. júní 1986 er undirritaður gerði fyrstu aðgerðina á Landspítalanum. Þetta olli algerum straumhvörfum í meðferð þessara sjúk- linga. Fáeinir sjúklingar voru sendir áfram utan fyrstu tvö til þrjú árin en síðan voru nánast allar aðgerðirnar gerðar hér heima. Síðan Bjarni Torfason bættist í hópinn hafa einnig flestar hjartaaðgerðir á börnum verið gerðar hérlendis en þær eru um 40 á ári. Fjöldi aðgerða jókst hratt og urðu þær flestar 270 árið 1994. Fyrstu aðgerðirnar voru einkum kransæðaaðgerðir en mjög fljótlega var farið að gera aðrar aðgerðir og fyrstu ósæðarlokuskiptin voru gerð í september 1987. Með fjölgandi krans- æðavíkkunum fækkaði aðgerðunum og 1999 urðu þær fæstar eða 174. Þetta var sama þróun og annars staðar í vestrænum löndum. Aðgerðunum fjölgaði síðan aftur og hafa verið 200-250 á ári og flestar 274 árið 2008. Meðalaldur sjúklinganna hefur einnig hækkað úr rúmlega sextugu upp í tæplega sjötugt. Þetta er orðið veikara fólk en var í upphafi og aukningin liggur mikið í fjölgun lokuaðgerða hjá eldri aldurshópi, aðgerðum vegna ósæðargúla, ósæðarflysjana (dissectiona), hjartaþels- bólgu (endocardita) o.fl. Gangráðs- og bjargráðsaðgerðir eru yfir 300 á ári. Lungnaaðgerðum hefur einnig fjölgað í um 100 aðgerðir á ári og eru allar tegundir aðgerða gerðar á lungum. Öll greiningar- tækni við lungnasjúkdóma hefur batnað stórlega með tilkomu betri CT-tækni auk PET-skanna. Einnig eru nú nánast allar loftbrjóstaðgerðir og töluvert af öðrum Þórarinn Arnórsson formaður Félags brjóst- hols- og hjartaskurðlækna lungnaaðgerðum gerðar með speglunar- tækni, sem er verulegur ábati fyrir sjúk- lingana. Félag brjósthols- og hjartaskurðlækna var stofnað 16. nóvember 1989 til undir- búnings norrænu þingi brjósthols- og hjartaskurðlækna sem haldið var hérlendis 1990. Síðan hafa verið haldin norræn þing 1996 og 2006 sem öll hafa verið mjög vel sótt og fengið góðar undirtektir. Það næsta er áætlað 2016. Nú eru að verða kynslóðaskipti í þeim hópi sem staðið hefur að þessari starfsemi hér heima, enda liðin 27 ár frá fyrstu opnu hjartaaðgerðinni og allir elstu skurðlækn- arnir hættir eða að hætta störfum. í stað- inn eru komnir fjórir nýir menn: Gunnar Mýrdal, Tómas Guðbjartsson, Tómas Kristjánsson og Arnar Geirsson. Við þeim blasa verkefni af ýmsu tagi, enda framþróun í þessari grein skurð- lækninga með eindæmum víðtæk og hröð og framtíðin afar spennandi. í dag er verið að gera aðgerðir sem tæpast nokkrum hefði dottið í hug að gera fyrir 20 árum þar sem allri stuðningsmeðferð við sjúk- lingana hefur fleygt gífurlega fram, bæði skurðtæknilega og eins sérhæfðri svæf- inga- og gjörgæslumeðferð, sem hefur oft verið stór hluti þess að gera hlutina mögu- lega. Enda þykir vart tiltökumál í dag að gera viðamiklar aðgerðir á nýfæddum börnum, jafnvel fyrirburum og fólki sem komið er vel yfir áttrætt. Vonandi sér Landspítalinn sér hag í því að skapa þær aðstæður sem nauðsynlegar eru til að framtíð hjartaskurðlækninga á íslandi geti orðið farsæl áfram, enda hafa þessar aðgerðir skapað mikla framþróun í svæfingu og gjörgæslumeðferð og breytt þannig öllu skurðsviði Landspítalans. 318 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.