Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 14
RANNSÓKN Ef ástæður þess að einstaklingar eru flokkaðir með óeðlilegt hjartalínurit eru bornar saman í okkar rannsókn og rannsókn Weiner og félaga 201014 eru nokkur atriði sem vekja athygli. Breyt- ingar sem voru algengari í okkar rannsókn eru hægri öxull, nei- kvæðar T-bylgjur og vinstri öxull. Talsvert fleiri voru með hægri öxul í okkar rannsókn samanborið við aðrar rannsóknir.15 Hægri öxull sést oft hjá börnum15 og því er hugsanlegt að hægri öxull hjá ungum íþróttamönnum sé á einhvern hátt leifar frá bernsku, enda fór tíðni hægri öxuls lækkandi með aldri. Vert er að athuga nánar ástæður og þýðingu þessa fyrir íþróttamanninn. Hjartaómun: Hátt hlutfall óeðlilegra hjartaómskoðana vekur óneitanlega athygli í rannsókn okkar. Við flokkanir ómskoðana var stuðst við skil- greiningar ASE (American Society of Echocardiography).6 Líklegt er að sá staðall taki ekki tillit tii lífeðlisfræðilegra breytinga sem verða á hjörtum íþróttamanna og rekja má til mikillar líkamlegrar þjálfunar. Til dæmis er þekkt að íþróttamenn eru almennt með aukna vinstri slegilsþykkt16 sem veldur því að þeir flokkast gjarn- an með óeðlilega hjartaómskoðun samkvæmt skilmerkjum ASE. Algengasta ástæða þess að hjartaómun var flokkuð sem óeðlileg var að þykkt sleglaskila var meiri en 14 mm. Næstalgengast var að bakveggsþykkt var meiri en 14 mm. Mikilvægt er að skilgreina ný viðmið fyrir ómskoðanir íþróttamanna líkt og gert hefur verið fyr- ir hjartalínurit.17 Þegar niðurstöður hjartaómskoðana eru bornar saman við nokkrar stórar erlendar rannsóknir 18-21 kemur í ljós að veggþykkt vinstri slegils er nokkru meiri í okkar rannsókn. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að efri mörk vegg- þykktar vinstri slegils íslenskra knattspyrnumanna séu 16 mm og efri mörk þvermáls vinstri slegils í enda hlébils sé allt að 65 mm. Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir þar sem 16 mm eru talin efri mörk vinstri slegilsþykktar í íþróttahjarta áður en það getur talist sjúkdómsástand.18'20,22'23 Samkvæmt Maron og félögum teljast þeir sem eru með þykkt vinstri slegils á bilinu 13-15 mm vera á gráu svæði hvað varðar skilin milli ofþykktarsjúkdóms í hjartavöðva og íþróttahjarta og þarfnast því frekari rannsókna.24 I þessari rannsókn kom í ljós að átta höfðu bakveggsþykkt sem var 14 mm eða meira og í fimmtán tilvikum var þykkt selglaskila meiri en 14 mm. Því gæti verið rétt að íhuga að hafa viðmiðunarstærðir þessara gilda hærri fyrir óm- skoðanir hjá knattspyrnumönnum. Sýnt hefur verið fram á að stækkun vinstri gáttar í þjálfuðum íþróttamönnum er ekki undanfari sjúkdóms heldur frekar saklaus aukaverkun af erfiðum langvinnum æfingum.25 Mest mældist þvermál vinstri gáttar 45 mm í þessari rannsókn sem er undir þeim lífeðlisfræðilegu mörkum sem fyrri rannsóknir hafa sett um skilin á milli stækkunar vegna íþróttahjarta og hjartavöðvasjúkdóma; 50 mm hjá fullorðnum og 45 mm hjá íþróttafólki á unglingsaldri.20-26 Þessi rannsókn staðfestir þær niðurstöður. Það má einnig leiða hugann að því hvort stækkandi vinstri gátt gæti verið afleiðing stífleika í fyllimynstri vinstri slegils í hlébili. Veggþykkt og þvermál vinstri slegils var meiri meðal eldri leik- manna en þeirra sem voru yngri. Einnig var vinstri slegilmassi meiri meðal eldri leikmannana. Þetta er í samræmi við aðrar rann- sóknir.27 Fylgni við aldur bendir til þess að breytingarnar megi rekja til áralangrar þjálfunar. Samanburður á hjartalínuritum og hjartaómunum: Aðeins lítill hluti þeirra sem voru með óeðlilegt hjartalínurit var með greinilega óeðlilega hjartaómskoðun. Algengt var að leik- menn hefðu há R- eða S-útslög í rannsókn okkar. Þetta er oft talið geta bent til þykknunar á vinstri slegli.5 Þegar hópur þeirra sem var með útslög yfir 35 mm var borinn saman við hina, kom ekki fram marktækur munur hvað varðar þykkt vinstri slegils eða sleg- ilrúmmál. Þetta styður þá niðurstöðu að ekki sé samband milli R- eða S-útslaga í hjartalínuritum og stærðar eða þykktar vinstri slegils hjá íþróttamönnum. Meðalþvermál vinstri gáttar í rann- sókn okkar var minna en í nokkrum öðrum rannsóknum.25'29 Enginn munur var á stærð vinstri slegils og veggþykkt milli þeirra sem höfðu óeðlilegt hjartalínurit og þeirra sem voru með eðlilegt hjartalínurit. Þetta bendir til þess að hjartalínurit hafi lítið sem ekkert forspárgildi fyrir lífeðlisfræðilegar breytingar á bygg- ingu hjartans sem unnt er að greina í hjartaómun. Stór ítölsk rannsókn sýndi að samband er á milli hæsta R- eða S-útslags og stærðar vinstri slegils, þykktar slegils, þyngdar og stærðar vinstri gáttar.5 Rannsókn okkar sýnir engin slík tengsl. Sambærileg rannsókn á knattspyrnumönnum sýndi svipaðar niðurstöður og okkar rannsókn, þ.e. engin tengsl milli útslaga hjartalínurits og þykktar eða stærðar vinstri slegils í hjartaóm- skoðun.27 Aðeins 15 % þeirra sem voru með óeðlilegt hjartalínurit voru með greinilega óeðlilega hjartaómun. Þessar niðurstöður eru í samræmi við aðrar rannsóknir þar sem sýnt hefur verið fram á háa tíðni falskt jákvæðra hjartalínurita í sambærilegu þýði.30 Ályktanir: Algengi óeðlilegs hjartalínurits hjá íslenskum knattspyrnumönn- um í fremstu röð er hátt. Mjög hátt hlutfall knattspyrnumannanna hafði óeðlilega hjartaómskoðun samkvæmt skilgreiningum ASE. Ekki var sýnt fram á samband milli hjartalínurits og stærðar eða veggþykktar vinstri slegils. Algengi óeðlilegs hjartarits fer lækk- andi með aldri. Þetta er meira áberandi þegar skilmerkin taka tillit til stærðar R- og S-útslaga. Veggþykkt, massi og þvermál vinstri slegils fer vaxandi með aldri, svo og stærð vinstri gáttar. Fylgni við aldur bendir til þess að áðurnefndar breytingar megi rekja til áralangrar þjálfunar. Há tíðni óeðlilegs hjartarits meðal yngstu einstaklinganna dregur verulega úr gagnsemi hjartalínurita við skimun fyrir áhættuþáttum skyndidauða. Til þess að nýta megi hjartalínurit við skimun íþróttamanna gæti þurft að endurskilgreina enn frek- ar þau skilmerki sem notuð eru til ákvörðunar um hvenær hjarta- línurit flokkast sem óeðlilegt og hvenær ekki. Jafnframt bendir rannsókn okkar til þess að hefðbundin skilmerki ASE við flokkun ómskoðana í eðlilegar og óeðlilegar eigi ekki við íþróttamenn sem stunda þol- og snerpuíþróttir eins og knattspyrnu. 286 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.