Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 24
UMFJOLLUN O G GREINAR
Vel búintt tækjasalur
nýtist vel viÖ sjúkraþjálfun
dvalargesta.
Mannlegi þátturinn
er mikilvægastur
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags
íslands hefur um áratugaskeið verið
boðið upp á meðferð og mataræði í anda
náttúrulækningastefnu sem mótaðist í
Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar. Frum-
kvöðlarnir hér á landi mættu lengst af
miklum mótbyr en á undanförnum árum
hefur hugmyndafræði náttúrulækninga
vaxið fiskur um hrygg, jafnvel svo að nú
vildu flestir Lilju kveðið hafa.
Blaðamaður heimsótti Heilsustofnun á
dögunum og ræddi við þá Harald Erlends-
son forstjóra og yfirlækni og Inga Þór
Jónsson markaðsstjóra um starfsemina í
fortíð, nútíð og framtíð.
Haraldur lýsir í upphafi í stuttu máli
hvernig straumar í menningarlífi evrópu-
þjóða á fyrstu áratugum síðustu aldar
beindust að því að tengja saman heim-
speki, guðfræði, spíritisma og róttækar
breytingar á mataræði og lífsstíl. „Við
erum að tala um vel menntaða menn sem
margir voru áberandi í menningarlífi
þjóðanna; hér á íslandi voru menn eins
og Þórbergur Þórðarson og forystumenn í
Guðspekifélaginu miklir áhugamenn um
heilnæmt mataræði samhliða áhuga sínum
á andlegum málefnum. í dag er þetta hluti
af daglegri umræðu um mataræði og lífs-
stíl; en gleymum því ekki að fyrir 80-100
árum voru þeir álitnir sérvitringar og
furðufuglar sem stunduðu slíkt líferni og
tileinkuðu sér annars konar mataræði."
Jónas Kristjánsson stofnandi og fyrsti
yfirlæknir Heilsuhælisins í Hveragerði
spratt úr þessum jarðvegi. Hann var fædd-
ur 1870 og lést árið 1960 en síðustu fimm
ár ævinnar var hann fyrsti yfirlæknir
hins nýstofnaða Náttúrulækningahælis í
Hveragerði. Jónas var hugsjónamaður og
í mörgu tilliti langt á undan sinni samtíð.
Hann var stofnandi Náttúrulækninga-
félags íslands árið 1937 og var óþreytandi
að halda hollum lífsstíl og mataræði að
landsmönnum en talaði lengst af fyrir
daufum eyrum fjöldans. Kollegar hans í
læknastétt létu sér margir fátt um finnast
og töldu hugmyndir hans og kenningar
meira í ætt við skottulækningar en alvöru
vísindi.
„Þessi viðhorf lifa enn góðu lífi og ég
sat málþing fyrr í vetur á vegum Háskóla
íslands um óhefðbundnar lækningar þar
sem virtur vísindamaður í læknastétt hélt
því blákalt fram að allt sem ekki stæðist
ströngustu kröfur um vísindaleg vinnu-
brögð væri kukl og skottulækningar. Ann-
ar þekktur krabbameinslæknir upplýsti að
um 80% allra krabbameinssjúklinga leita
sér lækninga eftir óhefðbundnum leiðum,
ýmist samhliða hefðbundinni meðferð eða
í stað hennar. I mörgum tilfellum gefur
þetta betri líðan og þá er tilganginum að
einhverju leyti náð þó bati sé ekki alltaf
niðurstaðan," segir Haraldur.
„Mannlegi þátturinn skiptir gríðarlega
miklu máli í allri meðhöndlun sjúklinga.
Umhverfið og viðmótið hafa verulega
mikið að segja ekki síður en lyf og
tækjabúnaður," segir Haraldur þegar innt
er eftir því hvað ráði ferðinni í nálgun
Heilsustofnunar NLFÍ að skjólstæðingum
sínum. „Fjölmargar rannsóknir á seinni
árum hafa sýnt fram á ótvírætt gildi
slíkrar nálgunar. Það er sitthvað sem
hefur gleymst í eftirsókn okkar eftir
tæknilegum lausnum. Kannski er það við-
mótið, kannski tíminn sem við ættum að
gefa okkur í meðhöndlun sjúklinganna.
Hingað á Heilsustofnun kemur fólk af
ýmsum ástæðum. Elstu dvalargestirnir
eru oft félagslega einangraðir heima fyrir,
treysta sér ekki út svo vikum skiptir yfir
k
296 LÆKNAblaðið 2013/99