Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 11
RANNSÓKN
Algengi og þýðing óeðlilegs hjartalínurits
hjá íslenskum knattspyrnumönnum
Samanburður við hjartaómskoðanir
Arnar Sigurðsson læknanemi', Halldóra Björnsdóttir læknir2-3 Þórarinn Guðnason læknir34, Axel F. Sigurðsson læknir23
ÁGRIP
Óeðlilegt hjartarit er algengt meðal ungra íþróttamanna en þýðing þessa
er óljós. Því er óvíst hversu gagnlegt hjartarit er við skimun fyrir áhættu-
þáttum skyndidauða meðal afreksíþróttamanna.
Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar voru: 1) Að meta algengi óeðlilegs
hjartarits meðal íslenskra knattspyrnumanna, sérstaklega með tilliti til
aldurs og 2) að bera hjartarit saman við niðurstöður hjartaómskoðana.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturvirk og tók til knattspyrnu-
manna á íslandi sem tóku þátt í Evrópukeppni karla á árunum 2008-2010.
Þessir leikmenn gengust undir nákvæma læknisskoðun, hjartarit og hjarta-
ómskoðun samkvæmt kröfum Evrópska knattspyrnusambandsins (UEFA).
Farið var yfir rannsóknarniðurstöður 159 knattspyrnumanna á aldrinum
16-45 ára (meðalaldur 25,5 ár). Notast var við staðla og viðmið European
Society of Cardiology og American Society of Echocardiography.
Niðurstöður: Alls höfðu 84 knattspyrnumenn (53%) óeðlilegt hjartarit.
Algengi óeðlilegs hjartarits fór lækkandi með aldri. Hjartaómskoðun sýndi
að veggþykkt, massi og þvermál vinstri slegils jókst með aldri svo og
þvermál vinstri gáttar. Enginn munur var á veggþykkt, massa og þvermáli
vinstri slegils eða þvermáli vinstri gáttar milli þeirra sem höfðu eðlilegt eða
óeðlilegt hjartarit.
Ályktarnir: Tíðni óeðlilegs hjartarits hjá íslenskum knattspyrnumönnum er
há en bendir yfirleitt ekki til undirliggjandi hjartasjúkdóms. Tíðnin fer lækk-
andi með aldri. Hjartarit hefur ekki forspárgildi fyrir breytingar á veggþykkt
eða þvermáli vinstri slegils. Há tíðni óeðlilegs hjartarits meðal yngstu
einstaklinganna dregur úr gagnsemi hjartarita við skimun fyrir hættu á
skyndidauða.
Inngangur
'Háskóli íslands
“Hjartamiðstöðin
3Hjartadeild Landspítala
4Læknasetrið
Fyrirspurnir:
Axel F. Sigurðsson,
axel@hjartamidstodin. is
Greinin barst
9. janúar 2013,
samþykkt til birtingar
27. maí 2013.
Engin hagsmunatengsl
gefin upp.
Óeðlilegt hjartarit er algengt meðal ungra íþróttamanna
en þýðing þessa er óljós. Því er óvíst hversu gagnlegt
hjartarit er við skimun fyrir áhættuþáttum skyndidauða
meðal afreksíþróttamanna. Mikið hefur verið fjallað
undanfarið um skyndidauða knattspyrnumanna vegna
dauðsfalla nokkurra leikmanna í fremstu röð á alþjóða-
vettvangi. í flestum tilfellum er orsök þessara dauðsfalla
rakin til undirliggjandi hjartasjúkdóma.1
Mikilvægt er að gera greinarmun á breytingum í
hjartalínuriti vegna lífeðlisfræðilegra þátta sem rekja
má til íþróttaiðkunar og breytingum sem verða vegna
hjartasjúkdóma. í einstökum tilfellum getur óeðlilegt
línurit íþróttamanns verið birtingarmynd hjartasjúk-
dóms sem getur valdið aukinni hættu á skyndidauða.2
Sýnt hefur verið fram á að með sjúkrasögu, skoðun og
hjartalínuriti er hægt að minnka líkur á skyndidauða hjá
íþróttamönnum.3
Markmið þessarar rannsóknar var að meta algengi
óeðlilegra hjartalínurita meðal íslenskra knattspyrnu-
manna. Niðurstöður hjartalínurita og hjartaómskoðana
voru bornar saman til að meta hvort hjartalínurit geti
spáð fyrir um breytingar á byggingu hjartans svo sem
stækkun hjartahólfa og þykknunar vinstri slegils.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin náði til 159 karlkyns leikmanna á íslandi
sem vísað var í læknisskoðun vegna þátttöku í Evrópu-
keppni á vegum Evrópska knattspyrnusambandsins
(UEFA) á árunum 2008-2010. UEFA gerir kröfu um að
allir leikmenn sem taka þátt í Evrópukeppni gangist
undir rannsóknir þar sem sjúkrasaga er tekin og læknis-
skoðun framkvæmd, auk þess sem tekin er blóðprufa,
þvagprufa, 12-leiðslu hjartalínurit og hjartaómskoðun.
Hjartalínurit. Tólf leiðslu hjartalínurit (MAC 5500,
GE Healthcare og Elan, Cardioline) var tekið af leik-
mönnunum í hvíld. Flokkun og úrlestur hjartalínurita
unnu Arnar og Axel samkvæmt leiðbeiningum Euro-
pean Society of Cardiology (ESC) frá 20104. Hjarta-
línurit flokkaðist sem óeðlilegt ef eitthvert eftirtalinna
atriða var til staðar: Q-bylgjur a4 mm í tveimur eða
fleiri leiðslum; Q-bylgjur 2-3 mm að stærð eða hærri í
tveimur eða fleiri leiðslum; endurskautunarmynstur
með viðsnúnum T-bylgjum al,5 mm, flötum eða sér-
staklega háum (al5 mm) T-bylgjum í tveimur eða
fleiri leiðslum; vinstra eða hægra greinrofsmynstur;
augljós vinstri (s-30°) eða hægri (allO0) öxull; Wolff-
Parkinson-White mynstur; stækkun vinstri gáttar
(lengd, jákvæð P-bylgja í leiðslu II og/eða djúp, lengd,
neikvæð P-bylgja í VI); Langt eða stutt QT-bil (stutt
< 380 ms, langt > 440 ms).
Hjartalínurit flokkaðist sem eðlilegt ef ekkert ofantal-
inna atriða var til staðar og einnig við fyrstu gráðu AV
blokk: langt PR-bil (>0,2 s); há útslög R- eða S-bylgja; ST-
hækkun (a2 mm) í fleiri en tveimur leiðslum; ófullkomið
hægra greinrofsmynstur (RSR mynstur <0,12 s í leiðslum
Vj og V2); hægur hjartsláttur (<60 slög á mínútu).
LÆKNAblaðið 2013/99 283