Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 12
RANNSÓKN Hjartaómanir. Hjartaómskoðanir (Vivid-I, GE Healthcare eða Philips Envisor hjartaómtæki) voru gerðar af sérþjálfuðum óm- tækni og túlkaðar af hjartalæknum (AFS, HB og ÞG) samkvæmt leiðbeiningum American Society of Echocardiography og ESC.6 Rannsóknin flokkaðist sem greinilega óeðlileg ef eitthvert eftirtalinna skilmerkja var til staðar: Þykkt vinstri slegils al4 mm, þvermál vinstri slegils við lok hlébils 264 mm, þvermál hægri slegils við lok hlébils 238 mm, framfall míturloku, tveggja blaða ósæðarloka eða röng upptök kransæða. Hjartaómskoðun flokkaðist sem vægt óeðlileg ef eitthvert eftir- talinna atriða var til staðar: Þykkt vinstri slegils 11-13 mm, rúm- mál vinstri slegils við lok hlébils 60-63 mm, rúmmál hægri slegils við lok hlébils 34-37 mm, mesta þvermál vinstri gáttar >41 mm. Hjartaómskoðun flokkaðist sem eðlileg ef öll eftirtalinna atriða voru til staðar: Þykkt vinstri slegils <11 mm, þvermál vinstri slegils við lok hlébils <60 mm, þvermál hægri slegils við lok hlébils <34 mm, mesta þvermál vinstri gáttar <41 mm. Tölfræðileg úrvinnsla: Tölulegar stærðir eru birtar sem meðal- töl með staðalfráviki. Munur á milli meðaltala hópa var athugaður með ópöruðu t-prófi eftir því sem við átti. Munur á milli hópa með tilliti til hlutfalla var reiknaður með Fischer exact prófi eða kí-kvaðrat prófi. Tvíhliða P<0,05 var talið sem tölfræðilega mark- tækt. Munur á milli hópa með tilliti til þyngdar vinstri slegils var rannsakaður með ANOVA prófi og Tugay eftirprófi. Athuganir á fylgni voru gerðar með Pearson fylgnigreiningu.8 Rannsóknin fékk leyfi Vísindasiðanefndar (VSNb2010110001/03.7) og Persónuverndar (2012101113TS/-) Niðurstöður Hjartalínurit: Niðurstöður úrlesturs úr hjartaritum voru eftir- farandi: Allir leikmennirnir 159 voru í sínustakti og meðalhjart- sláttartíðni var 56±10 slög/mín. Meðaltal hæsta R- eða S-útslags í brjóstleiðslum var 26,9±6,1 mm; tíðni djúprar Q-bylgju (meira en 2-3 mm í tveim eða fleiri leiðslum) var 6,3%; tíðni viðsnúinnar T-bylgju var 8%; tíðni flatra, lítillega viðsnúinna eða sérstaklega hárra T-bylgna var 20%; tíðni ófullkomins hægra greinrofs var 30%; tíðni hægra greinrofs var 4%; tíðni hægri öxuls var 11%. Eng- inn leikmanna hafði vinstra greinrof. Hjá 84 knattspyrnumönnum (53%) var hjartalínurit talið óeðli- legt samkvæmt leiðbeiningum frá 20104; Til samanburðar má geta þess að ef stuðst hefði verið við leiðbeiningar frá 20 059 sem gefnar voru út af ESC, eins og ætlunin var í upphafi rannsóknarinnar, hefðu 106 verið flokkaðir með óeðlilegt hjartalínurit. Alls töldust 75 (47%) vera með eðlilegt hjartalínurit. Algengustu ástæður þess að knattspyrnumenn voru flokkaðir með óeðlilegt hjartalínurit má sjá í töflu I. 12 leikmenn voru með fleiri en eina ástæðu fyrir óeðlilegu hjartalínuriti. Meðalaldur þeirra sem voru með óeðlilegt hjartalínurit var 24,9 ár en meðalaldur þeirra sem voru með eðlilegt hjartalínurit var 26,3 ár (p=0.09). Ef stuðst er við leiðbeiningarnar frá 2005 er meðalaldur einstaklinga með óeðlilegt hjartalínurit 24,5 ár en meðalaldur einstaklinga með eðlilegt rit 26,8 ár (p=0,036). Þýðinu var skipt í fjóra jafna hópa með tilliti til aldurs. Niður- stöðurnar má sjá í töflu II. Tíðni óeðlilegra hjartalínurita fór lækk- andi með aldri. Öfugt samband fannst milli aldurs og hæsta R- eða S-útslags (p=0,04; R=-0,17). Tafla I: Ástæður fyrir þvi að hjartalínurit var flokkað sem óeðlilegt. Nokkrir ein- staklingar voru með fleiri en eina ástæðu fyrir óeðlilegu hjartariti. Ástæður fyrir flokkun Fjöldi (hlutfall %) Öfugar T-bylgjur 13(13,4) ST-lækkun með flötum eða lítillega viðsnúnum T-bylgjum 39 (40) Patólógískar Q-bylgjur 10(10,3) Stækkun vinstri gáttar 8 (8,2) Vinstri öxull 2 (2,1) Hægri öxull 18(18,5) Þykknun hægri slegils 0(0) WPW-mynstur 0(0) Hægra greinrofsmynstur 7 (7,2) Vinstra greinrofsmynstur 0(0) Langt eða stutt QT 0(0) Brugada 0(0) Hjartaómun: Helstu niðurstöður úr hjartaómunum voru: Þvermál vinstri slegils í hlébili var að meðaltali 53±4 mm; þvermál vinstri slegils í slag- bili var að meðaltali 35±3 mm; vinstri slegilmassi var að meðaltali 248±52 g; meðaltal þvermáls vinstri gáttar var 35±4 mm; þykkt sleglaskila í hlébili var að meðaltali 12±1 mm; meðalþykkt bak- veggs vinstri slegils í hlébili var 11±1 mm; meðaltal útstreymis- brots (EF (ejection fraction)) var 63±7%; meðaltal styttingarbrots (FS) var 35±5%; hjartaómun var skilgreind sem óeðlileg hjá 152 knattspyrnumönnum (96%). Af þessum höfðu 23 (14,5%) greini- lega óeðlilega hjartaómun og 129 (82%) höfðu vægt óeðlilega hjartaómun. Aðeins 7 (4%) töldust vera með eðlilega hjartaómun. Algengasta ástæða þess að knattspyrnumenn voru flokkaðir með óeðlilega hjartaómun var aukin veggþykkt vinstri slegis. í töflu III má sjá niðurstöður hjartaómana í mismunandi aldurs- hópum. Hjartavöðvaþykkt fór hækkandi með aldri. Jákvæð fylgni fannst á milli aldurs og þyngdar vinstri slegils (p=0,003; R=0,23). Einnig var fylgni milli aldurs og þvermáls vinstri gáttar (p=0,0002; R= 0,29). Samanburður á hjartalínuritum og hjartaómunum: Tafla IV sýnir niðurstöður hjartaómana einstaklinga sem voru með eðlilegt og óeðlilegt hjartalínurit. Óeðlileg hjartaómun var ekki algengari meðal þeirra sem höfðu óeðlilegt hjartalínurit. Enginn munur var á þykkt slegla, þvermáli, þyngd né öðrum mælingum í hjartaómun sem gerðar voru, milli þeirra sem höfðu eðlilegt og óeðlilegt hjartalínurit. Alls voru 13 einstaklingar (15%) af þeim sem voru með óeðlilegt hjartalínurit einnig með óeðlilega hjartaómskoðun. Umræða Undanfarin ár hefur mikið verið rætt og ritað um skyndidauða íþróttamanna. Skyndidauðatilvik þekktra erlendra knattspyrnu- manna hafa vakið athygli fjölmiðla og almennings. I flestum til- fellum eru orsakir þessara dauðsfalla raktar til undirliggjandi hjartasjúkdóma1. Þetta hefur leitt til þess að víða erlendis eru knattspyrnumenn í fremstu röð skimaðir til að leita að undir- 284 LÆKNAblaðið 2013/99 1

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.