Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 38
UMFJÖLLUN O G GREINAR Stofnendur Kerecis. Guðmundur F. Sigur- jónsson verkfræðingur, Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir og Hilmar Kjartansson lyf- og bráðalæknir. Ernest Keitney vantar á myndina. I JfeN H 4 1 jr i Líffræðileg vefjameðhöndlun með þorskroði Eftir Guðmund Fertram Sigurjónsson Talsverð aukning er í notkun á líffræðileg- um (biologic) vefjameðhöndlunarefnum í skurðaðgerðum og sárameðhöndlun. Líf- fræðileg vefjameðhöndlunarefni eru stoð- efni (scaffolds) sem unnin eru úr vefjum dýra og manna. Á markaði eru stoðefni sem unnin eru úr húð, þvagblöðrum, þörmum og gollurshúsum svína, manna og nautgripa. Líffræðileg vefjameðhöndlunarefni eru framleidd þannig að allar frumur og önn- ur ofnæmisvaldandi efni eru fjarlægð úr gjafavefnum svo eftir stendur n.k. stoðefni eða stoðgrind úr próteinum. Stoðefnið er dauðhreinsað og því pakkað. Efnisbútnum er síðan komið fyrir við vefjaskaða og gefur frumum mannslíkamans stað til að festa sig í og ef aðstæður eru réttar skipta frumur sér í efninu og leggja niður nýjan vef. Sauma má í efnisbútinn og leggja marga saman ef þörf er á fyllingu. Líffræðilegvefjameðhöndlunarefni eru notuð í margskonar aðgerðum, til að mynda viðgerðum á kviðslitum, endur- sköpun á kviðarholsvegg og brjóstum, viðgerð á heilabasti, viðgerð á liðböndum og síðast en ekki síst í meðhöndlun á þrálátum sárum. Líffræðileg vefjameðhöndlunarefni flokkast sem lækningavörur (medical devices). I Evrópu er sala á lækningavör- um háð s.k. CE merkingu. Til meðhöndlunar þrálátra sára Kerecis er íslenskt lækningavörufyrirtæki sem undanfarin ár hefur unnið að þróun á líffræðilegum vefjameðhöndlarefnum sem unnin eru úr þorskroði. Vörulínur fyrirtækisins eru tvær, MariGen stoðefni til nota í skurðaðgerðum og til meðhöndl- unar á þrálátum sárum og MariCell sem eru húðkrem til meðhöndlunar á ýmsum húðkvillum. Kerecis var stofnað árið 2009 af tveimur læknum og tveimur verkfræðingum. Þrír þessara manna höfðu unnið saman um árabil hjá íslenska lækningavörufyrir- tækinu Össuri hf. Hráefnið sem Kerecis notar í vörur fyrirtækisins er þorskroð sem ættað er úr eldiskvíum í ísafjarðardjúpi. Framleiðsla fer fram á ísafirði í verksmiðju sem upp- fyllir kröfur bandarískra (FDA) og evr- ópskra skráningaryfirvalda. Prófanir fara fram í Reykjavík og í samstarfi við erlend prófunarfyrirtæki. Tækni Kerecis býður uppá ýmsa kosti umfram þær vörur sem fyrir eru á markaði. Efni Kerecis er þykkara og með- færilegra en samkeppnisvörurnar. Ekki eru trúarlegar hindranir við notkun eins og á við um vörur sem unnar eru úr svína- vef. Sjúkdómar smitast ekki úr fiskum í menn sem gerir vöruna örugga með tilliti til mögulegs smits á vírusum frá gjafavef. Varan veldur ekki fiskiofnæmis- viðbrögðum þar sem sameindirnar sem valda fiskiofnæmi eru í holdi fisksins en er ekki að finna í roði. Síðast en ekki síst er að nefna Omega3 innihald roðsins en Omega3 er ekki að finna í spendýravef. Fjöldi vísbendinga er að finna um kosti Omega3 við skaddaðan vef, meðal annars bólguminnkandi áhrif, minni samloðun blóðflagna og bættan frumuvöxt. Fyrsta MariGen vara fyrirtækisins kom á markað nýlega. Um er að ræða vöru sem 310 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.