Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 32
UMFJÖLLUN O G GREINAR hegðun annarra í eigin þágu. Ekki eru allir þessu sammála og vilja flokka siðblindu áfram sem geðröskun." Eitt af því sem Ingólfur nefndi í erindi sínu var að rannsóknir hafa sýnt að 20- 30% drengja sem greinast með einhverfu eru með stærra höfuð en jafnaldrar þeirra. „Þetta er talið stafa af því að hjá ung- börnum með eðlilegan heilafrumuþroska á sér stað ákveðin grisjun frumanna. Sumar þeirra eyðast og hverfa um leið og hinar þroskast og tengjast saman. Hjá ákveðnum hópi einhverfra drengja virðist sem allar taugafrumurnar þroskist en ákveðinn hluti þeirra tengist ekki hinum og veldur þar með röskun á eðlilegri tengingu þeirra. Þetta skýrir höfuðstærðina." Erfðir eru sterkur þáttur Arfgengi einhverfurófsraskana hefur verið talsvert rannsakað, meðal annars af vís- indamönnum íslenskrar erfðagreiningar. „Rannsóknir á systkinum og tvíburum hafa sýnt fram á arfgengi einhverfurófs- raskana. Líkurnar á að systkini greinist með einhverfurófsröskun eru 5-10% og ef eineggja tvíburi greinist þá eru líkurnar 80-90% á að hinn tvíburinn greinist líka. Þetta er miklu hærra en í samfélaginu í heild þar sem um 1% mannfjöldans er á einhverfurófinu. Ef við yfirfærum þetta á fjölda fæddra barna á íslandi árlega þá eru um 40-50 börn á ári sem fæðast með ein- hverfurófsröskun. Það kemur líka yfirleitt í ljós þegar farið er að ræða við foreldra einhverfra barna að þeir hafa sögu um einkenni einhverfu, eða kvíða- og/eða árátturöskun sem styður ótvírætt við kenningar um arfgengið." Einhverfa er ekki ástand sem eldist af einstaklingum þó vægari einkenni ein- hverfurófsröskunar geti dvínað eða breyst þegar kemur fram á fullorðinsár. „Þetta er þó fremur sjaldgæft og oftast er þetta ástand sem varir alla ævi einstaklingsins. Helgelandssykehuset HF er et helseforetak i Norge som bestár av sykehusenheter i Mo i Rana, Mosjoen og Sandnessjpen med hovedkontor i Mo i Rana. Gjennom pasientfokus og samhandling skal helseforetaket sikre et trygt og framtidsrettet tjenestetilbud basertpa kvalitet, trygghet og respekt. Psykiatrisk senter, Mosjöen Overleger • Overlege i voksenpsykiatri, NR.id.nr. 11730. • Overlege i barne- og ungdomspsykiatri, NR.id.nr. 8605. Arbeidsoppgaver: • Diagnostiske vurderinger og utredninger for tilrettelegging av behandlingstiltak • Individuell terapi og gruppeterapi • Tverrfaglig samarbeid internt og med váre samarbeidspartnere • Bidra faglig gjennom veiledning, undervisning og teamarbeid Nærmere opplysninger om stillingen fás hos avdelingsoverlege VOP Guri Hoff Hansen, tlf. +47 75 11 24 12/+47 951 32 201 eller avdelingssjef psykiatrisk senter Bprge Nordás, tlf. + 47 75 11 24 00/+ 47 481 28 494. Spknadsfrist: 20. juni 2013 ° Fullstendige annonsetekster, samt lenke til elektronisk spknadsskjema finnes pá www.hsyk.no/jobb Vi pnsker ikke kontakt med annonseselgere! HELGELANDSSYKEHUSET HELGELAANTEN SKIEMTJE-GÁETIE • • • 304 LÆKNAblaíið 2013/99 Sumar rannsóknir hafa þó sýnt fram á að vægari einkenni geta breyst með aldrinum en hafa ber í huga að um helmingur þeirra sem greinast með einhverfurófsröskun greinast einnig með þroskahömlun sem takmarkar mjög breytingar til batnaðar. Einstaklingar með Asperger-heilkenni eru ekki greindarskertir og þeim gengur yfir- leitt betur að aðlagast samfélaginu þrátt fyrir röskun sína." Sérgáfur á ýmsum sviðum Oft er bent á að einhverfir einstaklingar hafi einhverja sérgáfu. Ingólfur segir að vissulega sé það rétt og sýnt hafi verið fram á líffræðilegar orsakir. „Oftast er þetta hæfileiki til að muna alls kyns tölur og staðreyndir. Ályktunarhæfni einhverfra einstaklinga er oft skert og því er þeim í rauninni lítið gagn að þessum hæfileikum. Þessir einstaklingar koma yfirleitt ekki vel út á greindarprófum og aðlögunarfærni, en hafa þessa miklu færni á mjög þröngu sviði. Rannsóknir hafa sýnt að hjá þessum einstaklingum eru tiltekin svæði í heil- anum mun meira tengd innbyrðis en hjá venjulegum einstaklingi. Á hinn bóginn eru þessir einstaklingar með skertar teng- ingar á milli annarra svæða sem stjórna ályktunarhæfni og félagslegri færni. " Ingólfur nefnir sem dæmi rannsóknir á heila eins þekktasta einstaklings úr hópi einhverfra, Kim Peek, sem var fyrir- mynd aðalpersónu myndarinnar Rain Man og síðar gerði BBC heimildarmynd um Peek. „Hann er mjög einhverfur og með mikla sérgáfu þar sem hann man öll póstnúmer í fylkjum Bandaríkjanna og getur lesið báðar síður í opinni bók sam- tímis. Rannsóknir á heila hans leiddu í ljós að hægra og vinstra heilahvel hans eru algjörlega ótengd og því getur hann notað þau samtímis til að skrá og skanna alls kyns upplýsingar. Hann er hinsvegar af sömu ástæðum algjörlega ófær um að draga ályktanir af þeim upplýsingum sem heili hans geymir og hann getur ekki séð um sig sjálfur eða átt samskipti við annað fólk." i

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.