Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 23
UMFJÖLLUN O G GREINAR Nýi heilbrigðisráðhenaim segir að honum sé efst í huga að ná sátt íþjóðfélaginu um að nýta þáfjárfestingu sem lögð hefur verið í heilbrigðiskerfið íformi menntunar starfsfólksins. „Hættan er sú að við förtim aðframleiða fólk til sérliæfðra starfa fyrir aðrar þjóðir," sagði hami í útvarpsviðtali og bætti því við að Imer einstaklingur sem flytti iír landi væri mikið tap fyrir samfélagið. Þess vegna þyrfti aðfara í saumana á starfsaðstæðum heilbrigðisstarfsfólks og reyna að draga úr því álagi sem á þeint er. næðismál Landspítalans þýðir í raun. Eins og allir vita eru afar skiptar skoðanir um byggingu spítalans við Hringbraut og þær skoðanir ganga þvert á flokka. í kosningabaráttunni leitaði Læknafélag íslands eftir afstöðu flokkanna sem buðu fram til ákveðinna þátta í íslenskum heil- brigðismálum og svöruðu þeir vel og greiðlega. í svörum núverandi stjórnar- flokka má greina nokkurn áherslumun í afstöðunni til nýbyggingar Landspítalans. „Framsókn vill endurskoða áform um nýbyggingu" en Sjálfstæðsflokkurinn talar um „skort á pólitískri forystu í málefnum nýs Landspítala og mikilvægt að fara vel yfir málið og kynna það almenningi." í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar er raunar ekkert sagt um byggingaráformin, aðeins að rétt sé að sinna viðhaldi húsa og tækja „þar til varanleg lausn fæst". Þess vegna hafa menn lagt við eyrun þegar fjölmiðlar hafa spurst fyrir um hvað þetta þýði í raun. Nýja stjórnin gerði nokkrar breytingar á skipan ráðuneyta og meðal þeirra var sú að skipta velferðarráðuneytinu í tvennt: fé- lags- og tryggingaráðuneyti og heilbrigðis- ráðuneyti. Nýr ráðherra heilbrigðismála er Dalvíkingurinn Kristján Þór Júlíusson efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norð- austurkjördæmi. Breytt forgangsröð Kristján Þór var iðinn við fjölmiðlakolann fyrstu daga ráðherraferilsins og var ítrekað spurður út í það hver yrðu fyrstu verk hans sem ráðherra og að sjálfsögðu hvort haldið verði áfram undirbúningi að byggingu nýs Landspítala. Hann varðist fimlega þegar Helgi Seljan spurði hann í Vikulokunum á Rás 1 á laugardagsmorgni og svaraði svona: „Það er alveg ljóst að Landspítalinn er ekki í því standi að starfsfólk og sjúklingar meti hann samkeppnishæfan. Þar verður að koma til úrbóta. En ég get ekki sagt núna að við ætlum að hefja strax verk sem kostar tugi milljarða. Við verðum að yfir- fara og endurskoða áætlanir um byggingu hins nýja Landspítala." Tveim dögum síðar var hann aftur mættur í Efstaleitið, að þessu sinni á Rás 2. Þar lýsti hann stöðu byggingaráforma á þá leið að stjórn hlutafélagsins sem stendur að byggingunni héldi sínu striki. „Hún auglýsti forval (vegna útboðs á hönnun nýrrar byggingar) hálfum mánuði fyrir kosningar og það verður í gangi út sum- arið. Þarna eru á ferðinni mikil og stór áform sem stjórnin verður að skoða og setja í samhengi við önnur áform og aðrar fjárfestingar sem ætlunin er að ráðast í," sagði ráðherrann. Hann sagði einnig í viðtalinu að það þyrfti að huga að forgangsröðinni í heil- brigðismálum. Þau orð féllu eftir að hann hafði lýst ástandinu í heilsugæslunni í heimabæ sínum, Akureyri, þar sem um 6.000 manns, um það bil fjórðungur íbúa svæðisins, hafa ekki heimilislækni. En rétt eins og vaninn er við stjórnar- myndun tala ráðherrar í véfréttastíl meðan þeir eru að máta stólinn og læra á sím- kerfið. Tíminn leiðir í ljós hvað verður en eins og Kristján Þór sagði eru væntingar þjóðarinnar miklar. Það er því ekki víst hversu langir hveitibrauðsdagarnir verða hjá nýrri stjórn. LÆKNAblaðið 2013/99 295

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.