Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 26
UMFJÖLLUN O G GREINAR Herbergi Jónasar Kristjáns- sonar er varðveitt óbreytt og er merkileg héímild um lifhans og hugsjónir. borholunum okkar, lífræna ræktunin og gott utanumhald um reksturinn af hálfu stjórnenda, gerir okkur hreinlega kleift að halda verðlagi á dvölinni hérna innan sanngjarnra marka." „Það er eitt af framtíðarmarkmiðum okkar að verða sjálfbær um rafmagn og gufuaflið í borholunum okkar gefur fyrir- heit um það," segir Haraldur. Ingi Þór bætir því við að öll ræktun á vegum stofnunarinnar hafi fengið lífrænt ræktunarvottorð frá Vottunarstofunni Túni. Samningur viö ríkið um endurhæfingu Rekstur Heilsustofnunar byggir á samn- ingi við Sjúkratryggingar íslands fyrir hönd íslenska ríkisins. „Þetta er ágætur samningur fyrir báða aðila þó eflaust gæti hann verið enn betri/' segir Ingi Þór. Har- aldur tekur undir þetta með þeim orðum að fyrir ríkið sem sífellt horfi í aurinn sé þetta ódýrasta endurhæfing sem í boði er og fyrir nokkrum árum hafi Sjúkratrygg- ingar íslands mælt með því að ríkið keypti fleiri rými. „Það hefur ekki orðið af því ennþá en samningurinn er góður svo langt sem hann nær." Þeir segja reyndar að kröfur ríkisins um inntak endurhæfingarinnar hafi að nokkru leyti breytt áherslum stofnunar- innar. „Við höfum þurft að sveigja okkur að kröfum ríkisins og draga úr þeim þátt- um sem ríkið hefur minni áhuga á. Þrátt fyrir þetta hefur okkur tekist ágætlega að halda sérstöðu meðferðarinnar og hafa í heiðri þau grunngildi sem stofnendur Heilsustofnunarinnar lögðu upp með. Þetta er í sjálfu sér ekki slæm þróun, stofn- unin hefur eflst faglega samhliða því sem grunngildin eru sífellt að fá meiri vísinda- lega staðfestingu á gildi sínu." A Heilsustofnun eru rými fyrir um 150 dvalargesti og meðaltalið á hverjum tíma er 120-130 manns en það segir reyndar ekki alla söguna. „Það má orða þetta þannig að á hverju ári fari um 1800 ein- staklingar í gegnum kerfið hjá okkur og það er sá fjöldi sem fær læknisfræðilega meðferð á stofnuninni. Meðallengd dvalar er 27 dagar en sjúklingar geta dvalist hér í sex vikur að hámarki. Allur þessi fjöldi kemur hingað eftir tilvísun frá lækni og 298 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.