Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 17
RANNSÓKN Heyrnartaugaslíðursæxli á íslandi í 30 ár (1979-2009) Þorsteinn H. Guðmundsson1 læknakandídat, Hannes Petersen1’2 læknir ÁGRIP Inngangur: Heyrnartaugaslíðursæxli (acoustic neuroma (AN)) er æxli í 8. heilataug og á uppruna sinn frá taugaslíðursfrumum. Tilgangur rann- sóknarinnar er að kanna nýgengið tímabilið 1979-2009 og varpa Ijósi á faraldsfræðilega þætti er snúa að greiningu og meðferð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til þeirra sem greinst höfðu árin 1979-2009. Gögnum frá Heyrnar- og talmeinastöð (slands (HTÍ), Sjúkratryggingum Islands (SÍ), háls-, nef- og eyrnadeild og heila- og taugaskurðdeild Landspítala (LSH) var safnað saman og athug- aðir voru faraldsfræðilegir þættir sjúklingahópsins. Niðurstöður: Nýgengi heyrnartaugaslíðursæxla 1979-2009 er 1,24/100.000/ári og fer vaxandi. 10% æxla eru greind fyrir tilviljun, flest á síðasta þriðjungi tímabilsins, en á því tímabili eru æxlin minni við greiningu, það er fleiri meðalstór æxli finnast en færri stór og risastór. Helstu einkenni sjúklinga eru heyrnarskerðing (69%), jafnvægisleysi og/ eða svimi (47%) og suð í eyrum (43%). 47 einstaklingar fóru í skurðaðgerð, 16 fengu gammahnífsgeislun og 30 eru undir eftirliti. Fylgikvillar aðgerðar, með tilliti til heyrnar og andlitslömunar, voru skráðir í 39 tilfellum. Heyrn- arleysi á aðgerðareyra var 69% (n=27) og 44% (n=17) hlutu óafturkræfa andlitslömun. Meðaleftirfylgni einstaklinga i eftirliti voru 3,5 ár og uxu 17% æxlanna. Álykun: Nýgengi heyrnartaugaslíðursæxla á Islandi er svipað og á hinum Norðurlöndunum. Tilfellum fer fjölgandi og fleiri æxli greinast fyrir tilviljun sem meðal annars má þakka segulómtækninni. Ef æxli eru smá er eftirlit raunhæfur kostur þar sem lágt hlutfall æxla stækkar innan nokkurra ára. Stærri æxli eru meðhöndluð með aðgerð eða gammahnífsgeislun en yfir helmingur aðgerðarsjúklinga missir heyrn eftir aðgerð. ’Lífvísindasetur í Læknagarði, Háskóla íslands, 2háls-, nef- og eyrnadeild Landspítalans háskólasjúkrahúss Fyrirspurnir: Porsteinn H. Guðmundsson thhg86@gmail. com Greinin barst 3. janúar 2013, samþykkt til birtingar 22. maí 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Inngangur Heyrnartaugaslíðursæxli (e. acoustic neuroma) er góð- kynja æxli sem á uppruna sinn í taugaslíðursfrumum 8. heilataugar og er því einnig kallað vestibular schwannoma. Heymartaugaslíðursæxli eru sex prósent allra innan- kúpuæxla.1 Vöxtur æxlisins er í fyrstu takmarkaður við innri hlustargang þar sem það þrýstir á heyrnarhluta 8. heilataugar og veldur heyrnarskerðingu og eyrnasuði.2 Að auki er um að ræða áverka á jafnvægisskynhluta 8. heilataugar með minnkun á leiðni jafnvægisskyns. Þar sem þetta gerist hægt, ná sjúklingar venjulega að aðlagast þesssari skertu starfsemi en annars koma fram jafnvægistruflanir.3-4 Nýgengi heyrnartaugaslíðursæxla hefur, samkvæmt erlendum rannsóknum, verið á bilinu 0,5-2,0/100.000/ári og farið vaxandi. Samfara aukinni tíðni hafa fundist smærri æxli við greiningu og fleiri finnast fyrir tilviljun.5AW Talið er að rekja megi aukna tíðni heyrnartaugaslíðursæxla og minni stærð æxla við greiningu að hluta til betri greiningaraðferða, einkum með tilkomu og aukinni notkun segulómskoðunar.10 Eftirfylgni og meðferð sjúklinga er þrenns konar: Reglulegt eftirlit á vexti æxlisins með myndgreiningu, gammahnífsgeislun eða skurðaðgerð. Við val meðferðar þarf að hafa í huga ýmsa þætti. Þeir helstu eru stærð æxlis, aldur sjúklinga, einkenni, heilsufar og vilji sjúk- lings. I mörgum tilfellum eru þessi æxli smá (<10 mm) og hafa ekki nein vandkvæði í för með sér (tilviljana- kennd greining) og er þá oftast fylgst með vexti æxlisins reglulega. Helstu ábendingar gammahnífsgeislunar eða aðgerðar eru ungur aldur við greiningu, vöxtur æxlis með minnkun á heyrn eða aukning jafnvægistruflana. í meðferð meðalstórra æxla (10-25 mm) er farið eftir aldri og vilja sjúklings ásamt fleiri atriðum, en í flestum til- fellum er valin gammahnífsgeislun eða aðgerð.3 í þessari rannsókn var faraldsfræði heyrnartauga- slíðursæxla á íslandi könnuð yfir 30 ára tímabil (1979 - 2009). Rannsóknin tekur tillit til sjúkdóms meðal heillar þjóðar þar sem allir sem greinst hafa með heyrnar- taugaslíðursæxli hafa komið á háls-, nef- og eyrnadeild og heila- og taugaskurðdeild LSH eða HTÍ auk þess sem SÍ veita upplýsingar um sjúklinga sem fóru í með- ferð erlendis. Markmið rannsóknarinnar var að kanna með afturskyggnum hætti sjúkraskrár einstaklinga sem greinst höfðu með heyrnartaugaslíðursæxli á þessu tímabili. Skráð voru einkenni og stærð æxla við greiningu, fjöldi tilfella eftir tímabilum og hvaða með- ferðarkostur var valinn. Efniviöur og aöferðir Gagnaöflun í fyrstu hófst umfangsmikil leit að þýði einstaklinga sem greinst hafa með æxlið síðastliðin 30 ár. Til þess þurfti staðfest greining að liggja fyrir, annaðhvort með vefjasýni eða myndgreiningu. Leitað var í gögnum LSH og HTÍ og fenginn listi frá SÍ yfir þá sem hlutu meðferð erlendis. Við þessa leit fundust 103 manns með grein- inguna heyrnartaugaslíðursæxli. Úr sjúkraskrám þess- ara einstaklinga voru fengnar upplýsingar um dagsetn- ingu greiningar, einkenni við greiningu, hvort greining hafi verið fyrir tilviljun, stærð æxlis við greiningu, með- LÆKNAblaðið 2013/99 289

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.