Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 34
UMFJÖLLUN O G GREINAR Mikilvægar rannsóknir á mergæxli ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Sigurður Yngvi Kristinsson er yngstur í hópi prófessora við Læknadeild Háskóla íslands. Hann sneri heim á síðasta ári með fjölskyldu sína eftir 10 ára dvöl í Svíþjóð. Hann segir ísland vel fallið til fjölþjóðlegra rannsókna og að búseta á íslandi hafi ótvíræða kosti. Sigurður Yngvi tók við prófessorstöðu í blóðsjúkdómum við Læknadeild HÍ síðast- liðið haust. Staðan er ný og er að sögn Sig- urðar Yngva fyrst og fremst rannsóknar- staða. Auk þess gegnir hann 20% stöðu sérfræðings við Blóðsjúkdómadeild Land- spítalans og kveðst mjög ánægður með þessa samsetningu rannsókna, kennslu og klíniskrar vinnu. „Meginþunginn í starfi mínu er á rannsóknir og handleiðslu doktorsnema í tengslum við þær en það er mjög gott að hafa tengsl við klíníkina með þessum hætti." Sigurður Yngvi og kona hans, Sunna Snædal Jónsdóttir, fluttu til Svíþjóðar árið 2002 og hófu bæði sérnám í læknisfræði við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, Sunna í lyflækningum og nýrnalækn- ingum og Sigurður í lyflækningum og blóðsjúkdómum, og lauk því árið 2007. Doktorsprófi í blóðsjúkdómum lauk hann 2009. Doktorsverkefni hans fjallaði um horfur og ættgengi mergæxlis og forstigs þess. Ritgerðin var valin besta doktors- ritgerð í blóðsjúkdómum í Svíþjóð. 306 LÆKNAblaðið 2013/99 Stór ákvörðun að flytja heim „Þetta fléttaðist saman þannig að sér- námið og klíníska vinnan fór fram á Karolinska háskólasjúkrahúsinu og rann- sóknarstörfin á Karolinska Institutet. Eftir doktorsnámið skipti ég þessu nokkurn veginn til helminga og vann þannig þar til við ákváðum að flytja heim í fyrra 2012," segir Sigurður Yngvi í upphafi samtals við Læknablnðið. Hann hefur einkum fengist við rann- sóknir á krabbameini í beinmerg og hafa niðurstöður þeirra vakið alþjóðlega athygli. „Það var vissulega stór ákvörðun fyrir okkur að flytja heim. Við sögðum frá árinu 2008 að við ætluðum að flytja heim eftir um það bil tvö ár. Þá þurftum við ekkert að hefja undirbúning að flutningnum strax en maður var samt einhvern veginn á leiðinni heim. Við vorum bæði í góðum stöðum, okkur fannst gott að búa í Stokkhólmi, börnin okkar þrjú, þau Kristinn, Katla og Vala, voru ánægð og umhverfið mjög barnvænt. Það drógu líka úr okkur stöð- ugar neikvæðar fréttir af ástandinu hér heima. Það er alls ekkert sjálfsagt að segja upp góðri stöðu á mjög góðu háskóla- sjúkrahúsi þar sem maður hefur unnið í 10 ár og er kominn vel á veg með sinn feril og nýtur trausts yfirmanna og sam- starfsmanna. Sænsku kollegarnir skildu alls ekki hvernig okkur gat dottið í hug að flytja til Islands; það voru miklu heldur íslensku læknarnir sem höfðu skilning á þessu." Sigurður Yngvi kveðst telja að fleiri sérfræðimenntaðir íslenskir læknar séu að flytja heim en undanfarin ár. „Vissulega er ástandið erfitt og margir velja því að bíða og sjá hvernig málin þróast." Mikill kraftur og ósérhlífni Hann segir að það hafi eiginlega komið sér á óvart hversu góður andi ríki á Landspít- alanum því fréttaflutningur af ástandinu hafi verið svo neikvæður. „Þrátt fyrir nið- urskurð og vöntun á starfskröftum skynja ég mikinn kraft í starfsfólki spítalans, fólk er á hlaupum, sýnir gífurlega ósérhlífni og leggur mikið á sig til að halda uppi öflugri umönnun og góðum anda. Ég hélt að stemmningin væri mun verri en ég upp- lifi hana. A hinn bóginn hefur það vakið athygli mína að talsverður tími læknanna á Landspítalanum fer í að vinna ákveðin verk sem ég hef vanist að aðrar starfstéttir innan spítalans sinni. Tengslin á milli hins akademíska og klíníska starfs eru einnig óskýrari en á Karolinska þar sem spítalinn og háskólinn starfa mjög náið saman." Það hlýtur vekja spurningar um á hvaða forsendum ákvörðun um heim- flutning sé tekin þegar Sigurður Yngvi 1

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.