Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 5
„Af borgarans kolli gnstur hrífur hatt^1
I áhrifamikilli heimildamynd ffá 2005 eftir Asthildi Kjartansdóttur um
listakonuna Rósku, sem sýnd var í Sjónvarpinu í febrúar 2006, er sögð
saga framúrstefnulistakonu þar sem líf og list virðast nálægt því að renna
saman. Lífið, mitt í kraumandi iðu ítalskrar jaðarhstar og pólitíkur sem
Róska hrærðist í á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, ber með sér
uppbrot á hefðum, andstöðu við smáborgaralegt lífemi, virka hópa-
myndun og samstöðu listamanna og allt þetta einkennir bæði fistsköptm-
ina og lífshætti. Þetta líf er ekki hættulaust, það er byssa falin á háaloft-
inu sem gerir ógnina nær áþreifanlega. Nú til dags, þegar list virðist
löngu hætt að ögra nokkrum, þótt annað megi kannski lesa úr ákaflega
fyrirsjáanlegum árvissum deilum um gildi verkanna sem tilnefnd eru til
Tumer-verðlaunanna bresku, eða viðbrögðum við ýmiss konar gjörning-
um þýska leikhúsmannsins Christofs Schlingensief, þá er ágætt að rifja
upp að það er ekki langt liðið síðan listin var hættuleg. Téðar umræður
um Tumer-verðlaunin bera þó með sér þann viðsnúning sem orðið hef-
ur undanfarna áratugi, þ.e.a.s. að það sem áður þótti djarft og ffamúr-
stefhulegt er nú hið viðtekna meðan listsköpun sem heldur sig við gamlar
hefðir hefur vikið út á jaðarinn, eða eins og einn þátttakandi í spjallrás á
Bamalandi.is orðar það í umræðu um „gjöminga og öðmvísi listaverk“:
„æi mér finnst þetta svo fyndið eins og t.d. eitt af frægustu listaverkum í
heimi er klósettseta.“2
Sambúð lista og fegurðar hefur nefnilega löngum verið stormasöm. A
meðan einstök listaverk hafa náð miklum hæðum í að þroska viðtekinn
fegurðarsmekk hefur svið listsköpnnar jafnffamt verið vettvangur til að
andæfa, brjóta niður og umturna skilningi á hlutverki og inntaki lista.
Þótt ýmsir líti svo á að fegurðin sé handan hins pólitíska sviðs hefur ólík-
ur skilningur á því fagra jafnvel leitt til hatrammrar andúðar á listamönn-
um sem hafa gefið sig að nýjungum í listsköpun. Verk sKkra manna hafa
1 Úr ljóðinu „Heimsendir“ efrir Jakob van Hoddis sem birt er í heftínu í þýðingu
Franz Gíslasonar.
2 http://www.bamaland.is, sótt 20. september 2006.
3