Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 8
INNGANGUR RITSTJORA
tónn hefur fylgt framúrstefnunni frá upphafi, en bendir á að „raunar hafi
fá atriði í menningarsögu nútímans hrundið af stað svo áköfum umræð-
um eins og tengslin á milli sögulegu framúrstefhrmnar í Evrópu og póh-
tíkur". Þetta hefur leitt af sér framleiðslu fjölmargra fræðitexta sem Bni
tekur að sér - sem eins konar bókavörður, að eigin sögn - að lýsa og
flokka. Hann ræðir hvernig þetta hefur á stundum í för með sér bölsýni
gagnvart sögulegu framúrstefnunni, til dærnis eftir seinni heimsstyrjöld-
ina, „það er sú sýn að sögulega ffamúrstefnan hafi verið síðasti kaflinn í
menningarsögu nútímans sem hafi borið með sér möguleikann á því að
breyta lífinu með listinni“.
Tania 0rum fjallar um nýframúrstefnuna, um leið og hún setur sptun-
ingarmerki við þá hugtakanotkun sem leiðir að þeim skilningi að til hafi
verið upphafleg ffamúrstefha og síðan hafi komið fram „ný fi-amúr-
stefna“ og leggur til að notuð séu hlutlausari hugtök sem fela eingöngu í
sér tímalega tilvísun, þ.e. fýrirstríðs- og efdrstríðsframúrstefna. Hún
segir að með því að forðast að líta á framúrstefnuna sem línulegt hegelskt
ferli, megi sjá „mun víðari, fjölbreytilegri og ákveðnari tilraunir til að
spegla og raða saman á nýjan hátt hinum fjölmörgu tilhneigingum og
þróunarferlum innan samfélagsins“.
I hugleiðingu Halldórs Björns Runólfssonar bregður fyrir risum,
Prómeþeifi og fólki sem dettur af hestbaki, en þar er lögð áhersla á marg-
breytileika þeirrar listar sem við kennum við framúrstefnu. Halldór ræð-
ir stöðu okkar gagnvart listinni, fortíðinni og ffamúrstefhunni og bend-
ir á hvernig framúrstefhan skreppur stöðugt undan þeim skilgreiningum
sem búnar hafa verið til um fýrirbærið. Þetta má glöggt sjá í umfjöllun
Geirs Svanssonar sem færir okkur nær samtímanum og horfir til verka
Megasar í umfjöllun sinni um það sem hann kallar „ómódernisma“.
Hann sýnir ffam á hvernig textar Megasar hafa ekki rúmast innan viður-
kenndrar bókmenntaumræðu; hann er helgimyndabrjótur - en helgi-
myndabrot hefur ávallt tengst framúrstefnunni.
Það á ekki síður við um þá listamenn sem eiga myndverk í heftinu
ásamt Megasi, þau Dag Sigurðarson og Rósku, sem öll mætti telja jaðar-
listamenn í íslensku samfélagi og hafa sterka skírskotun til nýframúr-
stefhunnar í þeirri mynd sem hún birtist í á sjöunda áratugnum. Upp-
brot, endurnýjun og átök við samtímann eru áberandi í þeirra verkum og
ekki síst í sjálfskoðun þeirra og sjálfsmyndum.
Utan þemaefnis heldur umræðan um íslenska málpólitík áfram á síð-
6