Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 13
FLOÐIÐ NALGAST HRATT
aðra breytinga, fráhvarfs frá eftírlíldngu (mimesis), fer að gæta í skáldskap
á þessum tíma í Þýskalandi en þær voru reyndar komnar fram löngu áð-
ur í Frakklandi, einna íyrst hjá Lautréamont og Rimbaud um 1870. Og
uppröðun tiltölulega sjálfstæðra ljóðbúta, sem varð eitt helsta kennimark
nútímaljóða (sbr. T.S. Eliot og Ezra Pound og skáldskap þeirra um
1920), er sambærileg við fyrirbæri á borð við klippitækni (collage) í mynd-
Hst og skeytingu (montage) í kvikmyndum.
Ljóð Georgs Trakl er af allt öðrum toga en „Heimsendir“, og ljóð-
heimur hans er reyndar mjög sérstæður og persónulegur. Trakl var
Austurríkismaður (f. 1887), gerðist sjálfboðaliði í stríðinu en dó á fyrsta
ári þess eins og nokkrir expressjónistar aðrir. Ljóðið „Til eins sem dó
snemma“ er elegía og saknaðartónninn er áberandi í mörgum Ijóðum
Trakls. Þó ekki kæmi annað til gerir það að verkum að hann er nokkuð
sér á báti meðal expressjónista. Margt í ljóðinu er einkennandi fyrir orða-
forða og myndmál Trakls almennt, svo sem fjölskrúðug litarorð án rök-
legs sambands við orðin sem þau standa með; náttúrumyndir (borgin er
þarri); kvöld og rökkur; rotnun og dauði.
Til dadaismans var formlega stofnað í Zúrich í Sviss 1916, nánar til-
tekið 14. júlí það ár á listamannakránni Cabaret Voltaire. Þá las Hugo Ball
fyrstu stefnuyfrrlýsingu dadaista og flutti ,hljómkvæði‘ svokallað, en að
því fyrirbæri vík ég stuttlega hér í lokin. Sviss var hlutlaust land í stríð-
inu og Zúrich var griðastaður róttækra listamanna og styrjaldarandstæð-
inga úr ýmsum áttum. Meðal útlaganna voru áðurneíndur Hugo Ball og
Richard Huelsenbeck, báðir Þjóðverjar, hinn þýsk-franski Hans eða Jean
Arp (f. 1887), Walter Serner (f. 1889) frá Bæheimi og Rúmeninn Tristan
Tzara (f. 1896). Hópurinn tvístraðist fljótlega en í kjölfarið komu dada-
istar sér upp bækistöðvum í Berlín, París, New York og víðar. Auk þeirra
þremenninga, Arps, Serners og Tzara á Þjóðverjinn Kurt Schwitters hér
ljóð. Hann var fæddur í Hannover og starfaði þar lengst af en var í sam-
bandi við ýmsa dadaista. Þeir Arp og Schwitters eru reyndar öllu þekkt-
ari sem myndlistarmenn.
Dadaisminn er að flestu leyti ólíkur expressjónismanum. Hann er af tagi
stjómleysisstefnu, hann er neitun, andhst, og þýskir dadaistar deildu með-
al annars hart á expressjónismann fyrir að hann stefhdi að því að verða
,skóli‘. Sjálfir kváðust dadaistar vera á móti öllum stefnum, ekki síst dada-
' Um elegíur vísa ég til greinar minnar um kvæðið „Söknuð“ eftir Jóhann Jónsson:
„Hvar? ... ó hvar“, Skímir, vor 2002, emlcum bls. 152-161.
II