Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 14
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
isma. Mér er ekki örgrannt um að bókmenntasögufræðingar hafi tekið
þetta ftill-bókstaflega og ekki metið að verðleikum frelsandi áhrif neitunar-
innar, dellunnar, fáránleikaspilverksins sem voru aðalsmerld steinunnar og
gildi þeirra þátta fyrir þá list sem á efrir kom. Hreyfingin varð að vísu ekki
langlíf, enda hefði í því fahst óbærileg mótsögn, og vmdurmn fór að mestu
úr henni þegar franska sveitin tók skrefið inn í súrreahsmann.
Ymstun sögum fer af fundi orðsins DADA og merkingu þess og verða
þær ekki raktar hér. En í dadayfirlýsingu Tristans Tzara 1918 stendur
skýrum stöfum: DADA MERKIR EKKI NEITTý og viss níhífismi er
þáttur í stefmmni. En ekki eini þátturinn, og til mótvægis mætti tilfæra
orð Hans Arp: „Dada er fögur eins og nóttin sem vaggar mTæddum deg-
inum í örmum sér.“9 Mótsagnir voru reyndar ær og kýr dadaista.
I „Tröllasögu“ þeirra þremenninga Arp, Semer og Tzara ráða hug-
myndaflugið, hendingin og óræð hugtengsl för. Skáldskaparaðferðin er í
því fólgin „að láta orðin hoppa og hía út um borg og bí nokkum vegirm
frjáls undan oki meiníngarinnar“, eins og íslenskur skáldbróðir þeirra
komst að orði um sum sinna kvæða.10 Þetta - að losa skáldskapinn und-
an oki rökhugsunarinnar - varð síðar eitt helsta steínuskráratriði súrreal-
ista.11 Eitthvað svipað mætti segja um „Sagnahafið“ eftir Hans Arp, nema
hvað þar kemur til viðbótar vísvitandi misræmi efnis og forms.
Kurt Schwitters (f. 1887)12 var þölhæfur listamaður en áhrifa hans hef-
ur einkum gætt í myndhst. Harrn var einn af meisturum klippimyndar-
innar og meðal hirma fyrstu til að skjóta inn ýmiss konar vogreki (fr. oljets
trouvés), og hann bjó yfir ríkulegri hermigáfu og skopskyni. „Til Onnu
Blume“ er líklega frægasta ljóð hans, ort 1919. Það er ástarljóð til kon-
unnar, og til tungunnar, ljóðlistarinnar og myndlistarinnar, skulum við
ætla. Þar nýtur sín vel fimi Schwitters í orðaleikjum og þeim dansi á
mörkum vits og vit-leysu sem honum var laginn. Um Ijóðlist sína, sem
hann kallaði Merzdichtung, skrifaði hann:
8 Yfirlýsingar ■ Evrópska jramúrstefnan, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001,
bls. 318. Rétt er að benda á góða timfjöllun Benedikts Hjartarsonar um dadaismann
og þýðingar á nokkrum stefnuyfirlýsingum hans í bókinni, bls. 303-375. Um efnið
má auk þess lesa á veraldanufnum, til dæmis á Wikipedia/Dadaismus.
9 Dietmar Elger, Dadaism, Köln: Taschen [án ártals].
10 Halldór Kiljan Laxness, Kvæðakver, Reykjavík: Prentsmiðjan Acta, 1930, bls. 6.
11 Sbr. Fyrra siuTealistaávarpið efrir André Breton, Yfirlýsingar, bls. 397 o.áff.
12 Þeir Arp, van Hoddis, Schwitters og Trakl voru surnsé jafiialdrar skáldanna Jónasar
Guðlaugssonar og Stefáns frá Hvítadal.
12