Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 15
FLOÐIÐ NALGAST HRATT
Frumeindir ljóðlistarinnar eru bókstafir, atkvæði, orð, seming-
ar. Með því að etja eindunum saman verða tíl ljóð. Merkingar-
þátturinn er léttvægur þó ekki megi vanmeta hann. Eg tefli
saman merkingu og merkingarleysu. Merkingarleysuna tek ég
íram yfir en það á sér persónulegar ástæður. Mig tekur sárt til
hennar af því henni hefur hingað til verið lítíll sómi sýndur af
listamönnum. Þess vegna ann ég merkingarleysunni ,..13
Hugo Ball stærði sig af því að hann hefði fundið upp það sem hann kall-
aði ,ljóð án orða' eða ,hljómkvæði‘ (þ. Lautgedicht). En ekkert er nýtt
undir sólinni og síðar þykjast menn hafa fundið eldri dæmi. Enda sagði
Hans Arp: „Bevor Dada da war, war Dada da.“14 Dæmi um tegundina
gæti verið kvæði Balls „Karawane“ (Úlfaldalestin)15 sem byrjar á eftirfar-
andi ljóðlínu:
jolifanto bambla o falli bambla
og endar svo:
tumba ba-umf
kusagauma
ba - umf
Eins og við sjáum minna bútarnir ekki lítið á hið eina sanna atómljóð
sem til er á íslensku. Það er eftir Halldór Kiljan Laxness, lagt benjamín
atómskáldi í munn,16 og hljóðar svo:
ó tata bomma
tomba ata mamma
ó tomma at
Orðin atóvi og boviba eru fólgin í þessu litla sýnishorni sem við eigum af
ljóðlist benjamíns, en að öðru leyti er það ósvikið hljómkvæði. Svo
atómljóðið er þá eftir allt saman dada og benjamín atómskáld dadaisti!
13 ívitnað hjá Dieter Breuer, Deutsche Metrik und Versgeschichte, Stuttgart: VVilhelm
Fink Verlag (UTB), 1999, bls. 323.
14 „Áður en Dada varð til var Dada tdl“ (Dietmar Elger, áður ívitnað rit, bls. 7). Orða-
leikurinn nýtur sín reyndar ekki fyllilega nema á þýsku.
15 Sbr. Dieter Breuer, ívitnað rit, bls. 320.
16 Atómstööin, 2. útg., Reykjavík: Helgafell, 1961, bls. 130.
13