Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 20
FRANZ GÍSLASON
Til Onnu Blume
Kurt Schwitters
O, þú ástmey 27 skilningarvita minna, ég elska þér!
Þú þig þér þín, ég þér, þú mér-----vér?
það á, vel á minnst, ekki heima hér!
Hver ert þú, ótalda konukind, þú ert, ert þú?
Fólk segir, þú sért.
Látum það tala, það veit ekkert í sinn haus.
Þú berð hattinn á fótum þér og ferð upp á hendurnar
á höndunum ferðast þú.
Halló, rauðu kjólarnir þínir, sagaðir í hvítar fellingar,
rauða elska ég Onnu Blume, rauða elska ég þér.
Þú þig þér þín, ég þér, þú mér-----vér?
Það á, vel á minnst, heima í kulnuðum glæðum!
Anna Blume, Anna Blume, hvað segir fólkið?
Verðlaunaspurning:
1. ) Anna Blume fær flugu í höfuðið,
2. ) Anna Blume er rauð.
3. ) Hvernig er flugan á litinn.
Blátt er þitt gula hár
rauð þín græna fluga
þú einfalda stúlka í hvunndagskjól,
þú ljúfgræna dýr, ég elska þér!
Þú þig þér þín, ég þér, þú mér-----vér?
Það á, vel á minnst, heima í----í glatkistunni.
18