Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 25
✓
Astráður Eysteinsson
Er Ka£ka framúrstefnumaður?
Um módernisma og framúrstefnu
I
í grein sem Malcolm Bradbury og James McFarlane skrifuðu og birtu í
víðlesnu greinasafiii sem þeir ritstýrðu, Modemism 1890-1930, segja þeir
að viðleitnin til að mynda hreyfingu hafi verið meðal „írumþátta
módemismans, grundvallaratriði í samfellu hans og þróun“. Þeir benda
síðan á að þegar Ezra Pound, „sá útséði meistari í bókmenntapólitík, leit
yfir sviðið í Lundúnaborg árið 1912, komst hann að því að það sem vant-
aði væri hreyfing. Hann skipulagði eina slíka ásamt nokkrum vinum í te-
skála í Kensington og kallaði hana Imagisme“.1 Síðar tók Potmd þátt í
vortisismanum, ásamt Wyndham Lewis og fleirum, og þetta hópefli er
viss hhðstæða þess sem gerðist á meginlandi Evrópu, þó að bresku
„hreyfingamar“, eða framúrstefiiuhópamir, hafi verið smærri og um-
svifaminni en rússneski fútúrisminn, ítalski fútúrisminn, þýski express-
jónismirm, þýsk-svissnesk-franski (eða bara alþjóðlegi) dadaisminn,
ffanski súrrealisminn, svo nefndir séu þekktustu hóparnir.2
1 Malcolm Bradbury og James McFarlane, ,JVt°vemeil(3! Magazines and Mamfestos:
The Succession ffom Naturalism“, Modemism 1890—1930, ritstj. M. Bradbury ogj.
McFarlane, Harmondsworth: Penguin Books, 1976, bls. 192-205, hér bls. 192.
2 Sjá ritið Yfirlýsingar. Evrópska framúrstefnan, ísl. þýð. og skýringar eftir Aka G.
Karlsson, Áma Bergmann og Benedikt Hjartarson, inngangur e. Benedikt Hjartar-
son, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001. Sjá einnig Benedikt Hjartarson:
23