Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Qupperneq 26
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
Sé „hreyfingin“ talin lykilatriði í sögu módernismans, þá má spyrja
hvort módernismi sé eins konar allsherjarhreyfing allra þessara hreyf-
inga. Ef með „framúrstefhu“ er eingöngu vísað til starfsemi þessara
sögulegu hópa, sem létu einkum til sín taka á öðrum og þriðja áratug síð-
ustu aldar, þá er svarið: Nei. En ef „framúrstefna" telst fisa til listrænn-
ar og fagurfræðilegrar iðju sem er óhefðbundin og róttæk og stríðir
gjarnan gegn viðtekinni eftirlíkingu eða hermilist (mimesis), og takmark-
ast ekki við ákveðna hópa, þá flækist svarið verulega. Umræðan um
framúrstefnu er gjarnan á þann veg að hinn einstaki höfundur virðist vart
geta gert tilkall til þessarar framsækni, nema þá helst sem höfúndur
stefúuyfirlýsingar, eins og yfirlýsingar fúturistans Marinettis ffá 1909 eða
súrrealisma-yfirlýsinga Andrés Breton. Reyndar geta hinn einstaki höf-
undur, hið sérstaka listaverk og jafúvel orðalag mitt hér að framan,
„fagurffæðileg iðja“, öll virst heldur grunsamleg frá vissu ffamúrstefúu-
sjónarmiði, beinlínis hjól undir því farartæki sem framúrstefnan leitast
við að skrúfa sundur eða jafúvel rústa með öllu.
Arið 1922 sagði Ezra Pound um nýtt verk eins þeirra skálda sem hann
hafði stutt og hvatt: „Eyðiland Eliots tel ég vera réttlætingu „hreyfingar-
innar“, nútímatilraunar okkar síðan 1900.“3 Hvernig á að skilja „hrejfi-
ingu“ í þessu samhengi? Orðalagið „nútímatilraun“ („modern experi-
ment“) ber með sér ffamúrstefúukeim, en hinsvegar lítur Pound á
ljóðabálk Eliots sem vissa niðurstöðn þessarar tilraunar; ljóðið er tíma-
mótaverk, afbragðsvel heppnað einstakt listaverk, gott ef ekki nútímaleg-
ur minnisvarði (eins og margir hafa raunar lýst því síðan). Ekki ósvipað
mat má sjá í kunnri umfjöllun Eliots ffá árinu 1923 um skáldsögu James
Joyce, Ulysses, sem er hvorki meira né minna en „mikilvægasta tjáning
sem samtímanum hefur hlomast“. Eliot bregst til varnar gegn þeim sem
greina í Ulysses forspá um ringulreið og „flóð dadaisma“. Þess í stað skil-
ur Eliot skáldsögu Joyce sem boðbera nýs klassísisma og segir hana bera
í sér þann aukna strangleika sem jafút nútíminn sem skáldsagnaritun
þurfi mjög á að halda. Og svo vitnað sé til nokkurra vel þekktra orða í
þessari grein, þá er aðferð Joyce í Ulysses „leið til að ná tökum á, koma
skipan á, ljá lögun og vægi því gríðarlega flæmi fánýtis og stjórnleysis
„Imagismi og vortisismi. Stefauyfirlýsingar í íslenskri þýðingu", Skímir, 179 (2005),
bls. 279-303.
3 Ezra Pound, tilvitnun sótt til Stanleys Sultan, Ulysses, The Waste Land, and Modem-
isni: A Juhilee Study, Port Washington, N.Y.: Kennikat Press, 1977, bls. 8.
24