Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 29
ER KAFKA FRAMÚRSTEFNUMAÐUR?
ögruðu hefðbundnum tjáningarháttum. Því tel ég óhjákvæmilegt að
staldra við hugtöldn sjálf og hugleiða gildi þeirri og virkni.
Hluti vandans sprettur af því að sjálft hugtakið „módernismi“, sem
hefur verið áberandi meðal enskumælandi fræðimanna um áratugaskeið
(þ.e. ,,modernism“) hefur ekki alltaf átt sér beina samsvörun í öðrum evr-
ópskum tungumálum og hefur jafhvel verið lítið eða ekkert notað í
sumum Evrópulöndum. Jafhframt má segja að hugtakið hafi mótast af
notkun þess á ensku um bókmenntir Bretlandseyja og Bandaríkjanna,
þ.á m. um verk höfunda þeirra sem getið var hér að ffarnan, T.S. Eliot,
Pound, Joyce og fleiri. A þessu eru að vísu undantekningar, t.d. í Svíþjóð
þar sem módernismi blómstraði á fimmta áratug síðustu aldar og hugtak-
ið öðlaðist vægi, ekki aðeins með hliðsjón af engilsaxneska módernism-
anum, heldur var það notað um formbyltingu sænsks skáldskapar og
mótaðist af umræðu um hann. Hliðstæðar formbyltingar áttu sér stað í
öðrum löndum en um þær voru notuð mismunandi hugtök. Raunar hafði
„modernismo“ áður verið notað á spænsku, einkum um rómansk-amer-
íska ljóðlist, en í nokkuð öðru samhengi og a.m.k. oft um ljóð sem norð-
ar á hnettinum þykja meir í ætt við ný- eða síðrómantík.
Þegar ég hóf að fást við rannsóknir á þessu sviði, fyrir um aldarfjórð-
ungi, með það í huga að skrifa doktorsritgerð um módernisma, taldi ég
rétt að spyrjast nokkuð fyrir um franskan módernisma - því ef könnun
mín ætti að búa yfir alþjóðlegri skírskotun yrði ég að ná til Frakklands.
Eg mættd í viðtalstíma hjá prófessor í ffönskum bókmenntum og spurði
hann nokkurra almennra spurninga um módernisma í þeim litteratúr.
Skemmst er frá því að segja að hvorki gekk né rak í samræðum okkar.
Prófessorinn vildi ekki sýsla neitt með „módernisma“ og sagði að þetta
hugtak væri gagnslaust þegar franskar bókmenntir væru annars vegar.
Hvað hyggðist ég eiginlega fyrir: setja Apollinaire og Proust saman í
poka? Hvers vegna? Ef til vill væri þetta gott hugtak til að eiga við Pound
eða Eliot, en það hentaði ekki frönskum aðstæðum; þar væru önnur hug-
tök, til dæmis framúrstefna (,,avant-garde“) og svo sérstaklega súrreal-
ismi, sem tækju vel til þróunar ffanskra nútímabókmennta. Þegar ég
spurði hvort Proust væri þá talinn framúrstefnuhöfundur í Frakklandi,
kom hik á hinn ágæta kennara - nú hafði ég greinilega farið út af braut-
inni aftur - nei, Proust var Proust.
Síðar skildi ég betur viðbrögðin við fýrirspurnum mínum. Það er ekki
aðeins að hugtök bendi og nefni, heldur ljá þau fýrirbærum „lögun og
27