Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 30
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
vægi“ (svo notað sé orðalag Eliots), stundum heilu sviði fyrirbæra, og þau
hafa tilhneigingu til að taka þessa lögun og þetta vægi með sér þegar þau
eru flutt úr einu samhengi í annað. Það má segja að þau séu gjaman í
vissu innrásarhlutverki (og sem kunnugt er bregðast Frakkar oft kröftug-
lega gegn menningarþrýstingi utan frá). Er hugsanlegt að með því að
nota hugtakið módernisma um franskar bókmenntir sé verið að þvinga
ffamandi lögun, eins konar bökunarformi, ofan á köku sem hefur þegar
verið bökuð að hætti innfæddra? Hér mætti hafa hliðsjón af öðruin
víðum hugtökum sem virðast bera með sér stór loforð um skýringargildi,
hugtökum sem nálgast það að vera hnattræn, eins og „heimsbókmennt-
ir“, eða sjálfu hugtakinu „hnattvæðing“. Slík hugtök geta verið brengl-
andi vegna þess að þau virðast stundum gera ráð fyrir því ástandi, er þau
vísa til, sem frágengnum raunveruleika. En ef maður nálgast þau úr
annarri átt, sést að þessi hugtök, eins og mörg önnur í hugvísindum, eru
í rauninni rými þar sem hægt er að hreyfa sig; þau eru svið fyrirspurna
og umræðna; þau eru ófrágengin.
Eg tel að það sé að verulegu leyti í þessum anda sem módernismi hef-
ur breiðst út, eiginlega verið „þýddur“ á ýmis tungumál, m.a. íslensku.
Þetta hefur verið gert til að rekja slóðir róttækra nútímabókmennta á
hinum ýmsu og ólíku stöðum, ekki til að afrita fyrirmynd eða skilning á
módernisma sem oft hefur byggst á túlkun lítils hóps enskumælandi höf-
unda. Þannig hefur „módernismi“ breiðst út og jafhframt verið hleypt
inn á svið hans hinum ýmsu framúrstefhuhópum sem og einstökum
nýsköpunarhöfundum síðustu aldar, höfundum eins og Robert Musil,
Luigi Pirandello, Alfred Döblin, Marcel Proust og Franz Kafka. Vera má
að ör útbreiðsla hugtaksins „póstmódernismi“ á síðustu áratugum 20.
aldar hafi orsakað að módernismi leitaði einnig inn í umræðuna. Að baki
er einföld rökleiðsla: Þar sem er póstmódernismi hlýtur einnig að hafa
verið einhvers konar módernismi. Og yfirleitt skilar leitin einhverjum ár-
angri. I bókmenntaumfjöllun á t.d. þýsku rekst maður að vísu ekki oft á
hugtakið „Modernismus“, þótt „modernism“ sé notað af þeim sem fjalla
á ensku um þýskar bókmenntir.6 En þá ber þess að geta að á þýsku, eins
og raunar á sumum öðrum málum, hefur sjálft nútímahugtakið verið
notað með ákveðinni áherslu - einkum í orðunum „modern“ og „die
Moderne“ og jafnvel „Modernitát“ - til að vísa til þeirra bókmennta sem
6 Sbr. Modernity and the Text: Revisions of German Modemism, ritstj. Andreas Huyssen
og David Bathrick, New York: Columbia University Press, 1989.
28