Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 32
ASTRAÐUR EYSTEINSSON
ingum sem ffá henni berast, almennt áhtin róttækasta form listræns nei-
kvæðis - og hstin sjálf er fyrsta fómarlamb hennar.“ Þetta telur hann að
eigi ekki við um módemisma og oft sé ákveðin hefðarfylgni í andstöðu
hans við hefðina. I hinni „neikvæðu róttækni og kerfisbundnu andfagur-
fræði“ ffamúrstefiiumanna sé hins vegar ekkert rými fyrir viðleitni hinna
„miklu módemista“ (og hér virðist m.a. átt við þá sem nefndir vora hér
nokkrum h'num ofar) til „hstrænnar endurreisnar heimsins“.9
Af þessu má ráða að umræðan um tengsl hugtakanna tveggja kallar
stundum á sterk viðbrögð og ljóst er að hstrænir, hugmyndasögulegir og
jafhffamt fræðilegir hagsmunir em taldir í húfi. En einnig hefur komið
fram að hugtökin verða ekki svo auðveldlega skilin hvort frá öðm. Og ef
nota á módernisma sem hugtak um hræringar sem teygja sig víða um
Vesturlönd, þá fylgir spurningin um hlutskipti ffamúrstefhunnar með.
Dæmi um hvernig þetta gerist er hér sótt í nýlegt sögulegt yfirlitsrit eftir
Martin Travers, An Introduction to Modem European Literature: From
Romanticism to Postmodemism.
Eitt af því sem athygli vekur í bók Travers er að Thomas Mann, sem
Lukács taldi glæsilegasta fulltrúa nútímaraunsæis, birtist hér á fremsta
bekk módernista, eins og reyndar E.M. Forster og Hermann Hesse. Af
þessu má í senn ráða að flokkun höfunda er mjög háð túlkun og að hið
sama eigi við um sjálfa afmörkun hugtakanna sem notuð em í slíkri
flokkun. Umfjöllun Travers dregur þannig m.a. dám af hlutverki
módernisma sem tímabilshugtaks, þ.e. sem almenns ramma og viðmið-
unar í sögulegu yfirliti, rétt eins og löngum hefur gilt um ýmis önnur
hugtök, t.d. barokk, rómantík eða natúralisma. I shkum tihikum verða
áberandi hræringar af einhverju tagi til að setja mark sitt á visst tímaskeið
og það hugtak sem haft er um hræringarnar tekur síðan að skírskota til
tímaskeiðsins í heild og smám saman mótar þessi víða skírskotun auð-
vitað hugtakið sjálft. Þetta hefur gerst mjög greinilega í tilviki módern-
ismans á undanförnum ámm, ekki síst vestan hafs þar sem mikill vöxtur
hefur færst í módernismaumræðuna. Benda má á bandarísku samtökin
The Modemist Studies Association (MSA), sem stofnuð vom 1998 og
9 Matei Calinescu, Faces ofModernity: Avant-Garde, Decadence, Kitsch, Bloomington og
London: Indiana Urdversity Press, 1977, bls. 140-141. Þessi umsögn birtist óbreytt
í endurskoðaðri útgáfu bókarinnar: Five Faces of Modermty: Modemism, Avant-Gar-
de, Decadence, Kitsch, Postmodernism, Durham: Duke University Press, 1987, bls.
140-141. Tekið skal fram að hér er „negativism“ þýtt „neikvæði" fremur en „nei-
kvæðni", en það kann að vera umdeilanleg þýðing.
30