Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 34
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
Framúrstefnan var róttækasta og (kynnu sumir að segja) fram-
sæknasta fylking módernismans í bókmenntum. En sú orka
sem í henni bjó og braut niður helgimyndir hafði þó einungis
takmörkuð áhrif á helstu höfunda þessa tímabils, þá sem við
teljum nú miðlæga módernista, eins og Virginiu Woolf, D.H.
Lawrence og W.B. Yeats á Englandi og Irlandi; Marcel Proust
og André Gide í Frakklandi; Thomas Mann, Robert Musil og
Franz Kafka á þýskumælandi svæðum Evrópu; og Italo Svevo á
Ítalíu.12
Travers segir að Virginia Woolf og T.S. Eliot hafi „verið sér meðvitandi
um nauðsyn þess að beina svo tvístrandi orku inn í uppbyggileg tengsl
við viðtekin bókmenntaform, að beisla hana í stærra sköpulagi" (bls.
106-107). Þannig stefndu hinir miðlægu módernistar („mainstream
Modernists11), Woolf, Eliot og Joyce, að því að „innlima nýsköpun í hefð-
ina“ (bls. 107) og þegar talið berst aftur að Kafka, er okkur tjáð að ex-
pressjónísk viðfangsefhi og hin sérstaka „for-súrrealíska sýn Kafka“ öðl-
ist „dýpt sem sjaldan er að finna í expressjónismanum“ (bls. 108). Og svo
enn sé vitnað til Travers:
í verkum hinna miðlægu módernista eins og Kafka og Joyce
eru misgengi og ögranir nútímans meðteknar en jafhframt
yfirstignar, þær eru dregnar inn í listræna heild og víðtækari
merkingarmynstur sem á endanum reynast fær um að góma
„þennan breytilega, þennan kunna og óhamda anda, sama
hvaða flækjum og ffávikum hann reynist búa yfir“ [...] (bls. 108)
Travers er hér síðast að tilfæra orð Virginiu Woolf, og segir hana hafa
talið þetta vera mesta afrek hinnar módernísku viðleimi eða anda
(„Modernist ethos“).
IV
Vandamálið við nálgun Travers er ekki fyrst og fremst að hann hafi á
„röngu“ að standa; vandinn felst í vinnu hans með lykilhugtök. Hér sem
12 Martín Travers, An Introduction to Modeni European Literature: From Romanticism to
Postmodernistn, Houndsmills og London: Macmillan, 1998, bls. 106. I eftirfarandi
umíjöllun verður vísað tíl bókarinnar með blaðsíðutali í svigum innan meginmáls.
32