Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Qupperneq 36
ASTRAÐUR EYSTEINSSON
er síður hætta á að t.d. módernisminn á Norðurlöndum sé talinn vera
„síðbúinn“ þótt hann ryðji sér ekki til verulegs rúms þar fyrr en efdr síð-
ari heimsstyrjöld (nema í Svíþjóð þar sem módernisminn blómstraði sem
á eyðieyju á meðan stríðið geisaði allt í kring).
Þetta sjónarhorn gengur hins vegar í berhögg við þau viðmið sem
gjarnan stýra skrifum í módernismarannsóknum, þar sem hræringar á
fjórða áratugnum eru oft taldar marka endimörk módernismans. I bók
sinni Modemisms: A Literary Gnide, segir Peter Nicholls að skáldsaga
Faulkners, Absolom, Absolom! frá 1936, sé síðmódernískt verk en Night-
wood eftir Djunu Barnes, sem birtist sama ár, standi „utan módernism-
ans“, vegna þess að það marki „grundvallarskil við kynjaða fagurfræði
hinna ýmsu ffamúrstefhuhræringa“.14 Þessi löngun efdr skilum, þessi
mælskufræði lokunarinnar, er eiginlega viðfangsefni út af fyrir sig, ekki
síst þegar módernismi er annars vegar. Manni verður hugsað til ljóð-
línunnar sem Eliot sótti í Lundúnakrárnar: „HURRY UP PLEASE ITS
TIME“ en Hannes Sigfússon hefur greint ffá þH að þegar hann reyndi
að þýða Eyðilandið fyrir atbeina Steins Steinars, hafi hann misskilið þessa
línu og þýtt hana „Svona upp með þig það er glas“, en það er þó býsna
lunkin staðfærsla yfir í íslenska sjómennsku og Nicholls virðist einmitt
sjá fyrir sér eins konar vaktaskipti, sirka 1936.15
Slík umræða leiðir í ljós að ekki aðeins búa hugtök yfir vissri lögun;
þau eru „löguð til“ og jafnframt móta fræðimenn viðfangsefni sitt með
þeim. Þetta er tvöfaldur verknaður: að móta verkfærið og nota það við
meðferð og mótun þess efnis sem við er átt - og oft er erfitt að sjá skil
þar á milli. Lykilhugtaki eins og módernisma er ætlað að liðka fyrir skiln-
ingi okkar á bókmenntasögu en þótt sá rnikli drifkraftur sem víða býr í
módernískum bókmenntum ögri ráðandi viðmiðum í bókmenntasögu og
fagurffæði, þá sýnir sú notkun hugtaksins, sem hér hefur verið tilfærð, að
það er stundum notað til að endurskipuleggja og jafnvel „staðfesta“ þá
fagurfræði sem uppgjörið beindist að. Þetta er gert með því að beisla
sprengikraft og eyðingarmátt þannig að hann nýtist í listrænu hetjuátaki
útvalinna og valinkunnra snillinga sem skapa nýja minnisvarða, „list-
rænar heildir“, „víðtækari merkingarmynstur“. Þetta gerist einkum inn-
14 Peter Nicholls, Modemisms: A Literary Guide, Houndsmills og London: Macmillan,
1995, bls. 254 og 222.
15 Hannes Sigfusson, Framhaldslíffórumanns, Reykjavík: Iðunn, 1985, bls. 36. Hannes
notaði línu sína síðar í Dymbilvöku.
34