Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 38
ASTRAÐUR EYSTEINSSON
Það er líklega þessi mynd sem býr að baki hugtakinu „hámódernismi“
(„high modernism“) - módernisma sem hefur á vissan hátt hafist í æðra
veldi. Þetta há-afbrigði hugtaksins er gjarnan notað eins og skírskotun
þess sé mjög ljós, búi jafnvel yfir nákvæmni sem hinn almennari
„módernismi“ hafi ekki. Stunduin virðist það vísa til einhvers konar
blómaskeiðs eða hæstu hæða (eins og sjá má í lýsingum Travers og þeirra
Bradburys og McFarlanes) og einhver niðurleið kemur þá væntanlega í
kjölfarið. Þegar að er gáð býr þó oftast eitthvert hefðarveldi að baki slíkri
tímavísun.
Að sjálfsögðu er módernismi ætíð meira en ákveðið hefðarveldi í með-
förum þeirra sem glíma við hugtakið af ífæðilegum memaði, því ef það
fengi að vera fyrst og fremst merkimiði fyrir frábæra rithöfunda og
meistaraverk þeirra, þá væri það eingöngu handahófskennt, yfirborðslegt
fyrirbæri, eins og sumir vilja raunar meina að það sé - til dæmis þeir sem
vilja að Proust sé bara Proust en ekki meðlimur í klúbbi. Jafnframt
verður slíkur klúbbur hámódernista, er birtast sem skaparar fagurfræði-
lega heilsteyptra og gott ef ekki heilbrigðra verka, einn helsti skotspónn
talsmanna framúrstefnuróttækni. I augum þeirra reynist módernisminn
einungis boða staðfestingu hefðbundinna listgilda og „hámódernisminn“
virðist jafnvel skjótt hafa orðið ekki aðeins uppskrúfuð hámenning
heldur um leið háborg liststofhunarinnar. Slíkur „módernismi“ verður
skrautfjöður í borgaralegri menningu og endurffamleiðir semsé þær
fagurfræðilegu aðstæður sem ffamúrstefhan beinist gegn. Það er því ekki
undrunarefhi að leitast sé við að draga skýra línu milli slíks módernisma
og verksviðs framúrstefhunnar og þá verður ekki betur séð en það sé á
sviði hennar sem varpað er fram brýnum spurningum um hugmynda-
ffæði listarinnar, deilt og efast um sjálfstæði hennar, og hugað að sögu-
legum tengslum milli lista, liststofhunarinnar, hversdagslífs, stjórnmála
og samfélags.
Aður en lengra er haldið er rétt að taka fram að hvað sem líður um-
mælum um listaverkið og hefðarveldið hér að framan, er ég alls ekki
þeirrar skoðunar að hægt sé að stunda list- eða bókmenntarýni án þess
að styðjast við hefðarveldi og ég held að hið staka listaverk sem fagur-
fræðilegur og félagslegur gjörningur geti skipt verulegu máli í skilningi
okkar á stefhum og straumum, eða „hreyfingum“, eins og módernisma.
I framúrstefhuumræðunni er raunar stundum svo langt gengið í höfhun
hins staka verks að það verður erfitt að greina þá róttæku verkþætti eða
36