Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 39
ER KAFKA FRAMÚRSTEFNUMAÐUR?
aðferðir sem móta irmra og ytra byrði verksins, hvort sem við köllum
verkið framúrstefiaulegt eða módemískt. Skilningur okkar á róttækri
nútímalist mótast (og endurmótast) enn sem íyrr af viðtöku og mati ein-
stakra verka, hvort sem um er að ræða örljóð, nútímahljóðkviðu eða risa-
vaxna myndhstarinnsetningu - vitaskuld einnig vegna þess hvernig verk-
ið bregst við samhengi sínu og hvernig samhengi okkar mótar
skilninginn.
Verkið í þessum skilningi er ekki mjög gamalt, samfeUd saga þess nær
ekki nema fáar aldir aftur í tímann, ekki ffekar en saga einstaklingsins, og
þar með höfundarins, í nútímaskilningi - og þetta tvennt er tengt ýmsum
böndum. Stundum er tahð að hvort tveggja sé nú á hverfanda hveh en
hér er sem sagt reiknað með því að listaverldð og einstaklingsvitundin
hjari enn, þótt álagið sé umtalsvert.
V
Er nú ekki kominn tfmi til, efdr alla þessa romsu, að fá svar við hinni
upphaflegu spumingu um tilgreindan einstakling og höfúnd og listaverk
hans: Er Kafka ffiamúrstefhumaður? Eða er hann ef til vill frekar
módemisti? Fjögur svör gætu reyndar virst koma til greina ef spurt er á
þennan hátt. Kafka er ffiamúrstefhumaður en ekki módernisti. Kafka er
módemisti en ekki ffiamúrstefhumaður. Kafka er bæði módemisti og
ffiamúrstehmmaður. Kafka er hvorki módernisri né ffiamúrstefnumaður.
Sannleikurinn er á sviði túlkunarinnar í slíkurn tilvikum, en einungis eitt
svarið er áhugavert að mínu mati.
Hér kemur snöggsoðið yfirlit um svör í nokkmm nýlegum bókum. I
bók sinni Modemism, sem birtist í The New Criticial Idiom-ritröðinm
og fer því væntanlega víða, lítur Peter Childs svo á að hinar ýmsu
framúrstefhur séu innan módemismans, þar á meðal expressjónisminn,
og hann segir að Kafka sé „frægasti evrópski skáldsagnahöfundur ex-
pressjónismans".18 Peter Nicholls, í bók sem ég vitnaði ril hér að ffiam-
an, fer einnig þá leið að setja framúrstefhurnar undir haus módernism-
ans, en um Kafka fjallar hann ekki í kaflanum um expressjónismann,
heldur ræðir hann í sérstökum kafla sem fjallar um „ffiásagmr hámódern-
ismans“. Túlkun Nicholls flækist mjög sökum þess að hann styðst við
18 Peter Childs, Modemism, London og New York: Routledge (The New Critical Idi-
om), 2000, bls. 119.
37