Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 40
ASTRAÐUR EYSTEINSSON
tyríha túlkun franska hugsuðarins Blanchots á verkum Kafka, en ljóst er
að ekki geta allir fallist á þá mynd sem hér birtist af fagurff æði Kafka, þar
sem t.d. þær truflanir og ffestanir sem einkenna verk hans eru tengdar
lamandi efahyggju og „hlutleysi11.19 Gerólíkan skilning og „staðsetningu“
á Kafka má sjá í bók Richards Murphy, Theorizing the Avant-Garde. Eins
og Travers og fleiri fræðimenn (en ólíkt þeim Childs og Nicholls), leit-
ast Mruphy við að reka krítískan fleyg á milli módernisma og fi'amúr-
stefhu, en úr hinni áttinni, ef svo má segja. Murphy er í mun að tryggja
veru expressjónistans Kafka í búðum framúrstefnumanna, en þá þarf líka
að færa rök fyrir mikilvægi expressjónismans sem ffamúrstefnu, og ljóst
er að Murphy telur þetta sérlega brýnt vegna þess að Peter Burger hafði
neitað expressjónismanum um slíkan þegnrétt í hinu áhrifamikla riti sínu
Theorie der Avantgarde, sem kom út 1974.20
Hér kemur enn og aftur fram hvernig spurningin um „stöðu“ ein-
stakra höfunda reynist nátengd átökum um skilning og skilgreiningar á
hugtökum og hreyfingum. Enn verður því að ffesta uinræðu um verk
Kafka, vegna þess að nú kemst ég ekki hjá því að taka upp þráð sem ég
lagði hljóðlega frá mér fyrr í þessari grein þegar ég sagðist ekki vilja skera
á milli hugtaka módernisma og framúrstefnu, en væri ekki heldur á þeirri
skoðun að þau séu jafngild að merkingu. Þótt sumir noti hugtökin
jöfhum höndum fyrir sömu listhræringarnar, þá tel ég að greina ntegi
áherslumun sem er nógu almennur til að hægt sé að setja upp gróf reg-
istur yfir ráðandi viðmiðanir eða „kennivíddir“ í hvoru hugtaki.21 Hér
kemur stikkorða-tilraun í þá veru, án þess að reynt verði að útfæra alla
liði í umþölluninni sem fylgir.
Módernismv.
~ nýsköpun (sbr. Pound: „Making it new“) / hefðin sem vandamál, en
þó oft unnið mikið með hana
~ nýstárleg formtjáning, jafnvel brotaform
~ fagurfræði í andófi gegn sögulegri og félagslegri ffamsetningu og
táknskipan
19 Peter Nicholls, Modervisms: A Literary Gnide, bls. 277-278.
20 Richard Murphy, Theorizing the Avant-Garde: Modernism, Expressionism, and the
Problem of Postmodemity, Cambridge: Cambridge University Press, 1999. Síðari
hlutinn af íyrsta kafla Murphys heitir „Revisions of Btirger’s theory", bls. 26-48.
21 „Kennivídd“, sem þýðingu á „parameter", sæki ég í grein Atla Ingólfssonar, „Að
syngja á íslensku", Skímir, 168 (1994), bls. 9.
38