Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 42
ASTRAÐUR EYSTEINSSON
erað fólk og stundum vakið hneykslan gegnum tíðina, þá þykir sumum
sem slík viðleitni hafi orðið svo viðtekinn hluti af listinni að „áfallið“ sé
að mestu horfið. Sumir framúrstefnumenn hafi gengið svo langt í að rýja
listaverkið helgiárunni, kippa því niður á jörðina, að viðtakendur reikni
hreinlega með því að finna einmitt andhverfu helgidómsins í verkinu eða
á listsýningum - í „fundnum hlut“ úr hversdagslífinu, í nekt listamanns-
ins sjálfs, sem hafi ekkert að fela (sig bak við), eða bara í reglubundnustu
afurð manna og annarra dýra. Framúrstefha Dieters Roth fólst meðal
annars í kröftugum áminningum um mikilvægi skítsins.
VI
Til að vinda mér nú sem bráðast inn í heim Kafka, æda ég að bregða á
svipað ráð og áður, þ.e. að skissa upp nokkur innbyrðis tengd svið þar
sem ég sé módernisma og framúrstefnu mætast í verkum hans:
~ sjálfsöguleg umræða um list og liststofnunina - í textum sínum tekur
Kafka listina, skrifin og lesturinn til umfjöllunar
~ sviðsetning og leikræn útfærsla hversdagslífs og þar eru mörk listar og
annarra lífsþátta gjarnan í brennipunkti
~ textar sem gjörningar / gjörningar í textanum - sbr. rými, líkami, dýr
(eða hið dýrslega)
~ ífásögnin og andóf gegn henni í tjáningarháttum textans
~ hið óheildstæða verk og vandinn við „söguna alla“
~ átök raunsæis og fantasíu
Þegar hefur komið fram að stundum er vísað til Kafka sem expressjónista.
Þótt Kafka hafi ekki verið virkur þátttakandi í expressjónískum hópi, þá
var þessi hreyfing stór hluti af bókmenntalegu umhverfi hans og það er
engin goðgá að kalla ýmis verk hans expressjónísk. Þótt hann yrði ekki
þekktur rithöfundur meðan hann lifði er hans samt getið í samtíma-
umíjöllun um expressjónisma, ekki síðar en 1917.22 Smásögur hans birt-
ust sumar í tímarimm sem voru vettvangur expressjónisma og hin kunna
nóvella „Umskiptin“ („Die Verwandlung“) birtist fyrst í expressjóníska
22 Hér er vísað til ræðu sem Kasimir Edschmid hélt 1917 en var birt 1918, sbr.
Edschmid, „Expressionismus in der Dichtung“, Expressionismus. Manifeste und
Dokumente zur deutschen Literatur 1910-1920, ritstj. Thomas Anz og Michael Stark,
Stuttgart: J.B. Metzler, 1982, bls. 42-60, hér bls. 52.
4°