Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 43
ER KAFKA FRAMURSTEFNUMAÐUR?
tímaritinu Die weifien Bliitter 1915. En þegar Kafka öðlaðist síðar frægð,
var það ekki síst fyrir skáldsögur sínar og skáldsögur hafa ekki talist meðal
helstu veiðilendna hvorki expressjónisma né annarra framúrstefiiuhópa.
A sínum tíma töldu þó sumir að þarna væri verk að vinna. Arið 1920
skrifar Carlo Mierendorff að komið sé að skáldsögunni, framúrstefnan
hljóti nú að takast á við hana.23 Svo kann að virðast sem þetta hafi þó ekki
gerst og það sýnist rökrétt, sé htið til þess að framúrstefnumenn voru
gjaman skeptískir á umfangsmikil ffásagnarform og þá ekki síst skáldsög-
una. Enda má segja að frásögnin, með ffamvindu sinni, tengingu milli at-
bmða og tímasviða jafnt sem persóna, sé stoðvirki þeirra ýmsu félags-
legu, hugmyndaffæðilegu og listrænu kerfa og hefða sem framúrstefnan
andæfir.24 Jafnffamt hefur tilhneigingin til að affnarka framúrstefhu-
umræðuna við áðumefna hópa sennilega leitt til þess að framúrstefnu-
vinnubrögð í ýmsum skáldsögum hafa ekki fengið athygh sem skyldi í
þessari umræðu (nema þær sem skrifaðar vora af yfirlýstum framúr-
stefhumönnum, eins og súrreahstunum Aragon og Breton).
Hér hafa könnuðir módernismans því búið við miirni „trufhm“ en
annars staðar í bókmeimtaheiminum við að safiia verkum í hefðarveldi
sín og margt prýðilegt komið fram í þeim rannsóknum. En fyrir vikið
hefur sem fyrr segir ekki verið skyggnst nægilega efdr framúrstefhu-
einkennum í skáldsögum og raunar einnig smásögum og fleiri verkum
þeirra höfunda sem ekki vora „meðlimir" í ffamúrstefhuhópum. Halldór
Laxness segist í Skáldatíma aldrei hafa skilið „hversvegna Joyce er ekki
talinn höfuðskáld surrealismans, heldur ævinlega hafður í flokki útaf fyrir
sig“.25 Svar við þessu hefur að nokkru þegar komið fram í umfjöllun
minni. Reyndin er sú að ekki er oft rætt um ffamúrstefhuna í Ulysses eða
Finnegans Wake, og er sú síðarnefnda þó mjög róttækt framúrstefnuverk.
Þessar skáldsögur era hins vegar oftast taldar með meginritum módern-
23 Carlo Alierendorff, „Wortkunst / Von der Novelle zum Roman“, Expressionismas.
Manifeste und Dokumente zur deutschen Literatur 1910—1920, bls. 667-671, hér bls.
669.
24 Sbr. efrirfarandi orð Andrews J. Webber í bókinni The European Avant-Garde 1900—
1940, Cambridge og Malden: Polity Press, 2004, bls. 167: „Of all forms across the
various media, narrative is probably the one most at odds with the performative
ethos of the avant-garde.“
25 Halldór Laxness, Skáldatími, Reykjavík: HelgafeO, 1963, bls. 60. Sjá um þessa um-
raeðu Laxness grein mína „Rithöfundar í útlöndum. James Joyce á Islandi , Andvari
2005, bls. 95-115, einkum bls. 105-107.
41