Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Blaðsíða 44
ASTRAÐUR EYSTEINSSON
ismans og það á einnig við um skáldsögur Kafka, Ameríku, Réttarhöldin
og Höllina. Frá vissu sjónarhorni virðast verk Kafka einnig falla vel að
hugmyndinni um hinn torræða, erfiða og „alvöruge£na“ módemisma.
Komi maður úr annarri átt blasir við „annar“ Kafka, höfundur texta
sem eru í ætt við gjöminga og atriði á leiksviði - og í skáldsagnagerð er
hann maður brotaformsins, tilrauna, ófrágenginna texta, sem vom þó
gefnir út sem stök verk. Viðtökur undir formerkjum módernismans ein-
kennast oft af viðleitni tdl að sýna fram á heildstæðni margbrotirma verka.
Þetta er torsótt þegar kemur að skáldsögum Kafka, sem gekk ekki frá
sögunum, taldi sig eiga nokkuð í land með þær og hafði jafnvel hreinlega
gefist upp á þeim öllum áður en hann dó frá þeim.26 Er þetta ekki hin
erkitýpíska skáldsaga framúrstefnunnar? Verkið sem brotasafn sem höf-
undur skilur eftir; við römbum inn í það og reynum að átta okkur á hvar
við emm stödd og hvert leiðin liggi? Em það ekki þessi áhrif sem mynd-
listarmenn reyna stundum að skapa í tilraunum sínum með stór innsetn-
ingarverk?
Þar með er ekki sagt að skortur sé á ffásagnarþráðum hjá Kafka. Hann
er meistari hefðbundinnar ffásagnar þegar hann vill það við hafa. Þetta
nefnir Lukács. í fyrmefndu riti og það fer augljóslega í taugamar á honuin
að Kafka skyldi ekki nýta þessa gáfu skilmerkilegar. Því jafnvel í sínum
heilsteyptustu sögum leysti Kafka úr læðingi hina tvístrandi orku sem
Travers kallar svo („dismptive energies“) og hún rýfur rökrænan fram-
gang. I smásögunni „Dóminum“ gerist þetta þegar söguhetjan er í sam-
ræðum við föður sinn sem er nokkuð við aldur og lasburða og sonurinn
háttar hann að lokum ofan í rúm eins og barn. Þá rís sá gamh upp og stíg-
ur trylltan dans í rúminu og allt breytist á absúrdan en skelfilegan hátt;
það er eins og leikarar á sviði hafi skipt yfir í annað verk - en þó ekki.
„En líttu á mig!“ hrópaði faðirinn, og Georg hljóp að rúminu,
næstum annars hugar, tdl að ná tökum á þessu öllu saman, en
nam staðar á miðri leið.27
26 Sbr. umræðu mína í greinunum „Á afskekktum stað. Um tjáningarform og sköpu-
lag í textum Franz Kafka“, Umh-ot. Bókmeimtir og nútími, Reykjavík: Háskólaútgáf-
an, 1999, bls. 164—179, og „Nýr heimur, stór kona, skrifborð. Ameríka efrir Franz
Kafka“, Heimur skdldsögunnar, ritstj. Ástráður Eysteinsson, Reykjavík: Bókmennta-
fræðistofnun Háskóla Islands, 2001, bls. 58-72.
27 Franz Kafka, „Dómruinn", I refsmýlendunni ogfleiri sögur, þýð. Ástráður Eysteins-
son og Eysteinn Þorvaldsson, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1991, bls. 45-
59, hér bls. 56.
42