Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 45
ER KAFKA FRAMÚRSTEFNUMAÐUR?
Næstom annars hugar - þetta er hinn lævísi húmor Kafka, því það er
ævinlega hættulegt að vera annars hugar í heimi hans, en jafnframt fer
ekki hjá því að lesandinn renni inn í hlutverk Georgs einmitt hér, þar sem
rof hefur myndast í sögunni.
vn
Á þessum vegamótum fantasíu og raunsæis er erfitt að segja hvort verk
Kafka séu fremur módemísk eða framúrstefhuleg - þau eru hvort tveggja,
án þess að þetta tvennt sé eitt og hið sama. I skáldsögunni Ameríka er
drjúgur hluti sögunnar sagður með léttleikandi raunsæishætti, jafnvel svo
að minnir á Dickens, en svo er sem raunsæið gufi upp í fantasíuheimi,
risastóru leikhúsi sem teygir anga sína víða og boðar á útópískan (en
kannski líka óhugnanlegan) hátt að þar geti allir fundið sinn stað. I nóvell-
unni „Umskiptin“ er þessu öfugt farið; rofið er hér í upphafi verksins og
kannski er þannig gefið í skyn að við þekkjum þá hefðbundnu sögu sem
hér tekur enda, en nú beri nýrra við:
Þegar Gregor Samsa vaknaði morgun einn af órólegum
draumtun, komst hann að raun um að hann hafði breyst í
skelfilegt skorkvikindi í rúmi sínu. Hann lá á bakinu, sem var
hart eins og brynja, og ef hann lyfti höfði sínu eilítið sá hann
hvelfdan, brúnan kvið sinn, markaðan bogmynduðum börðum;
efst á honum hafði sængin vart nokkurt hald lengur og var að
því komin að renna alla leið niður. Hinir þölmörgu fótleggir
hans, vesældarlega mjóslegnir miðað við umfang hans að öðru
leyti, vingsuðust hjálparvana fyrir augum hans.
„Hvað hefur komið fyrir mig?“ hugsaði hann. Þetta var ekki
draumur.28
Það sem er áhrifamest (sumir myndu segja óhugnanlegast) við nóvelluna
í heild er að öll atburðarásin, sem fylgir þessu augnabliki fantasíunnar, er
í klóm raunsæisins. Gregor hefur ekki farið í dýrsham sem hann getur
varpað af sér; hér hafa orðið óafturkallanleg umskipti og sögunni vindur
28 Franz Kafka. „Umskiptin", þýð. Ástráður Eysteinsson og Eystetnn Þorvaldsson,
óprentað handrit, útgáfa væntanleg haustið 2006. Hannes Pétursson hefur áður þýtt
söguna undir heitinu Hamskiptin.
43