Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 46
ASTRAÐUR EYSTEINSSON
nú „rökrétt11 fram allt til enda, en rofið milli fantasíu og raunsæis eyðist
ekki, það er opið sár.
Hér er kannski ástæða til að minna á upphaf Réttarhaldanna þar sem
söguhetjan er líka órisin úr rekkju þegar ósköpin dynja yfir ogjósef K. er
handtekinn, þótt sú handtaka lúti ekki hefðbundnum rökum. I upphafi
Ameríku erum við hins vegar stödd á skipsdekki:
Þegar Karl Rossmann, sem sendur hafði verið til Ameríku af
veslings foreldrum sínum sextán ára gamall, sökum þess að
vinnukona hafði forfært hann og eignast með honum barn,
kom til hafnar í New York um borð í skipi á hægri siglingu, leit
hann styttu frelsisgyðjunnar, sem hann hafði reyndar fyrir
löngu komið auga á, líkt og í snöggvaxandi sólarbirtu. Armur
hennar með sverðinu gnæfði sem væri hann nýhafinn til lofts
og frjáls andvarinn lék um sköpulag hennar.
Hún er þá svona há, sagði hann við sjálfan sig [...]29
Þessi róttæka breyting á frelsisstyttunni er ekki afturköliuð eða útskýrð.
Við „módernískan lestur“ á sögunni hneigist maður til að skýra þetta
með því sem ég kallaði „innhverfi“; þ.e. lesandi meðtekur hér hugsun og
skynjun Karls sem nemur styttuna miklu á þennan hátt. Þó að slík „mis-
skynjun“ sé ekki laus við kaldhæðni, nær þessi skýring þó ekki að skýra
róttækni gjörningsins á höfundarplani sögunnar. Eg áttaði mig ekki til
fulls á róttækni þessa gjörnings fýrr en dag einn er ég fletti í gegnum bók
um framúrstefhumanninn Marcel Duchamp og endurnýjaði kynni mín
af mynd hans L.H.O.O.Q.
Rétt eins og Duchamp fremur „skemmdarverk“ á einu helgasta lista-
verki sögunnar, Monu Lisu eftir Da Vinci, þannig aflagar Kafka aðra
konu, sjálft frelsistákn Bandaríkjanna, en ekki má gleymast að styttan er
upprunalega frönsk og það er eiginlega kyndill upplýsingarinnar sem
framúrstefhumaðurinn Kafka hefhr tekið úr hendi hennar og látið sverð
í staðinn.30
29 Franz Kafka, Ameríka, þýð. Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson, Reykja-
vík: Mál og menning, 1998, bls. 9. Kafka skrifaði Ameríku á árunum 1912-1914.
30 Eftir að ég flutti fyrri gerð þessarar ritsmíðar sem fyrirlestur í fyrra, kom Jón Yngvi
Jóhannsson bókmermtaffæðingur að máli við mig og sagði að þriðja leiðin til að
túlka upphafsatriði Ameríku gæti falist í því að líta svo á að Karl væri ekki kominn
til Ameríku, heldur til annars lands sem væri öðruvísi í ýmsum atriðum. Þetta er
heillandi hugmynd og á þessari túlkun er fantasíublær sem minnir á Borges.
44