Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 50
ASTRAÐUR EYSTEBSfSSON
Líkaminn kemur einnig við sögu á eftirminnilegan hátt í sögunni „í
refsinýlendunni“, en hér í beinum tengslum skrif, því hin flókna
maskína sem þar er notuð ttið aftökur er í raun eins konar ritvél.
I „Umskiptunum“, sem borist hafa í tal þtrr á þessum síðum, er hstin
tengd hversdagslífi og tómstundaiðju þölsktddunnar á magnaðan hátt.
Gregor Samsa fæst við að saga út og hefur búið til ramma utan um mynd
sem hangir á vegg í herbergi hans. Myndina Uippti haxrn út úr blaði og þar
„gat að fita konu búna loðhatti og loðsjali, sem sat upprétt og hóf mót
áhorfandanum þykkt loðskjól sem huldi gjön'-allan framhandlegg hennar“
(þeir sem telja nafnið Sacher-Masoch vera fahð í nafni söguhetjunnar fá
hér myndræna staðfestingu). Ein helsta kvenpersónan í h'fi Gregors er
systir hans en hún leikur á fiðlu. Eitt sinn er hún leikur ÚTir fjölskyldu sína
og leigjendur þeirra, laða tónar hennar skordýrið Gregor fram úr herberg-
inu. Leigjendtmum finnst greinilega Ktið til þessa fiðluleiks koma, í þeiira
eyrum er þetta kannski bara heimihssarg, en Gregor er í viðurttist æðri hst-
ar. „Var hann dýr, fyrst hann var svo hugfanginn af tónhst? Honum þótti
sem nú birtist honum leiðin til hinnar langþráðu óþekktu næringar.“
Að lokum örfá orð um þá sögu Kafka sem mér finnst búa með hvað
gleggstum hætti yfir þessari tilraunakenndu og leikrænu ígrundun um
verkið, framandleika þess og hinn ókennilega fúnd þess og viðtakandans.
Þetta er htla sagan „.Ahyggjur húsbóndans“, en þar er húsbóndinn, eða
„húsfaðirinn“ eins og sagt er á þýsku („Hausvater"), mjög hugsi yfir veru
nokkurri sem stundum er á ferð í stigaganginum.
Við fýrstu sýn lítur hún út sem flatt, stjömulaga tvtinnakefli, og
rirðist ratmar einnig vera vafin tvtinna; revmdar eru það
væntanlega bara shtnir, gamhr tvinnabútar, hnýttir saman og í
flækju, af ýmsum gerðum og í ýmsum litum. En þetta er ekld
eingöngu kefh, heldur gengur lítill þverpinni út úr miðri
stjörnunni og rið þennan pinna tengist síðan armar svo að þeir
mynda rétt horn. Með hjálp þessa seinni pinna á aðra hlið og
eins stjörnubroddsins á hina getur allur hluturinn staðið upp-
réttur eins og á tveimur fótum.
Hér að framan var rikið stuttlega að tengslum verks og einstaklings. Er
þessi aðvífandi, ókennilegi hlutur, sem flakkar um á mörkum einkalífs og
almennings, eins konar hstaverk („aðfang“ eða kannski „fundinn hlutur“)
eða er hann einhvers konar mannvera?
48