Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Page 54
HUBERT VAN DEN BERG
að famásminn var þáttnr í því neti. Biirger og fjölmargir aðrir sem rann-
saka framúrstefnuna nú á dögum, eiga aftur á móti vanda til að draga
mörkin annars staðar. Að öllu jöfnu er upphaf annaðhvort kúbismans eða
fútúrismans tahð marka - köllum það sagnritunarlegt - upphaf ffaxnúr-
stefnunnar. Ef frumheimildir eru skoðaðar má engu að síður sjá að sögu-
lega, innan framúrstefnunnar snemma á öðrum áratug síðustu aldar, var
litið á fauvismann sem óumdeilanlegan og óaðskiljanlegan hluta af
fr amúrstefnunni.
I
Hver sá sem flettir í gegnum fáeinar bækur um framúrstefhuna, hvort
sem það eru sýningarskrár, söfn stefhu}tfirlýsinga eða tdirhtsrit um til-
tekna listamenn eða stefhur, mun fyrr eða síðar komast að raun um að
umfang orðsins „ffamúrstefna“ er ákaflega sveigjanlegt. Ef Hð lítum til
dæmis á tvær þekktar fræðilegar greiningar á framúrstefhunni sem oft er
vitnað í, Teoria delVarte d’avanguardia eftir Renato Poggioli og Theorie der
Avantgarde eftir Peter Burger, kemur ekki einungis fram sláandi munur
á því hvernig Poggioli og Búrger setja fram kenningar um „ffamúrstefh-
una“ heldur einnig á því hvemig þeir skilgreina eða afmarka „ffamúr-
stefhuna“. „Framúrstefhan“ eða - eins og Bfirger orðar það - „sögulega
framúrsteíhan“ nær }dir fjölmargar hre}Ængar, hópa og strauma sem
hneigðust til nýjunga, og komu fram um 1910 en hurfu á fjórða áratugn-
um. Expressjónismi, kúbismi, futúrismi, dada, súrreahsmi og kon-
strúktívismi em í augum hans mikilvægustu ismarnir, þótt hann líti aðal-
lega til dada og súrrealisma í kenningu sinni. Poggioli notar nafhgiftina
„framúrstefha“ aftur á móti í mun víðari merkingu. Hjá Poggioli hefst
framúrstefnan langt aftur á nítjándu öld og hún hefur ekki enn liðið und-
ir lok þegar hann skrifar bók sína á sjöunda áratug tuttugustu aldar. I
meðförum Poggioh er „ffamúrstefha“ í grófum dráttum samheiti }dir
módernisma í víðasta skilningi þess orðs (um leið mætti þó segja að þetta
samheiti beini sjónum að ákveðnum hliðum módernismans).
Hérna snýst málið ekki um hvor hafi rétt eða rangt fýrir sér. I raun
sýna Búrger og Poggioli að heitið „framúrstefha“ er hægt að nota, og að
það er notað, á mjög mismunandi vegu. Ein af ástæðunum f}TÍr því er
líklega sú að myndlíkingin „framúrstefha" hafði þegar verið í notkun um
langt skeið - eða frá því snemma á nítjándu öld - sem heiti í ffönsknm
52