Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Side 55
JÓN STEFÁNSSON OG FINNUR JÓNSSON
menningarheimi og annars staðar á hinu rómanska málsvæði. Ekki komst
þó í tísku í Evrópu að nota það reglulega í gagnrýninni umræðu sem
ákveðinn samnefinara, eða sem nafngift: yfir tiltekna sögulega eða sam-
tímalega listsköpun og bókmenntir fyrr en eftir heimsstyrjöldina síðari.
Ef við erum að tala um tímabihð fyrir seinna stríð er sú skilgreining sem
felst í orðinu „ffamúrstefna“ því í grunnatriðum ekki söguleg heldur
sagnritunarleg. Um er að ræða nafngift sem komið er á post festern [efdr
á] og er þá ætlað að vera regnhlífarhugtak yfir ákveðnar hreyfingar, hópa,
listamenn og tímarit, þótt þessi nafhgift hafi ekki verið notuð af þeim sem
tengdust þessum hópum, hreyfingum o.s.frv., heldur eru þeir auðkenndir
með henni afturvirkt, að minnsta kosti var það svo í flestum tilvikum og
ef heitið var notað hafði það ekki fasta merkingu.
Heitið var vissulega í notkun áður, en ffiekar sem skilyrði um eiginleika
eða mat á verðleikum sem gaf til kynna hversu framsækinn og nýjunga-
gjarn maður taldi sig eða aðra vera. Aðeins í nokkrum undantekningar-
tilvikum er heitið „ffiamúrstefha“ - að minnsta kosti upp að vissu marki
- meira en eingöngu slíkt gildismat, og er þá að vissu leyti orðið nokkuð
hlutlaus samnefnari. Sem dæmi má nefna að hollenski listamaðurinn og
ritstjóri De Stijl, Theo van Doesburg, skrifaði snemma á þriðja áratugn-
um greinaröð í annað hollenskt tímarit, Het Getij (Bylgjan), tímarit sem
bar almenn módernísk einkenni fremur en að það tilheyrði framúrstefnu,
undir titlinum „Revue der Avant-garde“ („Litið yfir framúrstefnuna“).
Annað dæmi um þetta er bók eftir spænska höfundinn Guillermo de
fifbrre frá 1925, sem neffiúst Literaturas europeas de vanguardia. Því mætti
halda fram að í báðum þessum ritum hafi „framúrstefha“ þegar fasta
merkmgu og sé notað sem samnefhari fyrir meira eða minna sömu sam-
setningu af stefhum og við eigum vanda til að kalla „sögulega framúr-
stefiiu“ nú á dögum með því að feta í fótspor Biirgers.
Ef við berum verk de 'Ibrre og van Doesburg aftur á móti saman við
önnur sambærileg yfirlitsrit ffiá sama tímabili sem eru búin til - eins og í
tilviki de Torre og van Doesburg - af mönnum sem voru tengdir hreyf-
ingunum, þá er hugtakið „ffiamúrstefna“ (yfirleitt) ekki notað. Þess í stað
má finna aðra samnefhara, eins og „ný list“, „ung list“, „nútímaleg“ eða
„ofurnútímaleg list“, eða hið eilítið írómska heiti „listismar“ [isms of art]
en þessi heiti ná öll meira eða minna yfir sömu samsetningu af ismum og
Burger nefhdi „sögulegu framúrstefnuna“ og aðrir „klassísku ffiamúr-
stefnuna“ eða „fyrstu framúrstefhuna“. Þetta mætti sjá sem vísbendingu
53