Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2006, Síða 57
JÓN STEFÁNSSON OG FTNNUR JÓNSSON
Vlð skulum nú segja skilið við þessa umfjöllun um naíngifrir og snúa
okkur að þeirri sögulegu staðreynd að á fyrsta áratug tuttugustu aldar, á
mörgum mismunandi stöðum í Evrópu (auk nokkurra kvísla í bæði
Norður- og Suður-Ameríku og í Japan), koma fram hreyfmgar, sem
breiða út, leggja stund á eða telja sig að minnsta kosti vera að innleiða
nýjungar í fagurfræði eða - ef hlutlausara orð er valið - breytingar, rót-
tækar breytingar. Því má veita athygli að hjá þessum hreyfingum eða öllu
heldur hópum - oft var um að ræða htla hópa sem samanstóðu af
nokkrum listamönnum og urðu til við borð á einhverju kaffihúsi, í kring-
um tímarit, gallerí eða kabarett - kemur fram tilhneiging til að leita uppi
aðra skylda hópa og mynda bandalög. Tilgangurinn er augljós: Að skapa
sjálfum sér betri stöðu á menningarsviðinu. Og í reynd gerðu slík banda-
lög hópum af þessu tagi fært að gefa út tímarit, leigja einhvers konar rými
svo hægt væri að setja upp sýningar og - sem ekki er síður mikilvægt -
gáfu mönnum færi á að ræða málefni sem vöktu áhuga þeirra við annað
fólk sem hugsaði eins (í stað þess að þurfa í sífellu að halda uppi vörnum
fyrir sig gegn öllum öðrum, gegn meirihluta þeirra sem fyrir voru á
menningarsviðinu þar sem þessi „nýja list“ var oft talin ómerkileg eða
kjánaleg). Skýrt dæmi um samstarf af þessum toga er Die Briicke, banda-
lag listamanna sem var upphaflega stofnað til að tengja hstsafnara við
hstamenn með áskriftum.
Sú tilhneiging er ennþá ríkjandi í hefðbundinni sagnritun að lýsa list
og bókmenntum út frá skipan þjóðríkja, en í framúrstefnunni takmark-
aðist sambandið milh mismunandi hstamanna, hópa og tímarita sjaldan
af landamærum milli ríkja. I flestum tilvikum störfuðu hstamennirnir eða
reyndu að starfa þvert á landamæri og ríkjaskipan, bæði til að sýna hversu
alþjóðlegir og nútímalegir þeir væru, en ekki síður vegna þess að þeir
þurftu einfaldlega hver á öðrum að halda - þó að það tæki ekki mjög
langan tíma að öðlast viðurkenningu í sumum tilvikum, líkt og t.a.m. í
tilviki Matisse og hins svokallaða þýska expressjónisma. A heimaslóðum
sínum mættu þeir oft lftilli samúð eða miklum fjandskap. Þeir þurftu sí-
fellt að verja sig, en gátu aftur á móti rætt „nýja list“ á mun uppbyggi-
legri hátt við aðra áþekka hstamenn erlendis sem höfðu að minnsta kosti
að einhverju leyti skyldar hugmyndir. Auk þess buðu slík bandalög upp á
þann möguleika að menn „notuðu“ kaupendur hvers annars. I Hollandi,
svo dæmi sé nefiit, safnaði ekkert hstasafh framúrstefhulist fyrr en á
fjórða áratugnum og í landinu var aðeins að finna örfáa safhara sem
55